„Ætla að fá að líða smá illa“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2022 23:00 Sara Björk Gunnarsdóttir gaf allt sem hún átti í leikinn. Vísir/Jónína „Erfitt að segja, bara frekar tómlegt og skrítið, grátlegt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir aðspurð hvaða tilfinningar bærust henni í brjósti eftir súrt tap Íslands í Hollandi í kvöld. Með jafntefli hefði Ísland tryggt sér farseðilinn á HM sumarið 2023 en sigurmarkið kom þegar aðeins 90 sekúndur voru til leiksloka. „Við vorum grátlega nálægt þessu. Ótrúlegt hvernig þetta gerst á nokkrum sekúndum. Auðvitað lágu þær á okkur allan seinni hálfleik en mér fannst við hafa verið með tak á þeim. Sá fram á að við myndum tryggja okkur beint á HM og ná að klára þetta þannig það var mjög sárt að sjá boltann í netinu.“ „Það var enginn ótti í liðinu,“ sagði Sara Björk aðspurð út í slakan fyrri hálfleik íslenska liðsins. „Við vorum alltof langt frá þeim, þær voru hreyfanlegar á miðjunni og við náðum ekki að klukka þær. Áttum bara ekki góðan fyrri hálfleik, vorum heppnar að hafa ekki fengið mark á okkur. Svo tókum við okkur saman í andlitinu í seinni hálfleik, þéttum inn á miðjuna og leyfðum þeim að fá kantana í fyrirgjafir. Vörðumst ótrúlega vel þannig, það auðveldaði varnarleikinn. Þegar við unnum boltann í fyrri hálfleik höfðum við enga orku til að sækja þannig að fyrri hálfleikur var mjög erfiður fyrir okkur en okkur leið betur í seinni hálfleik,“ bætti Sara Björk við. Fyrirliðinn var spurð út í frammistöðu Söndru Sigurðardóttur í marki Íslands en hún fékk 10 í einkunn hjá Íþróttadeild Vísis. „Hún var hreint ótrúleg. Svakalegar vörslur og hversu örugg hún var. Hélt okkur algjörlega inn í þessum leik.“ „Já, ég nenni ekki að hugsa um það núna. Ætla að fá að líða smá illa og, ég veit það ekki. Nenni ekki að hugsa um það núna, eða kannski í næstu viku,“ sagði Sara Björk að lokum er hún var spurð út í umspilið sem bíður Íslands. Klippa: Sara Björk eftir tapið grátlega í Hollandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 „Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15 „Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:40 „Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. 6. september 2022 22:05 „Ég er bara í áfalli“ „Við ætlum á HM,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir eftir grátlegt 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Holland skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sendi Ísland í umspil. 6. september 2022 21:56 „Við erum ekkert hættar, við ætlum okkur að fara á HM“ Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var að vonum svekkt eftir 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Ísland var 90 sekúndum frá jafntefli sem hefði tryggt liðinu sæti á HM. 6. september 2022 22:31 „Þær eru með gott lið en við áttum skilið að vinna“ Vivianne Miedema, framherji hollenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér sæti á HM á kostnað íslenska liðsins í kvöld og segir að sigurinn hafi verið verðskuldaður. 6. september 2022 22:05 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Sjá meira
„Við vorum grátlega nálægt þessu. Ótrúlegt hvernig þetta gerst á nokkrum sekúndum. Auðvitað lágu þær á okkur allan seinni hálfleik en mér fannst við hafa verið með tak á þeim. Sá fram á að við myndum tryggja okkur beint á HM og ná að klára þetta þannig það var mjög sárt að sjá boltann í netinu.“ „Það var enginn ótti í liðinu,“ sagði Sara Björk aðspurð út í slakan fyrri hálfleik íslenska liðsins. „Við vorum alltof langt frá þeim, þær voru hreyfanlegar á miðjunni og við náðum ekki að klukka þær. Áttum bara ekki góðan fyrri hálfleik, vorum heppnar að hafa ekki fengið mark á okkur. Svo tókum við okkur saman í andlitinu í seinni hálfleik, þéttum inn á miðjuna og leyfðum þeim að fá kantana í fyrirgjafir. Vörðumst ótrúlega vel þannig, það auðveldaði varnarleikinn. Þegar við unnum boltann í fyrri hálfleik höfðum við enga orku til að sækja þannig að fyrri hálfleikur var mjög erfiður fyrir okkur en okkur leið betur í seinni hálfleik,“ bætti Sara Björk við. Fyrirliðinn var spurð út í frammistöðu Söndru Sigurðardóttur í marki Íslands en hún fékk 10 í einkunn hjá Íþróttadeild Vísis. „Hún var hreint ótrúleg. Svakalegar vörslur og hversu örugg hún var. Hélt okkur algjörlega inn í þessum leik.“ „Já, ég nenni ekki að hugsa um það núna. Ætla að fá að líða smá illa og, ég veit það ekki. Nenni ekki að hugsa um það núna, eða kannski í næstu viku,“ sagði Sara Björk að lokum er hún var spurð út í umspilið sem bíður Íslands. Klippa: Sara Björk eftir tapið grátlega í Hollandi
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 „Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15 „Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:40 „Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. 6. september 2022 22:05 „Ég er bara í áfalli“ „Við ætlum á HM,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir eftir grátlegt 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Holland skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sendi Ísland í umspil. 6. september 2022 21:56 „Við erum ekkert hættar, við ætlum okkur að fara á HM“ Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var að vonum svekkt eftir 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Ísland var 90 sekúndum frá jafntefli sem hefði tryggt liðinu sæti á HM. 6. september 2022 22:31 „Þær eru með gott lið en við áttum skilið að vinna“ Vivianne Miedema, framherji hollenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér sæti á HM á kostnað íslenska liðsins í kvöld og segir að sigurinn hafi verið verðskuldaður. 6. september 2022 22:05 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Sjá meira
Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00
„Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15
„Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:40
„Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. 6. september 2022 22:05
„Ég er bara í áfalli“ „Við ætlum á HM,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir eftir grátlegt 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Holland skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sendi Ísland í umspil. 6. september 2022 21:56
„Við erum ekkert hættar, við ætlum okkur að fara á HM“ Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var að vonum svekkt eftir 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Ísland var 90 sekúndum frá jafntefli sem hefði tryggt liðinu sæti á HM. 6. september 2022 22:31
„Þær eru með gott lið en við áttum skilið að vinna“ Vivianne Miedema, framherji hollenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér sæti á HM á kostnað íslenska liðsins í kvöld og segir að sigurinn hafi verið verðskuldaður. 6. september 2022 22:05