Sport

Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Besta-deildin og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Virgil van Dijk og félagar hans í Liverpool mæta til leiks í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Virgil van Dijk og félagar hans í Liverpool mæta til leiks í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Laurence Griffiths/Getty Images

Alls verða átta beinar útsendingar í boði á sportrásum Stöðvar 2 í dag þar sem Meistaradeild Evrópu verður í aðalhlutverki.

Við hefjum daginn á viðureign Frankfurt og Sporting í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu klukkan 16:35 á Stöð 2 Sport 3.

Klukkan 18:30 hefst svo upphitun fyrir kvöldleikina á Stöð 2 Sport 2, en klukkan 18:50 hefst bein útsending frá þremur leikjum í Meistaradeild Evrópu.  Napoli tekur á móti Liverpool á Stöð 2 Sport 2, Viktoria Plzen sækir spænska stórveldið Barcelona heim á Stöð 2 Sport 3 og á Stöð 2 Sport 4 tekur Club Brugge á móti Bayer Leverkusen.

Að þessum leikjum loknum eru Meistaradeildarmörkin svo á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 þar sem farið verðu yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.

Klukkan 19:00 hefst svo bein útsending frá frestaðri viðureign Íslandsmeistara Víkings og Leiknis í Bestu-deild karla í knattspyrnu. Víkingur þarf á sigri að halda til að eiga enn veika von um að verja Íslandsmeistaratitilinn, en Leiknismenn geta komist upp úr fallsæti með sigri.

Að lokum eru stelpurnar í Babe Patrol með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 21:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×