Forstöðukonan stefnir Dyngjunni vegna vangoldinna launa og ávirðinga um misferli í starfi Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2022 13:25 Steinbergur Finnbogason lögmaður hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu fyrir hönd skjólstæðings síns, fyrrverandi forstöðukonu Dyngjunnar. Hann hafnar öllum ásökunum á hendur henni, segir heimilið skulda forstöðukonunni sjö milljónir og til þess megi rekja ásakanir um misferli forstöðukonunnar. vísir/vilhelm Fyrrverandi forstöðukona Dyngjunnar, áfangaheimilis fyrir heimilislausar konur sem koma úr vímuefnameðferð, hefur nú stefnt Dyngjunni og krefst einnar og hálfrar milljóna króna í miskabætur auk sjö milljóna, ógreidd laun sem hún segist eiga inni hjá heimilinu. Eins og Vísir greindi frá í morgun telur stjórn heimilisins fyrirliggjandi að forstöðukonan hafi misnotað úttektarheimildir við innkaup fyrir Dyngjuna og fjármagnað þannig einkaneyslu sína. Steinbergur Finnbogason lögmaður forstöðukonunnar segir að hann hafi í morgun, fyrir hönd hennar, lagt fram stefnu á hendur heimilinu og stjórnarformanni þess Önnu Margréti Kornelíusardóttur, þar sem krafist er „vangoldinna launa og áunnins orlofs auk einnar og hálfrar milljónar króna miskabóta fyrir tilhæfulausar ávirðingar um misferli í starfi.“ Segir heimilið skulda forstöðukonunni rúmlega sjö milljónir króna Þetta er meðal þess sem fram kemur í harðorðri yfirlýsingu sem Steinbergur sendi til fjölmiðla nú í hádeginu. Hann vill meina að frétt Vísis í morgun hafi verið einhliða og dramatísk, en Steinbergur tekur fram að hann vilji með yfirlýsingu sinni leggja lóð sínar á þær vogaskálar að fréttin verði ekki endurflutt á öðrum miðlum. Í yfirlýsingunni segir að eftir „tæplega tíu ára farsælt starf fyrir Dyngjuna var komið að aldurstengdum starfslokum skjólstæðings míns sem forstöðukonu. Hún hafði í gegnum árin oftsinnis frestað því að taka út laun sín að fullu eða að nýta orlofsréttindi sín til þess að koma til móts við hinn viðvarandi lausafjárvanda heimilisins. Við hin fyrirhuguðu starfslok blasti sú staða við að heimilið skuldaði skjólstæðingi mínum ríflega sjö milljónir króna.“ Telur ásakanirnar fram settar til að komast hjá launagreiðslum Steinbergur telur að stjórn heimilisins hafa staðið frammi fyrir þeim vanda að gjaldhæfi þess leyfði ekki slíkt uppgjör. „Samkomulag yrði að nást um mun lægri uppgjörsupphæð ef takast ætti að forða heimilinu frá gjaldþroti. Liður í að skapa stjórninni samningsstöðu hafi verið að sá frækornum efasemda um heiðarleika forstöðukonunnar,“ segir lögmaðurinn og að telur ásakanirnar á hendur skjólstæðings hans megi rekja til þessa. „Öllum ávirðingum um misnotkun á aðstöðu eða notkun debetkorts heimilisins hefur verið svarað af mikilli nákvæmni. Hvert einasta atriði ásakana eða efasemda hefur verið rakið og hrakið fyrir tilstilli afar nákvæms bókhalds, í raun fyrirmyndar heimilisbókhalds, þar sem meira að segja kassakvittunum úr matvöruverslunum og bakaríium hefur verið haldið til haga alla tíð.“ Dómsmál Félagasamtök Málefni heimilislausra Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun telur stjórn heimilisins fyrirliggjandi að forstöðukonan hafi misnotað úttektarheimildir við innkaup fyrir Dyngjuna og fjármagnað þannig einkaneyslu sína. Steinbergur Finnbogason lögmaður forstöðukonunnar segir að hann hafi í morgun, fyrir hönd hennar, lagt fram stefnu á hendur heimilinu og stjórnarformanni þess Önnu Margréti Kornelíusardóttur, þar sem krafist er „vangoldinna launa og áunnins orlofs auk einnar og hálfrar milljónar króna miskabóta fyrir tilhæfulausar ávirðingar um misferli í starfi.“ Segir heimilið skulda forstöðukonunni rúmlega sjö milljónir króna Þetta er meðal þess sem fram kemur í harðorðri yfirlýsingu sem Steinbergur sendi til fjölmiðla nú í hádeginu. Hann vill meina að frétt Vísis í morgun hafi verið einhliða og dramatísk, en Steinbergur tekur fram að hann vilji með yfirlýsingu sinni leggja lóð sínar á þær vogaskálar að fréttin verði ekki endurflutt á öðrum miðlum. Í yfirlýsingunni segir að eftir „tæplega tíu ára farsælt starf fyrir Dyngjuna var komið að aldurstengdum starfslokum skjólstæðings míns sem forstöðukonu. Hún hafði í gegnum árin oftsinnis frestað því að taka út laun sín að fullu eða að nýta orlofsréttindi sín til þess að koma til móts við hinn viðvarandi lausafjárvanda heimilisins. Við hin fyrirhuguðu starfslok blasti sú staða við að heimilið skuldaði skjólstæðingi mínum ríflega sjö milljónir króna.“ Telur ásakanirnar fram settar til að komast hjá launagreiðslum Steinbergur telur að stjórn heimilisins hafa staðið frammi fyrir þeim vanda að gjaldhæfi þess leyfði ekki slíkt uppgjör. „Samkomulag yrði að nást um mun lægri uppgjörsupphæð ef takast ætti að forða heimilinu frá gjaldþroti. Liður í að skapa stjórninni samningsstöðu hafi verið að sá frækornum efasemda um heiðarleika forstöðukonunnar,“ segir lögmaðurinn og að telur ásakanirnar á hendur skjólstæðings hans megi rekja til þessa. „Öllum ávirðingum um misnotkun á aðstöðu eða notkun debetkorts heimilisins hefur verið svarað af mikilli nákvæmni. Hvert einasta atriði ásakana eða efasemda hefur verið rakið og hrakið fyrir tilstilli afar nákvæms bókhalds, í raun fyrirmyndar heimilisbókhalds, þar sem meira að segja kassakvittunum úr matvöruverslunum og bakaríium hefur verið haldið til haga alla tíð.“
Dómsmál Félagasamtök Málefni heimilislausra Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira