Forstöðukonan stefnir Dyngjunni vegna vangoldinna launa og ávirðinga um misferli í starfi Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2022 13:25 Steinbergur Finnbogason lögmaður hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu fyrir hönd skjólstæðings síns, fyrrverandi forstöðukonu Dyngjunnar. Hann hafnar öllum ásökunum á hendur henni, segir heimilið skulda forstöðukonunni sjö milljónir og til þess megi rekja ásakanir um misferli forstöðukonunnar. vísir/vilhelm Fyrrverandi forstöðukona Dyngjunnar, áfangaheimilis fyrir heimilislausar konur sem koma úr vímuefnameðferð, hefur nú stefnt Dyngjunni og krefst einnar og hálfrar milljóna króna í miskabætur auk sjö milljóna, ógreidd laun sem hún segist eiga inni hjá heimilinu. Eins og Vísir greindi frá í morgun telur stjórn heimilisins fyrirliggjandi að forstöðukonan hafi misnotað úttektarheimildir við innkaup fyrir Dyngjuna og fjármagnað þannig einkaneyslu sína. Steinbergur Finnbogason lögmaður forstöðukonunnar segir að hann hafi í morgun, fyrir hönd hennar, lagt fram stefnu á hendur heimilinu og stjórnarformanni þess Önnu Margréti Kornelíusardóttur, þar sem krafist er „vangoldinna launa og áunnins orlofs auk einnar og hálfrar milljónar króna miskabóta fyrir tilhæfulausar ávirðingar um misferli í starfi.“ Segir heimilið skulda forstöðukonunni rúmlega sjö milljónir króna Þetta er meðal þess sem fram kemur í harðorðri yfirlýsingu sem Steinbergur sendi til fjölmiðla nú í hádeginu. Hann vill meina að frétt Vísis í morgun hafi verið einhliða og dramatísk, en Steinbergur tekur fram að hann vilji með yfirlýsingu sinni leggja lóð sínar á þær vogaskálar að fréttin verði ekki endurflutt á öðrum miðlum. Í yfirlýsingunni segir að eftir „tæplega tíu ára farsælt starf fyrir Dyngjuna var komið að aldurstengdum starfslokum skjólstæðings míns sem forstöðukonu. Hún hafði í gegnum árin oftsinnis frestað því að taka út laun sín að fullu eða að nýta orlofsréttindi sín til þess að koma til móts við hinn viðvarandi lausafjárvanda heimilisins. Við hin fyrirhuguðu starfslok blasti sú staða við að heimilið skuldaði skjólstæðingi mínum ríflega sjö milljónir króna.“ Telur ásakanirnar fram settar til að komast hjá launagreiðslum Steinbergur telur að stjórn heimilisins hafa staðið frammi fyrir þeim vanda að gjaldhæfi þess leyfði ekki slíkt uppgjör. „Samkomulag yrði að nást um mun lægri uppgjörsupphæð ef takast ætti að forða heimilinu frá gjaldþroti. Liður í að skapa stjórninni samningsstöðu hafi verið að sá frækornum efasemda um heiðarleika forstöðukonunnar,“ segir lögmaðurinn og að telur ásakanirnar á hendur skjólstæðings hans megi rekja til þessa. „Öllum ávirðingum um misnotkun á aðstöðu eða notkun debetkorts heimilisins hefur verið svarað af mikilli nákvæmni. Hvert einasta atriði ásakana eða efasemda hefur verið rakið og hrakið fyrir tilstilli afar nákvæms bókhalds, í raun fyrirmyndar heimilisbókhalds, þar sem meira að segja kassakvittunum úr matvöruverslunum og bakaríium hefur verið haldið til haga alla tíð.“ Dómsmál Félagasamtök Málefni heimilislausra Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun telur stjórn heimilisins fyrirliggjandi að forstöðukonan hafi misnotað úttektarheimildir við innkaup fyrir Dyngjuna og fjármagnað þannig einkaneyslu sína. Steinbergur Finnbogason lögmaður forstöðukonunnar segir að hann hafi í morgun, fyrir hönd hennar, lagt fram stefnu á hendur heimilinu og stjórnarformanni þess Önnu Margréti Kornelíusardóttur, þar sem krafist er „vangoldinna launa og áunnins orlofs auk einnar og hálfrar milljónar króna miskabóta fyrir tilhæfulausar ávirðingar um misferli í starfi.“ Segir heimilið skulda forstöðukonunni rúmlega sjö milljónir króna Þetta er meðal þess sem fram kemur í harðorðri yfirlýsingu sem Steinbergur sendi til fjölmiðla nú í hádeginu. Hann vill meina að frétt Vísis í morgun hafi verið einhliða og dramatísk, en Steinbergur tekur fram að hann vilji með yfirlýsingu sinni leggja lóð sínar á þær vogaskálar að fréttin verði ekki endurflutt á öðrum miðlum. Í yfirlýsingunni segir að eftir „tæplega tíu ára farsælt starf fyrir Dyngjuna var komið að aldurstengdum starfslokum skjólstæðings míns sem forstöðukonu. Hún hafði í gegnum árin oftsinnis frestað því að taka út laun sín að fullu eða að nýta orlofsréttindi sín til þess að koma til móts við hinn viðvarandi lausafjárvanda heimilisins. Við hin fyrirhuguðu starfslok blasti sú staða við að heimilið skuldaði skjólstæðingi mínum ríflega sjö milljónir króna.“ Telur ásakanirnar fram settar til að komast hjá launagreiðslum Steinbergur telur að stjórn heimilisins hafa staðið frammi fyrir þeim vanda að gjaldhæfi þess leyfði ekki slíkt uppgjör. „Samkomulag yrði að nást um mun lægri uppgjörsupphæð ef takast ætti að forða heimilinu frá gjaldþroti. Liður í að skapa stjórninni samningsstöðu hafi verið að sá frækornum efasemda um heiðarleika forstöðukonunnar,“ segir lögmaðurinn og að telur ásakanirnar á hendur skjólstæðings hans megi rekja til þessa. „Öllum ávirðingum um misnotkun á aðstöðu eða notkun debetkorts heimilisins hefur verið svarað af mikilli nákvæmni. Hvert einasta atriði ásakana eða efasemda hefur verið rakið og hrakið fyrir tilstilli afar nákvæms bókhalds, í raun fyrirmyndar heimilisbókhalds, þar sem meira að segja kassakvittunum úr matvöruverslunum og bakaríium hefur verið haldið til haga alla tíð.“
Dómsmál Félagasamtök Málefni heimilislausra Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Sjá meira