Sport

Veit ekki hvenær hann snýr aftur: „Ég þarf að laga hluti“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Nadal mun taka sér pásu frá tennisvellinum um hríð.
Nadal mun taka sér pásu frá tennisvellinum um hríð. AELTC/Joe Toth - Pool/Getty Images

Spánverjinn Rafael Nadal féll úr keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í gær. Hann segir líklegt að hann taki sér pásu í kjölfarið.

Hinn 36 ára gamli Spánverji tapaði fyrir heimamanninum Frances Tiafoe í fjórum settum í gær. Kona hans í ólétt og hann kveðst þurfa að sinna persónulega lífinu.

„Ég þarf að fara til baka. Ég þarf að laga hluti, lífið, svo veit ég ekki hvenær ég sný aftur,“ sagði Nadal sem hefur unnið 22 risatitla á ferlinum.

Tap gærdagsins var hans fyrsta á risamóti í ár en þetta var fyrsta mótið sem hann tekur þátt í frá því að hann þurfti að hætta keppni vegna magameiðsla á Wimbledon-mótinu í Bretlandi. Þar var hann kominn í undanúrslit.

„Ég þarf að vera tilbúinn andlega. Þegar mér finnst ég tilbúinn að spila aftur mun ég gera það,“ segir Nadal sem vann bæði Opna franska og Opna ástralska mótið á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×