„Erum svo þakklát þjóðinni“ Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2022 12:31 Vanda Sigurgeirsdóttir ræddi við Vísi á Galgenwaard-leikvanginum í Utrecht, þar sem örlög íslenska kvennalandsliðsins ráðast í kvöld. vísir/Arnar „Þetta er risaskref,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um möguleikann á því að Ísland tryggi sér í kvöld farseðilinn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn. Til þess þarf liðið jafntefli eða sigur gegn Hollandi í Utrecht. „Við höfum verið nálægt þessu og eins og margir vita komist fjórum sinnum í röð á EM. En HM, þá er maður kominn í allan heiminn, og það er erfitt að koma því í orð hversu mikla þýðingu það hefði fyrir okkur,“ segir Vanda. Náist takmarkið í kvöld myndi Ísland spila á stórmóti tvö sumur í röð, því HM er í Eyjaálfu næsta sumar og EM fór fram í Englandi í sumar, ári seinna en ella vegna kórónuveirufaraldursins. „Við fundum stemninguna heima í sumar alla leið til Englands, og að fá annað svona sumar væri bara frábært fyrir okkur öll. Áhuginn og áhorfið, 63% á leikinn gegn Frökkum, við fundum þetta svo vel. Við öll, stjórnin, starfsfólkið og stelpurnar, erum svo þakklát þjóðinni, bæði þeim sem voru á staðnum og þeim sem voru heima, fyrir allan þennan stuðning og áhuga sem við finnum. Þetta var ekki alltaf svona,“ segir Vanda sem sjálf spilaði 37 A-landsleiki fyrir Ísland á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Klippa: Vanda segir umgjörð landsliðanna alltaf að batna Eitt af stóru markmiðunum að bæta aðbúnað landsliða Umgjörðin í kringum íslenska landsliðið verður líklega aldrei eins góð og hjá stærstu þjóðunum en ekki er annað að heyra á leikmönnum en að ánægja sé með hana. Það var þó til að mynda gagnrýnt af öðrum í sumar að Ísland skyldi ekki fá heimaleik í aðdraganda EM, og liðið ferðaðist með áætlunarflugi frá Íslandi í úrslitaleikinn sem fram fer í kvöld. „KSÍ getur alltaf gert betur. Við erum að reyna það. Við virkilega reyndum að fá heimaleik fyrir EM. Ég á afmæli 28. júní og sá það alveg fyrir mér að fá heimaleik á afmælisdaginn til að fólk gæti komið og kvatt liðið. Það bara gekk ekki. Við erum alltaf að bæta umgjörðina en við erum að reka stórt samband og það þarf allt að ganga upp. Við erum að koma upp úr svolítið erfiðum tíma en þetta er stefnan og eitt af mínum stóru markmiðum, að bæta aðbúnaðinn hjá A-landsliðum kvenna og karla, og líka yngri liðunum. Við megum ekki gleyma þeim því að þau taka við seinna meir. Við erum alltaf að gera okkar besta,“ segir Vanda. Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti KSÍ Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
„Við höfum verið nálægt þessu og eins og margir vita komist fjórum sinnum í röð á EM. En HM, þá er maður kominn í allan heiminn, og það er erfitt að koma því í orð hversu mikla þýðingu það hefði fyrir okkur,“ segir Vanda. Náist takmarkið í kvöld myndi Ísland spila á stórmóti tvö sumur í röð, því HM er í Eyjaálfu næsta sumar og EM fór fram í Englandi í sumar, ári seinna en ella vegna kórónuveirufaraldursins. „Við fundum stemninguna heima í sumar alla leið til Englands, og að fá annað svona sumar væri bara frábært fyrir okkur öll. Áhuginn og áhorfið, 63% á leikinn gegn Frökkum, við fundum þetta svo vel. Við öll, stjórnin, starfsfólkið og stelpurnar, erum svo þakklát þjóðinni, bæði þeim sem voru á staðnum og þeim sem voru heima, fyrir allan þennan stuðning og áhuga sem við finnum. Þetta var ekki alltaf svona,“ segir Vanda sem sjálf spilaði 37 A-landsleiki fyrir Ísland á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Klippa: Vanda segir umgjörð landsliðanna alltaf að batna Eitt af stóru markmiðunum að bæta aðbúnað landsliða Umgjörðin í kringum íslenska landsliðið verður líklega aldrei eins góð og hjá stærstu þjóðunum en ekki er annað að heyra á leikmönnum en að ánægja sé með hana. Það var þó til að mynda gagnrýnt af öðrum í sumar að Ísland skyldi ekki fá heimaleik í aðdraganda EM, og liðið ferðaðist með áætlunarflugi frá Íslandi í úrslitaleikinn sem fram fer í kvöld. „KSÍ getur alltaf gert betur. Við erum að reyna það. Við virkilega reyndum að fá heimaleik fyrir EM. Ég á afmæli 28. júní og sá það alveg fyrir mér að fá heimaleik á afmælisdaginn til að fólk gæti komið og kvatt liðið. Það bara gekk ekki. Við erum alltaf að bæta umgjörðina en við erum að reka stórt samband og það þarf allt að ganga upp. Við erum að koma upp úr svolítið erfiðum tíma en þetta er stefnan og eitt af mínum stóru markmiðum, að bæta aðbúnaðinn hjá A-landsliðum kvenna og karla, og líka yngri liðunum. Við megum ekki gleyma þeim því að þau taka við seinna meir. Við erum alltaf að gera okkar besta,“ segir Vanda. Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti KSÍ Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn