Ljósleiðarinn kaupir stofnnet Sýnar á þrjá milljarða króna Árni Sæberg skrifar 5. september 2022 19:37 Erling Freyr Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ljóleiðarans ehf. Aðsend Sýn og Ljósleiðarinn undirrituðu í dag samkomulag einkaviðræður og helstu skilmála samninga sem lúta annars vegar að sölu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans og hins vegar að þjónustusamningi milli aðila til tíu ára. Kaupverðið er þrír milljarðar króna. Samningurinn er gerður með fyrirvara um fjármögnun, niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og að Samkeppniseftirlitið samþykki endanlega kaup- og þjónustusamninga. Miðað er við að endanlegir samningar liggi fyrir eigi síðar en 15. desember næstkomandi, að því er segir í fréttatilkynningu um samkomulagið. Mikilvægt púsl í framtíðarsýn Ljósleiðarans Í fréttatilkynningu er haft eftir Erlingi Frey Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Ljósleiðarans, að Sýn hafi alla tíð verið einn mikilvægasti viðskiptavinur fyrirtækisins. „Með þessu samkomulagi bætist mikilvægt púsl í þá framtíðarsýn sem við Ljósleiðarafólk höfum verið að vinna að um nokkurra ára skeið – að byggja upp nýjan landshring og að treysta tekjurnar af þeirri fjárfestingu,“ er haft eftir honum. Í tengslum við þau áform hafi fyrirtækið þegar kynnt þjónustusamninga við Nova og Farice og samning við utanríkisráðuneytið um afnot af hluta hins svokallaða NATO-strengs umhverfis landið. „Við Ljósleiðarafólk höfum um hríð rætt þörfina á nýjum landshring fjarskipta til að efla fjarskiptaöryggi í landinu, tryggja aðgang sem flestra heimila að ljósleiðaratengingum, vera tilbúin fyrir aukinn gagnaflutning um 5G og farsímakerfi framtíðar, tryggja öruggt farsímasamband meðfram þjóðvegum og síðast en ekki síst að heilbrigð samkeppni ríki á fjarskiptamarkaði,“ er haft eftir Erlingi Frey. Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Sýn Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Samningurinn er gerður með fyrirvara um fjármögnun, niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og að Samkeppniseftirlitið samþykki endanlega kaup- og þjónustusamninga. Miðað er við að endanlegir samningar liggi fyrir eigi síðar en 15. desember næstkomandi, að því er segir í fréttatilkynningu um samkomulagið. Mikilvægt púsl í framtíðarsýn Ljósleiðarans Í fréttatilkynningu er haft eftir Erlingi Frey Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Ljósleiðarans, að Sýn hafi alla tíð verið einn mikilvægasti viðskiptavinur fyrirtækisins. „Með þessu samkomulagi bætist mikilvægt púsl í þá framtíðarsýn sem við Ljósleiðarafólk höfum verið að vinna að um nokkurra ára skeið – að byggja upp nýjan landshring og að treysta tekjurnar af þeirri fjárfestingu,“ er haft eftir honum. Í tengslum við þau áform hafi fyrirtækið þegar kynnt þjónustusamninga við Nova og Farice og samning við utanríkisráðuneytið um afnot af hluta hins svokallaða NATO-strengs umhverfis landið. „Við Ljósleiðarafólk höfum um hríð rætt þörfina á nýjum landshring fjarskipta til að efla fjarskiptaöryggi í landinu, tryggja aðgang sem flestra heimila að ljósleiðaratengingum, vera tilbúin fyrir aukinn gagnaflutning um 5G og farsímakerfi framtíðar, tryggja öruggt farsímasamband meðfram þjóðvegum og síðast en ekki síst að heilbrigð samkeppni ríki á fjarskiptamarkaði,“ er haft eftir Erlingi Frey. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Sýn Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira