Nökkvi Þeyr hefur farið mikinn í sumar og skorað 17 mörk fyrir KA-lið sem situr í öðru sæti Bestu deildarinnar. Ljóst þótti að markametið í efstu deild myndi falla en ekki er nú víst að Nökkvi fái tækifæri til þess að bæta við mörkum fyrir Norðanmenn.
Hjörvar Hafliðason greinir frá því á Twitter-síðu sinni að Nökkvi hafi flogið út til Belgíu í dag og fari í læknisskoðun í Antwerpen síðar í dag.
Félagsskiptaglugginn er enn opinn í Belgíu þrátt fyrir að hafa lokað víðast hvar í Evrópu um mánaðarmótin. Beerschot getur því gengið frá kaupunum strax og þarf ekki að bíða fram í janúar.
Nökkvi Þeyr Þórisson er núna í læknisskoðun í Antwerpen. Hann verður leikmaður Beerschot í belgísku 1. deildinni síðar í dag.
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) September 5, 2022
. pic.twitter.com/okzvGNThQ5