Telur rétt að menningarmálaráðherra rökstyðji skipanina Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. september 2022 15:00 Steinunn Þóra Árnadóttir varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis telur best að menningarmálaráðherra gefi skýringar á af hverju hún ákvað að skipa í stöðu þjóðminjavarðar en ekki auglýsa. Lilja D. Alfreðsdóttir hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að skipa í stöðu þjóðminjavarðar í stað þess að auglýsa. Vísir Varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis og nefndarmaður Vinstri grænna segir að ákveðið hafi verið í nefndinni að kalla eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um skipun í embætti á vegum hins opinbera. Hún segir eðlilegt að menningarmálaráðherra rökstyðji ákvörðun sína um skipan þjóðminjavarðar en ekki hafi verið sérstaklega rætt um það mál. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis átti fund í morgun þar sem teknar voru fyrir skipun embættismanna án auglýsingar. Þetta var m.a. gert í kjölfar þess að menningarmálaráðherra skipaði safnstjóra Listasafns Íslands í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar Skipanin hefur verið gagnrýnd harðlega og hefur hvert félagið á fætur öðru gert alvarlegar athugasemdir við hana. Starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins, Félag þjóðfræðinga og Félag fornleifafræðinga þar á meðal. Fram kom fyrir helgi að formaður Félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. Þá gerði formaður BHM athugasemdir við að að staðan hefði ekki verið auglýst opinberlega sem og aðrar eins og ráðuneytisstjórastöður. Steinunn Þóra Árnadóttir varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð, segir að almennt hafi verið rætt um skipan fólks í embætti í nefndinni í morgun. „Það var ákveðið að kalla eftir frekari gögnum forsætisráðuneytið er að gera samantekt þannig að við fáum aðgang að henni,“ segir Steinunn. Fulltrúi Pírata sagði við fréttastofu fyrir helgi að það þyrfti að fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina. Aðspurð um hvort það hafi verið rætt á þessum fundi svarar Steinunn: „Ekkert slíkt var rætt á þessum fundi,“ segir hún. Aðspurð um hvað henni finnist um skipan menningarmálaráðherra svarar Steinunn: „Ég held að það sé best að ráðherrann svari fyrir það af hverju hún ákvað að fara þessa leið. Það er svigrúm í lögum til þess að skipa fólk í embætti en það er líka í lögum fjallað um það að almennt skulu auglýsa störf. Það fer best á að menningarmálaráðherri rökstyðji af hverju hún vildi fara þessa leið,“ segir Steinunn. Steinunn segir eftir að koma í ljós hvort menningarmálaráðherra verði kölluð fyrir nefndina. „Það verður að koma í ljós í framtíðinni. Ég veit ekki hvað nefndin mun ákveða á síðari stigum,“ segir Steinunn. Steinunn segist ekki hafa upplýsingar um hvenær málið verður næst tekið fyrir í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Deilur um skipun þjóðminjavarðar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11 Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis átti fund í morgun þar sem teknar voru fyrir skipun embættismanna án auglýsingar. Þetta var m.a. gert í kjölfar þess að menningarmálaráðherra skipaði safnstjóra Listasafns Íslands í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar Skipanin hefur verið gagnrýnd harðlega og hefur hvert félagið á fætur öðru gert alvarlegar athugasemdir við hana. Starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins, Félag þjóðfræðinga og Félag fornleifafræðinga þar á meðal. Fram kom fyrir helgi að formaður Félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. Þá gerði formaður BHM athugasemdir við að að staðan hefði ekki verið auglýst opinberlega sem og aðrar eins og ráðuneytisstjórastöður. Steinunn Þóra Árnadóttir varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð, segir að almennt hafi verið rætt um skipan fólks í embætti í nefndinni í morgun. „Það var ákveðið að kalla eftir frekari gögnum forsætisráðuneytið er að gera samantekt þannig að við fáum aðgang að henni,“ segir Steinunn. Fulltrúi Pírata sagði við fréttastofu fyrir helgi að það þyrfti að fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina. Aðspurð um hvort það hafi verið rætt á þessum fundi svarar Steinunn: „Ekkert slíkt var rætt á þessum fundi,“ segir hún. Aðspurð um hvað henni finnist um skipan menningarmálaráðherra svarar Steinunn: „Ég held að það sé best að ráðherrann svari fyrir það af hverju hún ákvað að fara þessa leið. Það er svigrúm í lögum til þess að skipa fólk í embætti en það er líka í lögum fjallað um það að almennt skulu auglýsa störf. Það fer best á að menningarmálaráðherri rökstyðji af hverju hún vildi fara þessa leið,“ segir Steinunn. Steinunn segir eftir að koma í ljós hvort menningarmálaráðherra verði kölluð fyrir nefndina. „Það verður að koma í ljós í framtíðinni. Ég veit ekki hvað nefndin mun ákveða á síðari stigum,“ segir Steinunn. Steinunn segist ekki hafa upplýsingar um hvenær málið verður næst tekið fyrir í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Deilur um skipun þjóðminjavarðar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11 Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11
Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12