„Við erum ekkert verri neytendur eða verri viðskiptavinir“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. september 2022 20:06 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, skorar á olíufélögin og fleiri að bjóða landsbyggðinni upp á sambærileg kjör og höfuðborgarbúar njóta. Gríðarlegt óréttlæti felst í þvi að eldsneytisverð sé umtalsvert hærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness. Hann skorar á olíufélögin að sýna landsbyggðinni virðingu og bjóða sambærileg kjör alls staðar, en landsbyggðin hafi þurft að þola að margt annað sé talsvert dýrara sökum fákeppni. Verð á bensínlítranum fór á dögunum undir 300 krónur hjá Costco og er lægsta verð hjá öðrum bensínstöðvum tæplega 302 krónur. Lítrinn fór fyrst yfir 300 krónur í mars og í júní var hann víða kominn yfir 350 krónur. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda fagnaði því í hádegisfréttum í gær að félögin virðast farin að taka við sér og lækka verð en það hafi verið löngu tímabært. Verðið er hagstæðast á nokkrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri en annars staðar á landinu er verðið umtalsvert hærra. Lægsta verðið á suðvesturhorninu er 313 krónur, 314 krónur á Vesturlandi, rúmar 323 krónur á Vestfjörðum, og 325 krónur á Suður- og Austurlandi samkvæmt verðkönnun GSMbensín. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands og verkalýðsfélags Akraness, segir þetta skjóta skökku við. „Í þessu er bara fólgið mikið óréttlæti gagnvart fólki sem býr úti á landi og við erum ekkert verri neytendur eða verri viðskiptavinir heldur en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Vilhjálmur. Fákeppni frekar en flutningskostnaður sem skýri líklega muninn Á Akranesi kosti um 1200 krónum meira að fylla 55 lítra bensíntank miðað við lægsta verð á höfuðborgarsvæðinu hjá N1. Hann tekur sem dæmi að ef fjölskylda sem ferðast mikið þurfi að fylla tankinn þrisvar í mánuði þurfi laun þeirra að vera um sex þúsund krónum hærri til að ráðstöfunartekjur geti svarað þeim kostnaði. „Mér finnst þetta bara sláandi munur og hvernig er verið að koma fram við landsbyggðina,“ segir Vilhjálmur. Hann telur ólíklegt að aukinn flutningskostnaður sé skýringin, verð á lítrann sé til að mynda um tíu krónum lægra á Borgarnesi heldur en á Akranesi. „Það er alla vega ljóst að ef það er hægt að bjóða upp á lægra bensínverð í Borgarnesi þá er lengra til Borgarness en upp á Akranes. Þannig þau rök halda ekki , ég held að þetta sé fyrst og fremst út af þeirri fákeppni sem ríkir á olíumarkaðinum,“ segir Vilhjálmur. Þá sé ekki ómögulegt að bjóða lægra verð þó flutningskostnaður spili inn í en hann vísar til þess að Bónus hafi ákveðið að bjóða sambærilegt verð alls staðar á landinu. Vilhjálmur skorar á olíufélögin að gera slíkt hið sama en hærra eldsneytisverð sé ekki það eina sem landsbyggðin þurfi að þola. „Við höfum þurft að þola það úti á landsbyggðinni að það er margt dýrara sökum fákeppni þannig að við erum bara að reyna að vekja athygli á þessu og skorum bara á alla aðila að sýna landsbyggðinni þá virðingu að bjóða sambærileg kjör,“ segir hann. Neytendur Verðlag Bensín og olía Akranes Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Verð á bensínlítranum fór á dögunum undir 300 krónur hjá Costco og er lægsta verð hjá öðrum bensínstöðvum tæplega 302 krónur. Lítrinn fór fyrst yfir 300 krónur í mars og í júní var hann víða kominn yfir 350 krónur. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda fagnaði því í hádegisfréttum í gær að félögin virðast farin að taka við sér og lækka verð en það hafi verið löngu tímabært. Verðið er hagstæðast á nokkrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri en annars staðar á landinu er verðið umtalsvert hærra. Lægsta verðið á suðvesturhorninu er 313 krónur, 314 krónur á Vesturlandi, rúmar 323 krónur á Vestfjörðum, og 325 krónur á Suður- og Austurlandi samkvæmt verðkönnun GSMbensín. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands og verkalýðsfélags Akraness, segir þetta skjóta skökku við. „Í þessu er bara fólgið mikið óréttlæti gagnvart fólki sem býr úti á landi og við erum ekkert verri neytendur eða verri viðskiptavinir heldur en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Vilhjálmur. Fákeppni frekar en flutningskostnaður sem skýri líklega muninn Á Akranesi kosti um 1200 krónum meira að fylla 55 lítra bensíntank miðað við lægsta verð á höfuðborgarsvæðinu hjá N1. Hann tekur sem dæmi að ef fjölskylda sem ferðast mikið þurfi að fylla tankinn þrisvar í mánuði þurfi laun þeirra að vera um sex þúsund krónum hærri til að ráðstöfunartekjur geti svarað þeim kostnaði. „Mér finnst þetta bara sláandi munur og hvernig er verið að koma fram við landsbyggðina,“ segir Vilhjálmur. Hann telur ólíklegt að aukinn flutningskostnaður sé skýringin, verð á lítrann sé til að mynda um tíu krónum lægra á Borgarnesi heldur en á Akranesi. „Það er alla vega ljóst að ef það er hægt að bjóða upp á lægra bensínverð í Borgarnesi þá er lengra til Borgarness en upp á Akranes. Þannig þau rök halda ekki , ég held að þetta sé fyrst og fremst út af þeirri fákeppni sem ríkir á olíumarkaðinum,“ segir Vilhjálmur. Þá sé ekki ómögulegt að bjóða lægra verð þó flutningskostnaður spili inn í en hann vísar til þess að Bónus hafi ákveðið að bjóða sambærilegt verð alls staðar á landinu. Vilhjálmur skorar á olíufélögin að gera slíkt hið sama en hærra eldsneytisverð sé ekki það eina sem landsbyggðin þurfi að þola. „Við höfum þurft að þola það úti á landsbyggðinni að það er margt dýrara sökum fákeppni þannig að við erum bara að reyna að vekja athygli á þessu og skorum bara á alla aðila að sýna landsbyggðinni þá virðingu að bjóða sambærileg kjör,“ segir hann.
Neytendur Verðlag Bensín og olía Akranes Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira