„Það væri draumur að rætast“ Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2022 21:46 Berglind Björg Þorvaldsdóttir og stöllur fagna einu af sex mörkum Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á föstudag í sigrinum sem kom Íslandi á topp síns riðils, og í kjörstöðu fyrir leikinn gegn Hollandi á þriðjudag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. Íslensku stelpurnar voru allar með á æfingunni í dag og voru nokkrir heimamenn, ungir sem aldnir, mættir til að fylgjast með ásamt íslensku fjölmiðlafólki. Ísland tapaði 2-0 fyrir Hollandi fyrr í undankeppni HM, á Laugardalsvelli, en dugar jafntefli á þriðjudaginn til að enda efst í riðlinum þar sem að Hollendingar hafa gert tvö jafntefli við Tékka í keppninni. „Við eigum eftir að fara aðeins betur yfir hollenska liðið núna. Það er ár síðan að við mættum þeim síðast. En þær eru náttúrulega bara gríðarlega öflugt lið, bæði varnarlega og sóknarlega, svo við þurfum að eiga toppleik á þriðjudaginn,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji landsliðsins. Klippa: Berglind á æfingu í Hollandi Hollendingar, sem unnu silfur á síðasta HM, ráku þjálfarann sinn eftir að hafa „aðeins“ náð í 8-liða úrslit á EM í sumar. Nýr þjálfari liðsins, Andries Jonker, hefur því haft takmarkaðan tíma til að móta sitt lið: „Maður veit aldrei hvað þjálfarinn þeirra leggur upp með og við þurfum bara að fókusa á okkar leik og gera okkar besta,“ segir Berglind sem veit að sín bíður allt annað hlutverk en í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn: „Jú, klárlega. Ég býst við að við verðum ekki með mikinn tíma með boltann fram á við, en við þurfum bara að nýta skyndisóknir og aðrar sóknir okkar vel. Vonandi skilar það sér.“ Ísland hefur fjórum sinnum komist í lokakeppni EM en hefur aldrei verið eins nálægt því að fá að keppa við þær bestu í heimi, á sjálfu heimsmeistaramótinu, eins og nú: „Það væri draumur að rætast. Það er eiginlega ótrúlegt að það sé komið að þessum leik. Maður er búinn að bíða eftir honum í smátíma núna. Það er frábært að það sé komið að honum og við erum allar gríðarlega spenntar,“ segir Berglind. Ísland og Holland mætast á þriðjudagskvöld í Utrecht í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í umspil. Vísir er á staðnum og flytur fréttir heim af stelpunum okkar. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Hollendingar hituðu upp fyrir leikinn gegn Íslandi með sigri Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 2-1 sigur gegn því skoska í vináttulandsleik í kvöld. Hollendingar mæta íslensku stelpunum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. 2. september 2022 20:00 „Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41 Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Íslensku stelpurnar voru allar með á æfingunni í dag og voru nokkrir heimamenn, ungir sem aldnir, mættir til að fylgjast með ásamt íslensku fjölmiðlafólki. Ísland tapaði 2-0 fyrir Hollandi fyrr í undankeppni HM, á Laugardalsvelli, en dugar jafntefli á þriðjudaginn til að enda efst í riðlinum þar sem að Hollendingar hafa gert tvö jafntefli við Tékka í keppninni. „Við eigum eftir að fara aðeins betur yfir hollenska liðið núna. Það er ár síðan að við mættum þeim síðast. En þær eru náttúrulega bara gríðarlega öflugt lið, bæði varnarlega og sóknarlega, svo við þurfum að eiga toppleik á þriðjudaginn,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji landsliðsins. Klippa: Berglind á æfingu í Hollandi Hollendingar, sem unnu silfur á síðasta HM, ráku þjálfarann sinn eftir að hafa „aðeins“ náð í 8-liða úrslit á EM í sumar. Nýr þjálfari liðsins, Andries Jonker, hefur því haft takmarkaðan tíma til að móta sitt lið: „Maður veit aldrei hvað þjálfarinn þeirra leggur upp með og við þurfum bara að fókusa á okkar leik og gera okkar besta,“ segir Berglind sem veit að sín bíður allt annað hlutverk en í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn: „Jú, klárlega. Ég býst við að við verðum ekki með mikinn tíma með boltann fram á við, en við þurfum bara að nýta skyndisóknir og aðrar sóknir okkar vel. Vonandi skilar það sér.“ Ísland hefur fjórum sinnum komist í lokakeppni EM en hefur aldrei verið eins nálægt því að fá að keppa við þær bestu í heimi, á sjálfu heimsmeistaramótinu, eins og nú: „Það væri draumur að rætast. Það er eiginlega ótrúlegt að það sé komið að þessum leik. Maður er búinn að bíða eftir honum í smátíma núna. Það er frábært að það sé komið að honum og við erum allar gríðarlega spenntar,“ segir Berglind. Ísland og Holland mætast á þriðjudagskvöld í Utrecht í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í umspil. Vísir er á staðnum og flytur fréttir heim af stelpunum okkar.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Hollendingar hituðu upp fyrir leikinn gegn Íslandi með sigri Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 2-1 sigur gegn því skoska í vináttulandsleik í kvöld. Hollendingar mæta íslensku stelpunum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. 2. september 2022 20:00 „Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41 Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00
Hollendingar hituðu upp fyrir leikinn gegn Íslandi með sigri Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 2-1 sigur gegn því skoska í vináttulandsleik í kvöld. Hollendingar mæta íslensku stelpunum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. 2. september 2022 20:00
„Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41
Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50