Erfitt að gagnrýna menn fyrir að klúðra vítaspyrnu Smári Jökull Jónsson skrifar 4. september 2022 16:35 Eiður Smári þungt hugsi. Vísir/Hulda Margrét „Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum. „Við megum ekki hengja haus. Það eru fjórir dagar síðan við vorum í skýjunum og svo erum við svekktir í dag. Við höldum hreinu í þriðja sinn í röð í deildinni sem er jákvætt,“ bætti Eiður Smári við en FH tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudag eftir dramatískan leik gegn KA. Þeir eru hins vegar enn í bullandi fallbaráttu í Bestu deildinni. FH byrjaði leikinn ekki vel í dag og Leiknismenn voru mun sprækari aðilinn í upphafi. FH vann sig þó inn í leikinn þegar á leið en leikur Hafnfirðinga náði aldrei neinum sérstökum hæðum í dag. „Það vantaði aðeins orku, hvort það var smá þreyta eða hvað. Það tók okkur góðan hálftíma að koma okkur inn í leikinn en við áttum fínustu kafla og nokkur þokkaleg færi. Eitt stig, við tökum það með okkur.“ Sóknarlega voru FH-ingar bitlausir lengi vel og lítill hraði í þeirra leik. „Það vantaði í raun aðeins meiri ákefð. Við vorum í ágætum stöðum en af því að ákefðin var ekki næg þá nýttum við þær stöður ekki nógu vel. Það er alveg eðlilegt eftir að adrenalínið er búið að fara upp í vikunni þá vill maður upplifa þá stemmningu aftur og það er erfitt að finna hana.“ „Ég hef alveg skilning á því að það hafi verið smá slen í okkur en þegar leið á leikinn þá stigum við meira og meira upp. Auðvitað er það svekkjandi að hafa ekki klárað þetta.“ Steven Lennon misnotaði fyrri vítaspyrnu FH í dag en hann klikkaði einnig á vítapunktinum í leiknum gegn KA á fimmtudag. „Ég þekki ekki þessa tilfinningu, sem betur fer,“ sagði Eiður Smári glottandi. „Ég á rosalega erfitt með að gagnrýna menn fyrir einhver einstaklingsmistök eða að misnota vítaspyrnu því það eru allir að gera þetta af einlægni. Það er enginn sem ætlar sér að klúðra á einhverjum svona augnablikum.“ „Ég horfi ekki svo mikið á það, ég horfi miklu frekar á hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við náðum smám saman að bæta okkar leik og setja pressu á Leiknismenn. Það er margt sem ég er ánægður með og margt sem ég er svekktur yfir,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir R.-FH 0-0 | Viktor Freyr hetja Leiknis er hann varði vítaspyrnu í uppbótartíma Leiknir Reykjavík og FH gerðu markalaust jafntefli í sannkölluðum sex stiga fallslag í Bestu deild karla í dag. Gestirnir úr Hafnafirði brenndu af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Þá fyrri setti Steven Lennon í slánna og þá síðari, á síðustu mínútu uppbótartíma varrði Viktor Freyr Sigurðsson frá Birni Daníel Sverrissyni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. september 2022 15:55 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
„Við megum ekki hengja haus. Það eru fjórir dagar síðan við vorum í skýjunum og svo erum við svekktir í dag. Við höldum hreinu í þriðja sinn í röð í deildinni sem er jákvætt,“ bætti Eiður Smári við en FH tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudag eftir dramatískan leik gegn KA. Þeir eru hins vegar enn í bullandi fallbaráttu í Bestu deildinni. FH byrjaði leikinn ekki vel í dag og Leiknismenn voru mun sprækari aðilinn í upphafi. FH vann sig þó inn í leikinn þegar á leið en leikur Hafnfirðinga náði aldrei neinum sérstökum hæðum í dag. „Það vantaði aðeins orku, hvort það var smá þreyta eða hvað. Það tók okkur góðan hálftíma að koma okkur inn í leikinn en við áttum fínustu kafla og nokkur þokkaleg færi. Eitt stig, við tökum það með okkur.“ Sóknarlega voru FH-ingar bitlausir lengi vel og lítill hraði í þeirra leik. „Það vantaði í raun aðeins meiri ákefð. Við vorum í ágætum stöðum en af því að ákefðin var ekki næg þá nýttum við þær stöður ekki nógu vel. Það er alveg eðlilegt eftir að adrenalínið er búið að fara upp í vikunni þá vill maður upplifa þá stemmningu aftur og það er erfitt að finna hana.“ „Ég hef alveg skilning á því að það hafi verið smá slen í okkur en þegar leið á leikinn þá stigum við meira og meira upp. Auðvitað er það svekkjandi að hafa ekki klárað þetta.“ Steven Lennon misnotaði fyrri vítaspyrnu FH í dag en hann klikkaði einnig á vítapunktinum í leiknum gegn KA á fimmtudag. „Ég þekki ekki þessa tilfinningu, sem betur fer,“ sagði Eiður Smári glottandi. „Ég á rosalega erfitt með að gagnrýna menn fyrir einhver einstaklingsmistök eða að misnota vítaspyrnu því það eru allir að gera þetta af einlægni. Það er enginn sem ætlar sér að klúðra á einhverjum svona augnablikum.“ „Ég horfi ekki svo mikið á það, ég horfi miklu frekar á hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við náðum smám saman að bæta okkar leik og setja pressu á Leiknismenn. Það er margt sem ég er ánægður með og margt sem ég er svekktur yfir,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir R.-FH 0-0 | Viktor Freyr hetja Leiknis er hann varði vítaspyrnu í uppbótartíma Leiknir Reykjavík og FH gerðu markalaust jafntefli í sannkölluðum sex stiga fallslag í Bestu deild karla í dag. Gestirnir úr Hafnafirði brenndu af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Þá fyrri setti Steven Lennon í slánna og þá síðari, á síðustu mínútu uppbótartíma varrði Viktor Freyr Sigurðsson frá Birni Daníel Sverrissyni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. september 2022 15:55 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Leik lokið: Leiknir R.-FH 0-0 | Viktor Freyr hetja Leiknis er hann varði vítaspyrnu í uppbótartíma Leiknir Reykjavík og FH gerðu markalaust jafntefli í sannkölluðum sex stiga fallslag í Bestu deild karla í dag. Gestirnir úr Hafnafirði brenndu af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Þá fyrri setti Steven Lennon í slánna og þá síðari, á síðustu mínútu uppbótartíma varrði Viktor Freyr Sigurðsson frá Birni Daníel Sverrissyni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. september 2022 15:55
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti