Vígðu fyrsta heimagerða flugmóðurskipið Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2022 17:16 INS Vikrant, við sjóprufanir í ágúst. AP/Sjóher Indlands Indverjar vígðu í dag fyrsta heimabyggða flugmóðurskip ríkisins. INS Vikrant er eitt af tveimur starfræktum flugmóðurskipum Indverja en ráðamenn í Indlandi vilja auka mátt flota ríkisins og auka skipasmíðagetu Indlands til að sporna gegn auknum umsvifum Kína. AP fréttaveitan hefur eftir Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að um mikilvægan og sögulegan áfanga sér að ræða þar sem Indland sé nú eitt fárra ríkja heimsins sem framleiði eigin flugmóðurskip. Þá segir varnarmálaráðuneyti Indlands að rúmlega 75 prósent allra þeirra aðfanga og hluta sem þurftu til að smíða skipið hafi verið keypt innanlands. Smíði skipsins tók sex árum lengur en upprunalega var talið og fór kostnaður einnig mikið fram úr áætlunum. Vonast er til þess að skipið verði fullklárað fyrir árslok 2023. Flugmóðurskipið er 262 metra langt, þróað af indverska flotanum og byggt í suðurhluta landsins. Það er stærsta herskip sem smíðað hefur verið í Indlandi og getur borið allt að 1.600 manns í áhöfn og þrjátíu orrustuþotur og þyrlur. Fyrir eiga Indverjar flugmóðurskipið INS Vikramaditya sem keypt var af Rússum árið 2004. Indverskir sjóliðar í myndatöku á flugdekki flugmóðurskipsins.AP/Prakash Elamakkara Indverjar ætla í fyrstu að hafa MiG-29K orrustuþotur um borð í flugmóðurskipinu en samkvæmt AP stendur til að kaupa Rafale-M þotur frá Frakklandi og F/A-18 Block III Super Hornet orrustuþotur frá Bandaríkjunum. Modi sagði í dag að indverska ríkið ætlaði að næstu árum að auka fjárútlát til sjóhersins töluvert. Það er að miklu leyti rekið til aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi og Indlandshafi. Sjóher Kína hefur staðið í nútímavæðingu um árabil og hafa forsvarsmenn hans unnið hörðum höndum að því að gera kínverska flotanum kleift að starfa lengra og lengra frá meginlandi Kína. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að kínverska flotann samanstanda af 355 skipum, þar á meðal kafbátum, og stefnt sé að því að árið 2025 verði skipin 420 og 460 árið 2030. Indverski flotinn samanstendur af tveimur flugmóðurskipum, tíu tundurspillum, tólf freigátum og tuttugu smærri skipum. Indland Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að um mikilvægan og sögulegan áfanga sér að ræða þar sem Indland sé nú eitt fárra ríkja heimsins sem framleiði eigin flugmóðurskip. Þá segir varnarmálaráðuneyti Indlands að rúmlega 75 prósent allra þeirra aðfanga og hluta sem þurftu til að smíða skipið hafi verið keypt innanlands. Smíði skipsins tók sex árum lengur en upprunalega var talið og fór kostnaður einnig mikið fram úr áætlunum. Vonast er til þess að skipið verði fullklárað fyrir árslok 2023. Flugmóðurskipið er 262 metra langt, þróað af indverska flotanum og byggt í suðurhluta landsins. Það er stærsta herskip sem smíðað hefur verið í Indlandi og getur borið allt að 1.600 manns í áhöfn og þrjátíu orrustuþotur og þyrlur. Fyrir eiga Indverjar flugmóðurskipið INS Vikramaditya sem keypt var af Rússum árið 2004. Indverskir sjóliðar í myndatöku á flugdekki flugmóðurskipsins.AP/Prakash Elamakkara Indverjar ætla í fyrstu að hafa MiG-29K orrustuþotur um borð í flugmóðurskipinu en samkvæmt AP stendur til að kaupa Rafale-M þotur frá Frakklandi og F/A-18 Block III Super Hornet orrustuþotur frá Bandaríkjunum. Modi sagði í dag að indverska ríkið ætlaði að næstu árum að auka fjárútlát til sjóhersins töluvert. Það er að miklu leyti rekið til aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi og Indlandshafi. Sjóher Kína hefur staðið í nútímavæðingu um árabil og hafa forsvarsmenn hans unnið hörðum höndum að því að gera kínverska flotanum kleift að starfa lengra og lengra frá meginlandi Kína. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að kínverska flotann samanstanda af 355 skipum, þar á meðal kafbátum, og stefnt sé að því að árið 2025 verði skipin 420 og 460 árið 2030. Indverski flotinn samanstendur af tveimur flugmóðurskipum, tíu tundurspillum, tólf freigátum og tuttugu smærri skipum.
Indland Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Sjá meira