Í tilkynningu segir að Guðrún muni sem forseti GLW leiða stefnumörkun samtakanna, vera talsmaður þeirra og annast samskipti við leyfishafa um allan heim.
„Guðrún var kosin í stjórn Gray Line Worldwide árið 2013 og hefur setið þar síðan. Samtökin voru stofnuð 1910 og standa að þeim tæplega 100 fyrirtæki í skoðunarferðum víða um heim.
Skrifstofa GLW er í Bandaríkjunum, þar sem haldið er utan um leyfismál, markaðsmál, fjármál og vefsíðu sem hægt er að skoða á alls 132 tungumálum til að panta ferðir um allan heim, þar á meðal á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.