„Þær tóku mjög stórt pláss í liðinu“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 13:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af landsleikjunum vegna meiðsla en Hallbera Guðný Gísladóttir er hætt í fótbolta. VÍSIR/VILHELM Ljóst er að Þorsteinn Halldórsson getur ekki stólað á sama byrjunarlið og á EM þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag, í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Hallbera Guðný Gísladóttir, sem sá um stöðu vinstri bakvarðar í 14 ár og lék 131 A-landsleik, er hætt og þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Agla María Albertsdóttir eru meiddar. Vísir spurði leikmenn íslenska liðsins út í þessi forföll í vikunni, fyrir leikina við Hvít-Rússa og Hollendinga sem skera úr um hvort Ísland komist beint á HM. „Auðvitað breytir það einhverju að vera ekki með þær í liðinu. Þær tóku mjög stórt pláss í liðinu. En við erum með breiðan og góðan hóp og það koma leikmenn inn í staðinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði. Búin að búa til stóran hóp „Ég myndi segja að við værum búin að vera að búa til frekar stóran hóp, þannig að við séum undirbúin fyrir að það geti komið enhver forföll, því það gerist alltaf,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir og bætti við: „Klárlega munum við sakna þeirra sem eru ekki hérna núna en að sama skapi erum við með flottan hóp. Þær sem fá þessi hlutverk þeirra sem hafa verið að detta út, ég er viss um að þær muni stíga upp og standa sig frábærlega.“ Alexandra Jóhannsdóttir gæti fengið tækifæri á miðjunni í leikjunum og saknar sérstaklega góðvinkonu sinnar Karólínu. „Já, auðvitað. Hallbera er búin að vera hérna í ég veit ekki hvað mörg ár, og Karólína er líka ótrúlega mikilvæg fyrir liðið innan vallar sem utan. En það kemur maður í manns stað og við erum ekkert með verri leikmenn sem koma inn. En auðvitað er svakalegur missir að missa þær,“ sagði Alexandra. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31 Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45 Hallbera Guðný hætt: „Frá mínum dýpstu hjartarótum TAKK FYRIR MIG.“ Hallbera Guðný Gísladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar síðasti landsleikur var því 1-1 jafnteflið gegn Frakklandi í kvöld en hún staðfesti þetta sjálf á samfélagsmiðlum eftir leik. 18. júlí 2022 23:55 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir, sem sá um stöðu vinstri bakvarðar í 14 ár og lék 131 A-landsleik, er hætt og þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Agla María Albertsdóttir eru meiddar. Vísir spurði leikmenn íslenska liðsins út í þessi forföll í vikunni, fyrir leikina við Hvít-Rússa og Hollendinga sem skera úr um hvort Ísland komist beint á HM. „Auðvitað breytir það einhverju að vera ekki með þær í liðinu. Þær tóku mjög stórt pláss í liðinu. En við erum með breiðan og góðan hóp og það koma leikmenn inn í staðinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði. Búin að búa til stóran hóp „Ég myndi segja að við værum búin að vera að búa til frekar stóran hóp, þannig að við séum undirbúin fyrir að það geti komið enhver forföll, því það gerist alltaf,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir og bætti við: „Klárlega munum við sakna þeirra sem eru ekki hérna núna en að sama skapi erum við með flottan hóp. Þær sem fá þessi hlutverk þeirra sem hafa verið að detta út, ég er viss um að þær muni stíga upp og standa sig frábærlega.“ Alexandra Jóhannsdóttir gæti fengið tækifæri á miðjunni í leikjunum og saknar sérstaklega góðvinkonu sinnar Karólínu. „Já, auðvitað. Hallbera er búin að vera hérna í ég veit ekki hvað mörg ár, og Karólína er líka ótrúlega mikilvæg fyrir liðið innan vallar sem utan. En það kemur maður í manns stað og við erum ekkert með verri leikmenn sem koma inn. En auðvitað er svakalegur missir að missa þær,“ sagði Alexandra. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31 Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45 Hallbera Guðný hætt: „Frá mínum dýpstu hjartarótum TAKK FYRIR MIG.“ Hallbera Guðný Gísladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar síðasti landsleikur var því 1-1 jafnteflið gegn Frakklandi í kvöld en hún staðfesti þetta sjálf á samfélagsmiðlum eftir leik. 18. júlí 2022 23:55 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31
Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45
Hallbera Guðný hætt: „Frá mínum dýpstu hjartarótum TAKK FYRIR MIG.“ Hallbera Guðný Gísladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar síðasti landsleikur var því 1-1 jafnteflið gegn Frakklandi í kvöld en hún staðfesti þetta sjálf á samfélagsmiðlum eftir leik. 18. júlí 2022 23:55
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn