„Þeirra leikur er svolítið villtur“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 15:00 Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu báðar gegn Hvíta-Rússlandi þegar liðin mættust í apríl. VÍSIR/VILHELM Þó að Ísland hafi unnið 5-0 stórsigur gegn Hvíta-Rússlandi í apríl, í leik sem fór fram í Belgrad, býr íslenska landsliðið sig undir erfiða rimmu á Laugardalsvelli í dag í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Hvít-Rússar sýndu hvað í þeirra lið er spunnið með 2-1 sigri gegn Tékklandi í júní. Tékkar hafa til að mynda gert jafntefli í báðum leikjum sínum gegn Hollendingum, liðið sem Ísland berst við um efsta sætið í riðlinum. Hvít-rússneska liðið er því að mati Þorsteins Halldórssonar sýnd veiði en alls ekki gefin: „Þær eru duglegar og þeirra fremstu menn hlaupa mikið og pressa. Við þurfum að vera tilbúin í smá átök á móti þeim. Þær voru grimmar á móti okkur í fyrri leiknum fyrstu tíu mínúturnar, en eftir að við skoruðum gáfu þær svolítið eftir. Við skoruðum þrjú mörk úr föstum leikatriðum í fyrri leiknum gegn þeim og þurfum að nýta það aftur [í dag]. Nýta okkar styrkleika og vera tilbúin í alvöru bardaga. Þær voru grimmar á móti Tékklandi og mjög skeinuhættar,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi í gær og vildi ekki gera of mikið úr 5-0 sigrinum í apríl. „Þær eru með senter sem að hleypur endalaust og er hættuleg því hún er að allan leikinn. Þeirra leikur er svolítið villtur á köflum. Villtar í pressu. Tékkarnir áttu í vandræðum með það og við þurfum að vera tilbúnar í það frá fyrstu mínútu. Við þurfum að sýna þeim að þær koma ekkert hingað til að fá nokkuð gefins, en umfram allt að spila á okkar styrkleikum,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um Hvít-Rússana Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Hvít-Rússar sýndu hvað í þeirra lið er spunnið með 2-1 sigri gegn Tékklandi í júní. Tékkar hafa til að mynda gert jafntefli í báðum leikjum sínum gegn Hollendingum, liðið sem Ísland berst við um efsta sætið í riðlinum. Hvít-rússneska liðið er því að mati Þorsteins Halldórssonar sýnd veiði en alls ekki gefin: „Þær eru duglegar og þeirra fremstu menn hlaupa mikið og pressa. Við þurfum að vera tilbúin í smá átök á móti þeim. Þær voru grimmar á móti okkur í fyrri leiknum fyrstu tíu mínúturnar, en eftir að við skoruðum gáfu þær svolítið eftir. Við skoruðum þrjú mörk úr föstum leikatriðum í fyrri leiknum gegn þeim og þurfum að nýta það aftur [í dag]. Nýta okkar styrkleika og vera tilbúin í alvöru bardaga. Þær voru grimmar á móti Tékklandi og mjög skeinuhættar,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi í gær og vildi ekki gera of mikið úr 5-0 sigrinum í apríl. „Þær eru með senter sem að hleypur endalaust og er hættuleg því hún er að allan leikinn. Þeirra leikur er svolítið villtur á köflum. Villtar í pressu. Tékkarnir áttu í vandræðum með það og við þurfum að vera tilbúnar í það frá fyrstu mínútu. Við þurfum að sýna þeim að þær koma ekkert hingað til að fá nokkuð gefins, en umfram allt að spila á okkar styrkleikum,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um Hvít-Rússana Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira