„Virkar á mig eins og Margrét Lára“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 11:00 Amanda Andradóttir kom við sögu í lokaleik Íslands á EM í sumar. Sérfræðingar Bestu markanna telja hana vel til þess fallna að fylla í skarðið sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem hér er með Amöndu á mynd, skilur eftir sig vegna meiðsla. Getty/Alex Livesey Sérfræðingar Bestu markanna telja að hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir eigi að fá sæti í byrjunarliði Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag, í leiknum mikilvæga í undankeppni HM. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Amanda, sem spilar undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í Svíþjóð, nú þegar leikið sjö A-landsleiki, þar af tvo í byrjunarliði. Hún lék meðal annars tíu mínútur á EM í júlí, í lokaleiknum gegn Frökkum, og þótti standa sig vel. „Ég held að þetta sé tíminn til að sjá hversu langt Amanda er komin,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en þær Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir stilltu báðar Amöndu upp í sinni hugmynd að byrjunarliði, í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport. „Amanda kom frábærlega inn, fannst mér, á móti Frökkum. Hún þorir og virkar á mann eins og hún sé alveg tilbúin. Hún virkar pínu á mig eins og Margrét Lára. Þá á ég við kjarkinn og fleira,“ segir Helena Ólafsdóttir þáttastjórnandi. Byrjunarliðið sem Ásgerður Stefanía, eða Adda, myndi velja. Bára: Með eiginleika sem vantar inn á miðjuna „Ég hef ekki mikið séð hana, bara aðeins í Svíþjóð og þessar fáu mínútur sem hún hefur fengið með landsliðinu, en maður sér að hún er með fótboltaheila. Hún er með miklar pælingar, ofboðslega mikla tækni, og ég held að hennar besta staða sé 10-staðan. Í mínu byrjunarliði leitar hún inn af kantinum og Gunnhildur fer í hornhlaupin,“ segir Ásgerður og Bára tekur undir: „Hún er með ótrúlega mikinn leikskilning þrátt fyrir að hún sé ung. Hún sér skýrar sendingarlínur og svæði vel, er góð að halda boltanum og fiskar fullt af aukaspyrnum. Stundum tekur hún föstu leikatriðin líka,“ segir Bára sem telur Amöndu nauðsynlega til að fylla í skarðið sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skilur eftir sig. Byrjunarliðið sem Bára myndi stóla á. „Mér finnst ótrúlega margir eiginleikar í henni svipaðir og hjá Karólínu, þó að þær séu svo ekkert endilega líkir leikmenn. Þetta eru eiginleikar sem mér finnst vanta inn á miðjuna. Svo myndi ég vilja hafa „sprengjurnar“ úti á köntunum, Sveindísi og Svövu, til þess að negla í gegnum línuna og fá þessar sendingar í gegn,“ segir Bára. Telja að Hlín komi beint inn í byrjunarliðið Sérfræðingarnir telja hins vegar að Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari muni hafa Amöndu á bekknum og að hann setji Hlín Eiríksdóttur, sem var ekki valin í EM-hópinn í sumar, á hægri kantinn. Líklegt byrjunarlið Íslands í kvöld að mati Bestu markanna. „Það eina sem mér finnst vera alvöru spurningamerki er hvort Áslaug Munda sé heil og geti spilað. Ef ekki þá held ég að hann setji Elísu í vinstri bakvörðinn. Hlín er líka spurningamerki en að sama skapi ertu búin að missa Karólínu, sem var fyrsti kostur þarna inn, og Öglu Maríu sem var leikmaður númer tvö þarna inn,“ segir Bára sem telur að Hlín myndi spjara sig vel á hægri kantinum: „Þú ert að taka eldheitan kantmann beint frá Svíþjóð sem er búinn að standa sig mjög vel þar og á fullt af landsleikjum. Mér finnst ekkert því til fyrirstöðu að hún starti en svo er Svava Rós þarna líka. Í báðum tilvikum þarf hann að færa Sveindísi yfir vinstra megin.“ Klippa: Bestu mörkin - Umræða um líklegt byrjunarlið Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Fótbolti Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Amanda, sem spilar undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í Svíþjóð, nú þegar leikið sjö A-landsleiki, þar af tvo í byrjunarliði. Hún lék meðal annars tíu mínútur á EM í júlí, í lokaleiknum gegn Frökkum, og þótti standa sig vel. „Ég held að þetta sé tíminn til að sjá hversu langt Amanda er komin,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en þær Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir stilltu báðar Amöndu upp í sinni hugmynd að byrjunarliði, í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport. „Amanda kom frábærlega inn, fannst mér, á móti Frökkum. Hún þorir og virkar á mann eins og hún sé alveg tilbúin. Hún virkar pínu á mig eins og Margrét Lára. Þá á ég við kjarkinn og fleira,“ segir Helena Ólafsdóttir þáttastjórnandi. Byrjunarliðið sem Ásgerður Stefanía, eða Adda, myndi velja. Bára: Með eiginleika sem vantar inn á miðjuna „Ég hef ekki mikið séð hana, bara aðeins í Svíþjóð og þessar fáu mínútur sem hún hefur fengið með landsliðinu, en maður sér að hún er með fótboltaheila. Hún er með miklar pælingar, ofboðslega mikla tækni, og ég held að hennar besta staða sé 10-staðan. Í mínu byrjunarliði leitar hún inn af kantinum og Gunnhildur fer í hornhlaupin,“ segir Ásgerður og Bára tekur undir: „Hún er með ótrúlega mikinn leikskilning þrátt fyrir að hún sé ung. Hún sér skýrar sendingarlínur og svæði vel, er góð að halda boltanum og fiskar fullt af aukaspyrnum. Stundum tekur hún föstu leikatriðin líka,“ segir Bára sem telur Amöndu nauðsynlega til að fylla í skarðið sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skilur eftir sig. Byrjunarliðið sem Bára myndi stóla á. „Mér finnst ótrúlega margir eiginleikar í henni svipaðir og hjá Karólínu, þó að þær séu svo ekkert endilega líkir leikmenn. Þetta eru eiginleikar sem mér finnst vanta inn á miðjuna. Svo myndi ég vilja hafa „sprengjurnar“ úti á köntunum, Sveindísi og Svövu, til þess að negla í gegnum línuna og fá þessar sendingar í gegn,“ segir Bára. Telja að Hlín komi beint inn í byrjunarliðið Sérfræðingarnir telja hins vegar að Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari muni hafa Amöndu á bekknum og að hann setji Hlín Eiríksdóttur, sem var ekki valin í EM-hópinn í sumar, á hægri kantinn. Líklegt byrjunarlið Íslands í kvöld að mati Bestu markanna. „Það eina sem mér finnst vera alvöru spurningamerki er hvort Áslaug Munda sé heil og geti spilað. Ef ekki þá held ég að hann setji Elísu í vinstri bakvörðinn. Hlín er líka spurningamerki en að sama skapi ertu búin að missa Karólínu, sem var fyrsti kostur þarna inn, og Öglu Maríu sem var leikmaður númer tvö þarna inn,“ segir Bára sem telur að Hlín myndi spjara sig vel á hægri kantinum: „Þú ert að taka eldheitan kantmann beint frá Svíþjóð sem er búinn að standa sig mjög vel þar og á fullt af landsleikjum. Mér finnst ekkert því til fyrirstöðu að hún starti en svo er Svava Rós þarna líka. Í báðum tilvikum þarf hann að færa Sveindísi yfir vinstra megin.“ Klippa: Bestu mörkin - Umræða um líklegt byrjunarlið Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Fótbolti Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð