Hlaðinni byssu beint að höfði varaforsetans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 07:39 De Kirchner lifði banatilræðið af. Getty/Matías Baglietto Litlu munaði að varaforseti Argentínu væri ráðinn af dögum í gær þegar maður beindi hlaðinni byssu að höfði hennar og tók í gikkinn en byssan stóð á sér. Christina Fernandez de Kirchner var að heilsa stuðningsmönnum fyrir utan heimili sitt í gær þegar karlmaður steig út úr hópnum og beindi skammbyssu að höfði hennar. Að sögn Alberto Fernandez, forseta landsins, var byssan hlaðin fimm skotum en eitthvað hafi klikkað þegar byssumaðurinn tók í gikkinn. De Kirchner var á heimleið úr dómsal þegar atvikið átti sér stað en hún hefur verið ákærð fyrir spillingu. Hún neitar allri sök. Að sögn lögreglu er maðurinn nú í gæsluvarðhaldi og reyni nú að komast til botns í því hver ástæða árásarinnar var. Staðarmiðlar hafa greint frá því að maðurinn sé 35 ára gamall Brasilíumaður. Hundruð hafa safnast saman fyrir utan heimili de Kirchner undanfarna daga til að lýsa yfir stuðningi við hana.Getty/Martin Cossarini Fernandez forseti sagði í ræðu í gærkvöldi að enn sé ekki ljóst hvað hafi leitt til þess að byssan hafi staðið á sér. Hann fordæmdi árásina og sagði að atvikið væri eitt það alvarlegasta sem upp hafi komið síðan lýðræði var innleitt í landinu árið 1983. „Við getum verið ósammála, við getum deilt um hluti í grundvallaratriðum. En hatursorðræða má ekki lýðast vegna þess að hún leiðir til ofbeldis og ofbeldi getur ekki haldist í hendur við lýðræði,“ sagði Fernandez. Þá lýsti hann því yfir að í dag, föstudag, fengju allir Argentínumenn sem það vildu frí frá skyldum sínum til þess að lýsa yfir stuðningi við lýðræði, lífið og varaforsetann. Á myndbandi má sjá manninn beina skammbyssunni að höfði varaforsetans og reyna að taka í gikkinn en mistakast. Undanfarna daga hafa hundruð safnast saman fyrir utan heimili varaforsetans til að lýsa yfir stuðningi við hana vegna réttarhaldanna sem nú standa yfir. De Kirchner er sökuð um spillingu með því að hafa nýtt sér stöðu sína þegar hún var forseti árin 2007 til 2015. Hún hafi gert það með því að veita aðilum tengdum sér opinber verkefni í heimahéraði sínu Patagonia. Verði de Kirchner sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér tólf ára dóm og ævilangt bann úr stjórnmálum. Þar sem de Kirchner er forseti öldungadeildar þingsins nýtur hún þingfriðhelgi og þyrfti því ekki að afplána dóminn í fangelsi nema Hæstiréttur Argentínu dæmi hana til fangelsisvistar eða hún missi sæti sitt á þingi í næstu kosningum, sem fara fram í árslok 2023. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem de Kirchner hefur verið sótt til saka fyrir spillingu í kjölfar forsetatíðar hennar. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í nokkra mánuði. Argentína Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira
Christina Fernandez de Kirchner var að heilsa stuðningsmönnum fyrir utan heimili sitt í gær þegar karlmaður steig út úr hópnum og beindi skammbyssu að höfði hennar. Að sögn Alberto Fernandez, forseta landsins, var byssan hlaðin fimm skotum en eitthvað hafi klikkað þegar byssumaðurinn tók í gikkinn. De Kirchner var á heimleið úr dómsal þegar atvikið átti sér stað en hún hefur verið ákærð fyrir spillingu. Hún neitar allri sök. Að sögn lögreglu er maðurinn nú í gæsluvarðhaldi og reyni nú að komast til botns í því hver ástæða árásarinnar var. Staðarmiðlar hafa greint frá því að maðurinn sé 35 ára gamall Brasilíumaður. Hundruð hafa safnast saman fyrir utan heimili de Kirchner undanfarna daga til að lýsa yfir stuðningi við hana.Getty/Martin Cossarini Fernandez forseti sagði í ræðu í gærkvöldi að enn sé ekki ljóst hvað hafi leitt til þess að byssan hafi staðið á sér. Hann fordæmdi árásina og sagði að atvikið væri eitt það alvarlegasta sem upp hafi komið síðan lýðræði var innleitt í landinu árið 1983. „Við getum verið ósammála, við getum deilt um hluti í grundvallaratriðum. En hatursorðræða má ekki lýðast vegna þess að hún leiðir til ofbeldis og ofbeldi getur ekki haldist í hendur við lýðræði,“ sagði Fernandez. Þá lýsti hann því yfir að í dag, föstudag, fengju allir Argentínumenn sem það vildu frí frá skyldum sínum til þess að lýsa yfir stuðningi við lýðræði, lífið og varaforsetann. Á myndbandi má sjá manninn beina skammbyssunni að höfði varaforsetans og reyna að taka í gikkinn en mistakast. Undanfarna daga hafa hundruð safnast saman fyrir utan heimili varaforsetans til að lýsa yfir stuðningi við hana vegna réttarhaldanna sem nú standa yfir. De Kirchner er sökuð um spillingu með því að hafa nýtt sér stöðu sína þegar hún var forseti árin 2007 til 2015. Hún hafi gert það með því að veita aðilum tengdum sér opinber verkefni í heimahéraði sínu Patagonia. Verði de Kirchner sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér tólf ára dóm og ævilangt bann úr stjórnmálum. Þar sem de Kirchner er forseti öldungadeildar þingsins nýtur hún þingfriðhelgi og þyrfti því ekki að afplána dóminn í fangelsi nema Hæstiréttur Argentínu dæmi hana til fangelsisvistar eða hún missi sæti sitt á þingi í næstu kosningum, sem fara fram í árslok 2023. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem de Kirchner hefur verið sótt til saka fyrir spillingu í kjölfar forsetatíðar hennar. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í nokkra mánuði.
Argentína Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira