Hlaðinni byssu beint að höfði varaforsetans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 07:39 De Kirchner lifði banatilræðið af. Getty/Matías Baglietto Litlu munaði að varaforseti Argentínu væri ráðinn af dögum í gær þegar maður beindi hlaðinni byssu að höfði hennar og tók í gikkinn en byssan stóð á sér. Christina Fernandez de Kirchner var að heilsa stuðningsmönnum fyrir utan heimili sitt í gær þegar karlmaður steig út úr hópnum og beindi skammbyssu að höfði hennar. Að sögn Alberto Fernandez, forseta landsins, var byssan hlaðin fimm skotum en eitthvað hafi klikkað þegar byssumaðurinn tók í gikkinn. De Kirchner var á heimleið úr dómsal þegar atvikið átti sér stað en hún hefur verið ákærð fyrir spillingu. Hún neitar allri sök. Að sögn lögreglu er maðurinn nú í gæsluvarðhaldi og reyni nú að komast til botns í því hver ástæða árásarinnar var. Staðarmiðlar hafa greint frá því að maðurinn sé 35 ára gamall Brasilíumaður. Hundruð hafa safnast saman fyrir utan heimili de Kirchner undanfarna daga til að lýsa yfir stuðningi við hana.Getty/Martin Cossarini Fernandez forseti sagði í ræðu í gærkvöldi að enn sé ekki ljóst hvað hafi leitt til þess að byssan hafi staðið á sér. Hann fordæmdi árásina og sagði að atvikið væri eitt það alvarlegasta sem upp hafi komið síðan lýðræði var innleitt í landinu árið 1983. „Við getum verið ósammála, við getum deilt um hluti í grundvallaratriðum. En hatursorðræða má ekki lýðast vegna þess að hún leiðir til ofbeldis og ofbeldi getur ekki haldist í hendur við lýðræði,“ sagði Fernandez. Þá lýsti hann því yfir að í dag, föstudag, fengju allir Argentínumenn sem það vildu frí frá skyldum sínum til þess að lýsa yfir stuðningi við lýðræði, lífið og varaforsetann. Á myndbandi má sjá manninn beina skammbyssunni að höfði varaforsetans og reyna að taka í gikkinn en mistakast. Undanfarna daga hafa hundruð safnast saman fyrir utan heimili varaforsetans til að lýsa yfir stuðningi við hana vegna réttarhaldanna sem nú standa yfir. De Kirchner er sökuð um spillingu með því að hafa nýtt sér stöðu sína þegar hún var forseti árin 2007 til 2015. Hún hafi gert það með því að veita aðilum tengdum sér opinber verkefni í heimahéraði sínu Patagonia. Verði de Kirchner sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér tólf ára dóm og ævilangt bann úr stjórnmálum. Þar sem de Kirchner er forseti öldungadeildar þingsins nýtur hún þingfriðhelgi og þyrfti því ekki að afplána dóminn í fangelsi nema Hæstiréttur Argentínu dæmi hana til fangelsisvistar eða hún missi sæti sitt á þingi í næstu kosningum, sem fara fram í árslok 2023. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem de Kirchner hefur verið sótt til saka fyrir spillingu í kjölfar forsetatíðar hennar. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í nokkra mánuði. Argentína Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Christina Fernandez de Kirchner var að heilsa stuðningsmönnum fyrir utan heimili sitt í gær þegar karlmaður steig út úr hópnum og beindi skammbyssu að höfði hennar. Að sögn Alberto Fernandez, forseta landsins, var byssan hlaðin fimm skotum en eitthvað hafi klikkað þegar byssumaðurinn tók í gikkinn. De Kirchner var á heimleið úr dómsal þegar atvikið átti sér stað en hún hefur verið ákærð fyrir spillingu. Hún neitar allri sök. Að sögn lögreglu er maðurinn nú í gæsluvarðhaldi og reyni nú að komast til botns í því hver ástæða árásarinnar var. Staðarmiðlar hafa greint frá því að maðurinn sé 35 ára gamall Brasilíumaður. Hundruð hafa safnast saman fyrir utan heimili de Kirchner undanfarna daga til að lýsa yfir stuðningi við hana.Getty/Martin Cossarini Fernandez forseti sagði í ræðu í gærkvöldi að enn sé ekki ljóst hvað hafi leitt til þess að byssan hafi staðið á sér. Hann fordæmdi árásina og sagði að atvikið væri eitt það alvarlegasta sem upp hafi komið síðan lýðræði var innleitt í landinu árið 1983. „Við getum verið ósammála, við getum deilt um hluti í grundvallaratriðum. En hatursorðræða má ekki lýðast vegna þess að hún leiðir til ofbeldis og ofbeldi getur ekki haldist í hendur við lýðræði,“ sagði Fernandez. Þá lýsti hann því yfir að í dag, föstudag, fengju allir Argentínumenn sem það vildu frí frá skyldum sínum til þess að lýsa yfir stuðningi við lýðræði, lífið og varaforsetann. Á myndbandi má sjá manninn beina skammbyssunni að höfði varaforsetans og reyna að taka í gikkinn en mistakast. Undanfarna daga hafa hundruð safnast saman fyrir utan heimili varaforsetans til að lýsa yfir stuðningi við hana vegna réttarhaldanna sem nú standa yfir. De Kirchner er sökuð um spillingu með því að hafa nýtt sér stöðu sína þegar hún var forseti árin 2007 til 2015. Hún hafi gert það með því að veita aðilum tengdum sér opinber verkefni í heimahéraði sínu Patagonia. Verði de Kirchner sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér tólf ára dóm og ævilangt bann úr stjórnmálum. Þar sem de Kirchner er forseti öldungadeildar þingsins nýtur hún þingfriðhelgi og þyrfti því ekki að afplána dóminn í fangelsi nema Hæstiréttur Argentínu dæmi hana til fangelsisvistar eða hún missi sæti sitt á þingi í næstu kosningum, sem fara fram í árslok 2023. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem de Kirchner hefur verið sótt til saka fyrir spillingu í kjölfar forsetatíðar hennar. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í nokkra mánuði.
Argentína Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira