Liðsmenn Gummersbach geta varla beðið um betri byrjun á tímabilinu eftir að hafa unnið sér sæti í deild þeirra bestu á nýjan leik á seinasta tímabili. Liðið leiddi með einu marki í hálfleik, 12-13, og vann að lokum góðan fjögurra marka sigur, 26-30.
Elliði Snær Viðarsson var á sínum stað í leikmannahópi Gummersbach og skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum.
Þá var Ólafur Stefánsson á hliðarlínunnu þegar HC Erlangen vann fjögurra marka sigur gegn Wetzlar, 31-27, og Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg er liðið vann nauman eins marks sigur gegn Hamburg, 30-31.
Að lokum skoraði Viggó Kristjánsson fjögur mörk úr átta skotum fyrir Leipzig er liðið mátti þola þriggja marka tap gegn Hannover-Burgdorf, 25-22.