Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Kristján Már Unnarsson skrifar 31. ágúst 2022 23:31 Áslaug Inga Barðadóttir er hótelstjóri á Deplum í Fljótum. Sigurjón Ólason Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint út frá Deplum en bandaríska lúxusferðaþjónustan Eleven Experience hóf rekstur sveitahótelsins þar árið 2016. Þar starfa núna um 80 manns, þar af 20-25 Íslendingar, og þar er meira að segja þyrluflugmaður til taks fyrir gestina. Gistiherbergin eru þó aðeins þrettán talsins og eru dvalargestir að jafnaði í kringum 20 talsins, en fjöldi starfsmanna á hvern gest segir sitt um hátt þjónustustig. Reksturinn lá niðri í um eitt ár þegar öllu var skellt í lás vegna covid. En hvernig hefur gengið eftir að faraldrinum lauk? Gistiherbergin á Deplum eru aðeins þrettán talsins og gestir sjaldan fleiri en tuttugu. Samt eru áttatíu starfsmenn.Sigurjón Ólason „Fólk var í raun bara æst í að fara að ferðast, eftir að hafa verið svona í einangrun. Þetta hefur í raun bara blómstrað. Við erum búin að vera fullbókuð. Og maður sér svona meiri ánægju í gestunum,“ segir Áslaug Inga Barðadóttir, hótelstjóri á Deplum. Telja má gesti hótelsins í hópi ríkari hluta jarðarbúa. En hversvegna vilja þeir koma að Deplum? „Ég held að það sé bara náttúrufegurðin. Að fá að vera á svona friðsælum stað og njóta. Það er enginn eitthvað að hafa afskipti af þér.“ En eiga Íslendingar að leggja meiri áherslu á lúxusferðamennsku, að fá ríkari ferðamenn til landsins? Hvað segja þau á Deplum eftir sína reynslu? „Já, klárlega. Þetta er náttúrlega minni átroðningur. Og við erum að fá meira út úr hverjum gesti. Ég held að þetta sé klárlega framtíðin fyrir Ísland.“ Heitur pottur og sundlaug eru við hótelið.Sigurjón Ólason -Skilja þessir ferðamenn meira eftir á Íslandi en aðrir? „Já, ég er nokkuð viss um það.“ -Og kannski miklu meira? „Miklu meira,“ svarar Áslaug hótelstjóri. Í Fljótum eru hvorki stórfossar né jökullón, bara norðlenskir fjallasalir og íslensk sveit. Samt eru gestir tilbúnir til að greiða um 350 þúsund krónur fyrir nóttina á ódýrasta gistiherberginu en dýrasta herbergið á Deplum kostar um 900 þúsund krónur nóttin. Allt er innifalið, bæði matur og drykkir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Skagafjörður Tengdar fréttir Þetta gera þau sem leigja draumabýlin á Tröllaskaga Bræðurnir John og Eric Jackson fóru á dögunum í skemmtiferð á vegum Depla, eða Eleven Experiences. Þar gengu þeir fjöll, fóru í þyrluferð, veiddu, fóru í hvalaskoðun og margt fleira og var sýnt frá því í myndbandi á YouTube. 23. janúar 2020 07:00 Lúxushótel með 40 herbergjum byggt á Grenivík Framkvæmdir eru að hefjast við nýtt sjö þúsund fermetra lúxus hótel á Grenivík. Fjörutíu herbergi verða á hótelinu, þar af fjórar svítur. 26. júní 2022 08:05 Svona er fimm stjörnu hótelið við Austurbakka Edition er eitt fallegasta hótel landsins og opnaði það á síðasta ári. Um er að ræða fimm stjörnu hótel við Austurbakka 2 í miðborg Reykjavíkur. 30. mars 2022 10:31 Átroðningur í Námafjalli sérstaklega áberandi í sumar Slóði sem myndast hefur í hlíð Námafjalls vegna ágangs ferðamanna undanfarin sumur hefur verið sérstaklega áberandi í ár vegna aðstæðna. 2. september 2019 14:45 Loka fyrir umferð við Hveri, Leirhnjúk og Stóra-Víti fram í nóvember Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur staðfest ósk Umhverfisstofnunar um framlengingu á takmörkun umferðar við þrjá vinsæla ferðamannastaði í Mývatnssveit. 16. ágúst 2019 14:37 Fjaðrárgljúfri lokað til 1. júní Svæðið umhverfis hið vinsæla Fjaðrárgljúfur verður lokað til 1. júní næstkomandi svo að það geti jafnað sig, eftir mikinn ágang ferðamanna. 12. mars 2019 14:45 Ferðaþjónustan er komin að þolmörkum Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, segir að laun séu komin að þolmörkum í ferðaþjónustu. Ferðaskipuleggjendur hafa margir hverjir ákveðið að hvíla Ísland á meðan gengið er jafn sterkt og raun ber vitni. Aukinn áhugi er á Íslandi frá NorðurAmeríku og Asíu en þar er sumarfrí styttra. 18. júlí 2018 08:00 Alltof margir virt lokanirnar að vettugi Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum, 1. júní, opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðunum Fjaðrárgljúfri og Skógaheiði ofan Skógafoss. 31. maí 2018 14:22 Íslenski torfbærinn öðlast nýtt líf sem lúxusgisting Íslenski torfbærinn, sem fóstraði þjóðina í gegnum aldirnar, er orðinn grunnur að lúxusgistingu fyrir ferðamenn. Þorp tíu torfhúsa er risið í Biskupstungum. 26. mars 2018 20:45 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint út frá Deplum en bandaríska lúxusferðaþjónustan Eleven Experience hóf rekstur sveitahótelsins þar árið 2016. Þar starfa núna um 80 manns, þar af 20-25 Íslendingar, og þar er meira að segja þyrluflugmaður til taks fyrir gestina. Gistiherbergin eru þó aðeins þrettán talsins og eru dvalargestir að jafnaði í kringum 20 talsins, en fjöldi starfsmanna á hvern gest segir sitt um hátt þjónustustig. Reksturinn lá niðri í um eitt ár þegar öllu var skellt í lás vegna covid. En hvernig hefur gengið eftir að faraldrinum lauk? Gistiherbergin á Deplum eru aðeins þrettán talsins og gestir sjaldan fleiri en tuttugu. Samt eru áttatíu starfsmenn.Sigurjón Ólason „Fólk var í raun bara æst í að fara að ferðast, eftir að hafa verið svona í einangrun. Þetta hefur í raun bara blómstrað. Við erum búin að vera fullbókuð. Og maður sér svona meiri ánægju í gestunum,“ segir Áslaug Inga Barðadóttir, hótelstjóri á Deplum. Telja má gesti hótelsins í hópi ríkari hluta jarðarbúa. En hversvegna vilja þeir koma að Deplum? „Ég held að það sé bara náttúrufegurðin. Að fá að vera á svona friðsælum stað og njóta. Það er enginn eitthvað að hafa afskipti af þér.“ En eiga Íslendingar að leggja meiri áherslu á lúxusferðamennsku, að fá ríkari ferðamenn til landsins? Hvað segja þau á Deplum eftir sína reynslu? „Já, klárlega. Þetta er náttúrlega minni átroðningur. Og við erum að fá meira út úr hverjum gesti. Ég held að þetta sé klárlega framtíðin fyrir Ísland.“ Heitur pottur og sundlaug eru við hótelið.Sigurjón Ólason -Skilja þessir ferðamenn meira eftir á Íslandi en aðrir? „Já, ég er nokkuð viss um það.“ -Og kannski miklu meira? „Miklu meira,“ svarar Áslaug hótelstjóri. Í Fljótum eru hvorki stórfossar né jökullón, bara norðlenskir fjallasalir og íslensk sveit. Samt eru gestir tilbúnir til að greiða um 350 þúsund krónur fyrir nóttina á ódýrasta gistiherberginu en dýrasta herbergið á Deplum kostar um 900 þúsund krónur nóttin. Allt er innifalið, bæði matur og drykkir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Skagafjörður Tengdar fréttir Þetta gera þau sem leigja draumabýlin á Tröllaskaga Bræðurnir John og Eric Jackson fóru á dögunum í skemmtiferð á vegum Depla, eða Eleven Experiences. Þar gengu þeir fjöll, fóru í þyrluferð, veiddu, fóru í hvalaskoðun og margt fleira og var sýnt frá því í myndbandi á YouTube. 23. janúar 2020 07:00 Lúxushótel með 40 herbergjum byggt á Grenivík Framkvæmdir eru að hefjast við nýtt sjö þúsund fermetra lúxus hótel á Grenivík. Fjörutíu herbergi verða á hótelinu, þar af fjórar svítur. 26. júní 2022 08:05 Svona er fimm stjörnu hótelið við Austurbakka Edition er eitt fallegasta hótel landsins og opnaði það á síðasta ári. Um er að ræða fimm stjörnu hótel við Austurbakka 2 í miðborg Reykjavíkur. 30. mars 2022 10:31 Átroðningur í Námafjalli sérstaklega áberandi í sumar Slóði sem myndast hefur í hlíð Námafjalls vegna ágangs ferðamanna undanfarin sumur hefur verið sérstaklega áberandi í ár vegna aðstæðna. 2. september 2019 14:45 Loka fyrir umferð við Hveri, Leirhnjúk og Stóra-Víti fram í nóvember Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur staðfest ósk Umhverfisstofnunar um framlengingu á takmörkun umferðar við þrjá vinsæla ferðamannastaði í Mývatnssveit. 16. ágúst 2019 14:37 Fjaðrárgljúfri lokað til 1. júní Svæðið umhverfis hið vinsæla Fjaðrárgljúfur verður lokað til 1. júní næstkomandi svo að það geti jafnað sig, eftir mikinn ágang ferðamanna. 12. mars 2019 14:45 Ferðaþjónustan er komin að þolmörkum Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, segir að laun séu komin að þolmörkum í ferðaþjónustu. Ferðaskipuleggjendur hafa margir hverjir ákveðið að hvíla Ísland á meðan gengið er jafn sterkt og raun ber vitni. Aukinn áhugi er á Íslandi frá NorðurAmeríku og Asíu en þar er sumarfrí styttra. 18. júlí 2018 08:00 Alltof margir virt lokanirnar að vettugi Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum, 1. júní, opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðunum Fjaðrárgljúfri og Skógaheiði ofan Skógafoss. 31. maí 2018 14:22 Íslenski torfbærinn öðlast nýtt líf sem lúxusgisting Íslenski torfbærinn, sem fóstraði þjóðina í gegnum aldirnar, er orðinn grunnur að lúxusgistingu fyrir ferðamenn. Þorp tíu torfhúsa er risið í Biskupstungum. 26. mars 2018 20:45 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Þetta gera þau sem leigja draumabýlin á Tröllaskaga Bræðurnir John og Eric Jackson fóru á dögunum í skemmtiferð á vegum Depla, eða Eleven Experiences. Þar gengu þeir fjöll, fóru í þyrluferð, veiddu, fóru í hvalaskoðun og margt fleira og var sýnt frá því í myndbandi á YouTube. 23. janúar 2020 07:00
Lúxushótel með 40 herbergjum byggt á Grenivík Framkvæmdir eru að hefjast við nýtt sjö þúsund fermetra lúxus hótel á Grenivík. Fjörutíu herbergi verða á hótelinu, þar af fjórar svítur. 26. júní 2022 08:05
Svona er fimm stjörnu hótelið við Austurbakka Edition er eitt fallegasta hótel landsins og opnaði það á síðasta ári. Um er að ræða fimm stjörnu hótel við Austurbakka 2 í miðborg Reykjavíkur. 30. mars 2022 10:31
Átroðningur í Námafjalli sérstaklega áberandi í sumar Slóði sem myndast hefur í hlíð Námafjalls vegna ágangs ferðamanna undanfarin sumur hefur verið sérstaklega áberandi í ár vegna aðstæðna. 2. september 2019 14:45
Loka fyrir umferð við Hveri, Leirhnjúk og Stóra-Víti fram í nóvember Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur staðfest ósk Umhverfisstofnunar um framlengingu á takmörkun umferðar við þrjá vinsæla ferðamannastaði í Mývatnssveit. 16. ágúst 2019 14:37
Fjaðrárgljúfri lokað til 1. júní Svæðið umhverfis hið vinsæla Fjaðrárgljúfur verður lokað til 1. júní næstkomandi svo að það geti jafnað sig, eftir mikinn ágang ferðamanna. 12. mars 2019 14:45
Ferðaþjónustan er komin að þolmörkum Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, segir að laun séu komin að þolmörkum í ferðaþjónustu. Ferðaskipuleggjendur hafa margir hverjir ákveðið að hvíla Ísland á meðan gengið er jafn sterkt og raun ber vitni. Aukinn áhugi er á Íslandi frá NorðurAmeríku og Asíu en þar er sumarfrí styttra. 18. júlí 2018 08:00
Alltof margir virt lokanirnar að vettugi Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum, 1. júní, opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðunum Fjaðrárgljúfri og Skógaheiði ofan Skógafoss. 31. maí 2018 14:22
Íslenski torfbærinn öðlast nýtt líf sem lúxusgisting Íslenski torfbærinn, sem fóstraði þjóðina í gegnum aldirnar, er orðinn grunnur að lúxusgistingu fyrir ferðamenn. Þorp tíu torfhúsa er risið í Biskupstungum. 26. mars 2018 20:45