„Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni?“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 13:01 Íslenskir stuðningsmenn vöktu verðskuldaða athygli á EM í Englandi í sumar. vísir/vilhelm Í umræðu um kvennalandsliðið í fótbolta í Bestu mörkunum veltu sérfræðingarnir fyrir sér miðasölu á leik Íslands við Hvíta-Rússlands, sem er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og jafnframt fyrsti heimaleikurinn eftir Evrópumótið í sumar. Íslendingar fylgdust spenntir með kvennalandsliðinu á EM í sumar og til að mynda sáu 63% landsmanna síðasta leik liðsins á mótinu, auk þess sem þúsundir ferðuðust til Englands að styðja liðið. Samt sem áður hefur miðasala á leikinn mikilvæga við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli á föstudag farið hægt af stað. Mikið er undir í leiknum því ef Ísland nær í fjögur stig úr þeim leik og gegn Hollandi ytra á þriðjudag tryggir liðið sér sæti á HM í fyrsta sinn. Samkvæmt svari frá KSÍ voru nú í hádeginu um 2.500 miðar farnir út úr kerfinu og því enn rúmlega 7.000 sæti ónýtt en miðasala er í fullum gangi á tix.is. Helena Ólafsdóttir velti því fyrir sér í Bestu mörkunum í gær hvort ekki hefði verið hægt að nýta meðbyrinn frá EM betur með því að hefja miðasöluna strax eftir mótið: „Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni á þennan leik, því það var stemning fyrir liðinu?“ spurði Helena og Adda Baldursdóttir tók undir: „Nýta mómentið, ég er alveg sammála því. Mér hefur fundist lítið fara fyrir þessari miðasölu núna. Ég veit ekki hvort það er bara það að maður sjái það ekki. En ég er alveg sammála því að það megi nýta mómentin betur til að selja á þessa leiki. Þetta eru ofboðslega mikilvægir leikir fyrir okkur,“ sagði Adda. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um miðasölu Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Íslendingar fylgdust spenntir með kvennalandsliðinu á EM í sumar og til að mynda sáu 63% landsmanna síðasta leik liðsins á mótinu, auk þess sem þúsundir ferðuðust til Englands að styðja liðið. Samt sem áður hefur miðasala á leikinn mikilvæga við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli á föstudag farið hægt af stað. Mikið er undir í leiknum því ef Ísland nær í fjögur stig úr þeim leik og gegn Hollandi ytra á þriðjudag tryggir liðið sér sæti á HM í fyrsta sinn. Samkvæmt svari frá KSÍ voru nú í hádeginu um 2.500 miðar farnir út úr kerfinu og því enn rúmlega 7.000 sæti ónýtt en miðasala er í fullum gangi á tix.is. Helena Ólafsdóttir velti því fyrir sér í Bestu mörkunum í gær hvort ekki hefði verið hægt að nýta meðbyrinn frá EM betur með því að hefja miðasöluna strax eftir mótið: „Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni á þennan leik, því það var stemning fyrir liðinu?“ spurði Helena og Adda Baldursdóttir tók undir: „Nýta mómentið, ég er alveg sammála því. Mér hefur fundist lítið fara fyrir þessari miðasölu núna. Ég veit ekki hvort það er bara það að maður sjái það ekki. En ég er alveg sammála því að það megi nýta mómentin betur til að selja á þessa leiki. Þetta eru ofboðslega mikilvægir leikir fyrir okkur,“ sagði Adda. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um miðasölu Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira