Lög um sorgarleyfi, mikilvægt fyrsta skref Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 31. ágúst 2022 10:01 Í dag fæ ég tækifæri til að flytja ávarp á ráðstefnu Sorgarmiðstöðvarinnar sem ber yfirskriftina „Skyndilegur missir“. Lengi vel þótti það mikill persónulegur styrkleiki að bera ekki tilfinningar sínar á torg. Það þótti allt að hetjulegt að harka bara af sér og bera harm sinn í hljóði – en harmurinn minnkaði ekkert við það. Sem betur fer þá erum við fæst á þessum stað lengur. Og, með samþykki laga um sorgarleyfi í júní síðastliðnum, höfum við tryggt lagalegan rétt foreldra til þess að fá leyfi frá störfum í kjölfar barnsmissis og þar með meira svigrúm til að vinna úr sorg sinni. Með sorgarleyfinu gefst foreldrum einnig meira rými til að styðja eftirlifandi systkin við að takast á sorg sína og breyttar aðstæður. Það að foreldrar geti tekið sér leyfi frá störfum og greiðslur komi til móts við tekjutap er einnig stórt skref fyrir réttindi fólks á vinnumarkaði og er líklegt til að draga úr líkum á því að fólk detti út af vinnumarkaði. Lögin taka gildi um áramót. Rétturinn til sorgarleyfis verður sex mánuðir og greiðslur nema 80% af meðaltali heildarlauna, þó að hámarki 600.000 kr. á mánuði. Fólk utan vinnumarkaðar eða sem er í minna en 25% starfi fær sorgarstyrk, þar á meðal námsmenn. Það er líka gert ráð fyrir að foreldrar geti nýtt rétt sinn til sorgarleyfis samhliða minnkuðu starfshlutfalli yfir lengra tímabil. Eitt af því sem mér þykir sérstaklega vænt um í lögunum er hvernig hugtakið foreldri er skilgreint, en það er gert með mun víðtækari hætti en í annarri löggjöf. Það geta því fleiri en tveir einstaklingar átt rétt á sorgarleyfi og er þar um sjálfstæðan rétt hvers foreldris að ræða. Þannig er sorg fjölskyldunnar í heild viðurkennd óháð fjölskyldugerð en með því er lögunum ætlað að koma til móts við fjölbreytt fjölskyldumynstur í íslensku samfélagi. Um leið og við fögnum nýjum lögum um sorgarleyfi þá þarf að huga að næstu skrefum er varða aukin réttindi fólks vegna andláts nákominna. Er þar nærtækast að horfa til barnafjölskyldna og er greiningarvinna þess efnis þegar hafin í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í dag fæ ég tækifæri til að flytja ávarp á ráðstefnu Sorgarmiðstöðvarinnar sem ber yfirskriftina „Skyndilegur missir“. Lengi vel þótti það mikill persónulegur styrkleiki að bera ekki tilfinningar sínar á torg. Það þótti allt að hetjulegt að harka bara af sér og bera harm sinn í hljóði – en harmurinn minnkaði ekkert við það. Sem betur fer þá erum við fæst á þessum stað lengur. Og, með samþykki laga um sorgarleyfi í júní síðastliðnum, höfum við tryggt lagalegan rétt foreldra til þess að fá leyfi frá störfum í kjölfar barnsmissis og þar með meira svigrúm til að vinna úr sorg sinni. Með sorgarleyfinu gefst foreldrum einnig meira rými til að styðja eftirlifandi systkin við að takast á sorg sína og breyttar aðstæður. Það að foreldrar geti tekið sér leyfi frá störfum og greiðslur komi til móts við tekjutap er einnig stórt skref fyrir réttindi fólks á vinnumarkaði og er líklegt til að draga úr líkum á því að fólk detti út af vinnumarkaði. Lögin taka gildi um áramót. Rétturinn til sorgarleyfis verður sex mánuðir og greiðslur nema 80% af meðaltali heildarlauna, þó að hámarki 600.000 kr. á mánuði. Fólk utan vinnumarkaðar eða sem er í minna en 25% starfi fær sorgarstyrk, þar á meðal námsmenn. Það er líka gert ráð fyrir að foreldrar geti nýtt rétt sinn til sorgarleyfis samhliða minnkuðu starfshlutfalli yfir lengra tímabil. Eitt af því sem mér þykir sérstaklega vænt um í lögunum er hvernig hugtakið foreldri er skilgreint, en það er gert með mun víðtækari hætti en í annarri löggjöf. Það geta því fleiri en tveir einstaklingar átt rétt á sorgarleyfi og er þar um sjálfstæðan rétt hvers foreldris að ræða. Þannig er sorg fjölskyldunnar í heild viðurkennd óháð fjölskyldugerð en með því er lögunum ætlað að koma til móts við fjölbreytt fjölskyldumynstur í íslensku samfélagi. Um leið og við fögnum nýjum lögum um sorgarleyfi þá þarf að huga að næstu skrefum er varða aukin réttindi fólks vegna andláts nákominna. Er þar nærtækast að horfa til barnafjölskyldna og er greiningarvinna þess efnis þegar hafin í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar