Blaðamaðurinn Patrick Berger sem skrifar fyrir þýska miðilinn Sport 1 greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Twitter, en David Ornstein á The Athletic segir hið sama. Aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum þar sem líklegt þykir að Akanji gangi frá læknisskoðun í dag.
Hann mun skrifa undir fimm ára samning og mun kosta City 18 milljónir evra. Akanji er 27 ára gamall og hefur leikið 119 deildarleiki fyrir Dortmund frá árinu 2018 þegar hann gekk í raðir félagsins frá Basel í Sviss.
Hann hefur vakið töluverða athygli í heimalandi sínu og víðar fyrir stærðfræði kunnáttu sína, þar sem hann er afar snöggur að reikna flókin dæmi í huganum. Vakin var athygli á því í þættinum Sport Panorama í Sviss en klippu úr þættinum má sjá að neðan.