„Hann vill að ég fái fleiri stelpur til að taka upp mínar hefðir“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 09:01 Frænkurnar Dagný Brynjarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir léttar í bragði. Þær eru í lykilhlutverkum hjá íslenska landsliðinu sem stefnir á að landa HM-sæti í fyrsta sinn í sögunni, helst næsta þriðjudag. VÍSIR/VILHELM Dagný Brynjarsdóttir segir að nú sé mögulega síðasti sénsinn hennar til að komast með íslenska landsliðinu í lokakeppni HM í fótbolta. Hún mætir í landsleikina við Hvíta-Rússland og Holland eftir að hafa nýverið fengið nýtt ábyrgðarhlutverk hjá West Ham. Dagný var gerð að fyrirliða West Ham á dögunum en hún hefur verið á mála hjá félaginu síðasta eitt og hálfa árið. Þessi 31 árs gamli Rangæingur hefur haldið með West Ham frá því í æsku og því er væntanlega draumur að verða fyrirliði liðsins? „Þetta er fyrst og fremst heiður, og gaman að þeir treysti mér fyrir því að leiða liðið áfram. Ég er samt bara enn þá sama Dagný en fæ kannski aðeins meiri ábyrgð,“ segir Dagný létt í bragði. Paul Konchesky, þjálfari West Ham, hefur greinilega miklar mætur á Íslendingnum í liðinu sínu: „Honum fannst ég bara góð fyrirmynd innan vallar og utan vallar. Góður leiðtogi. Hann vill að ég dragi liðið áfram með mér og fái fleiri stelpur til að taka upp mínar hefðir, sérstaklega kannski utan vallar,“ segir Dagný og bætir við að Hamrarnir ætli sér að gera enn betur í vetur en á síðustu leiktíð, sem þó hafi verið sú besta hjá liðinu frá upphafi. Klippa: Dagný um fyrirliðahlutverkið og leiðina að HM Næstu daga hugsar Dagný hins vegar alfarið um leiki Íslands í undankeppni HM því með sigri gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag, og að minnsta kosti jafntefli við Holland í Utrecht næsta þriðjudagskvöld, tryggir Ísland sér sæti á HM í fyrsta sinn. „Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir, sérstaklega Hvít-Rússaleikurinn. Það er stórleikur og sérstaklega mikilvægt að við séum einbeittar að því verkefni. Við þurfum að taka þrjú stig þar svo að leikurinn við Holland verði næsti stórleikur. Við stefnum að því að klára dæmið í þessum leikjum og vonandi gengur það eftir en við verðum að spila vel,“ segir Dagný. Dagný Brynjarsdóttir er langmarkahæst í núverandi landsliðshópi Íslands, með 35 mörk.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Kannski er þetta síðasti sénsinn manns“ Ísland fagnaði 5-0 sigri gegn Hvíta-Rússlandi í apríl, í leik sem fór fram í Belgrad, en Dagný varar við of mikilli bjartsýni fyrir föstudaginn: „Eftir 5-0 sigur er kannski auðvelt að segja að við eigum að vera sterkari en það sem skeði í leiknum gegn þeim úti var að við nýttum færin okkar vel og náðum að skora snemma á þær. Það gerði það að verkum að þær þurftu að stíga framar og við gátum þá opnað þær meira. Það er mikilvægt að við spilum vel, látum boltann ganga hratt á milli og klárum þau færi sem við fáum. En Hvít-Rússarnir unnu Tékkana og Tékkarnir gerðu jafntefli við Hollendinga, þannig að þær eru með öflugt lið og við þurfum að spila vel til að vinna,“ segir Dagný. En hversu mikils virði yrði það fyrir hana að komast á HM? „Það er draumur og hefur alltaf verið draumur að komast með íslenska landsliðinu á HM. Vonandi gengur það eftir. Alla langar til að það gerist. Nú er maður orðinn 31 árs og veit aldrei hvort að næsti séns komi. Kannski er þetta síðasti sénsinn manns. Vonandi gengur það eftir.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Dagný var gerð að fyrirliða West Ham á dögunum en hún hefur verið á mála hjá félaginu síðasta eitt og hálfa árið. Þessi 31 árs gamli Rangæingur hefur haldið með West Ham frá því í æsku og því er væntanlega draumur að verða fyrirliði liðsins? „Þetta er fyrst og fremst heiður, og gaman að þeir treysti mér fyrir því að leiða liðið áfram. Ég er samt bara enn þá sama Dagný en fæ kannski aðeins meiri ábyrgð,“ segir Dagný létt í bragði. Paul Konchesky, þjálfari West Ham, hefur greinilega miklar mætur á Íslendingnum í liðinu sínu: „Honum fannst ég bara góð fyrirmynd innan vallar og utan vallar. Góður leiðtogi. Hann vill að ég dragi liðið áfram með mér og fái fleiri stelpur til að taka upp mínar hefðir, sérstaklega kannski utan vallar,“ segir Dagný og bætir við að Hamrarnir ætli sér að gera enn betur í vetur en á síðustu leiktíð, sem þó hafi verið sú besta hjá liðinu frá upphafi. Klippa: Dagný um fyrirliðahlutverkið og leiðina að HM Næstu daga hugsar Dagný hins vegar alfarið um leiki Íslands í undankeppni HM því með sigri gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag, og að minnsta kosti jafntefli við Holland í Utrecht næsta þriðjudagskvöld, tryggir Ísland sér sæti á HM í fyrsta sinn. „Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir, sérstaklega Hvít-Rússaleikurinn. Það er stórleikur og sérstaklega mikilvægt að við séum einbeittar að því verkefni. Við þurfum að taka þrjú stig þar svo að leikurinn við Holland verði næsti stórleikur. Við stefnum að því að klára dæmið í þessum leikjum og vonandi gengur það eftir en við verðum að spila vel,“ segir Dagný. Dagný Brynjarsdóttir er langmarkahæst í núverandi landsliðshópi Íslands, með 35 mörk.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Kannski er þetta síðasti sénsinn manns“ Ísland fagnaði 5-0 sigri gegn Hvíta-Rússlandi í apríl, í leik sem fór fram í Belgrad, en Dagný varar við of mikilli bjartsýni fyrir föstudaginn: „Eftir 5-0 sigur er kannski auðvelt að segja að við eigum að vera sterkari en það sem skeði í leiknum gegn þeim úti var að við nýttum færin okkar vel og náðum að skora snemma á þær. Það gerði það að verkum að þær þurftu að stíga framar og við gátum þá opnað þær meira. Það er mikilvægt að við spilum vel, látum boltann ganga hratt á milli og klárum þau færi sem við fáum. En Hvít-Rússarnir unnu Tékkana og Tékkarnir gerðu jafntefli við Hollendinga, þannig að þær eru með öflugt lið og við þurfum að spila vel til að vinna,“ segir Dagný. En hversu mikils virði yrði það fyrir hana að komast á HM? „Það er draumur og hefur alltaf verið draumur að komast með íslenska landsliðinu á HM. Vonandi gengur það eftir. Alla langar til að það gerist. Nú er maður orðinn 31 árs og veit aldrei hvort að næsti séns komi. Kannski er þetta síðasti sénsinn manns. Vonandi gengur það eftir.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira