„Ég sé ekki eftir neinu“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 10:30 Alexandra Jóhannsdóttir fékk draum uppfylltan þegar hún spilaði á EM í Englandi í sumar en nú vill hún að HM-draumurinn rætist. VÍSIR/VILHELM Alexandra Jóhannsdóttir er klár í krefjandi og afar mikilvæga leiki í lokaumferðum undankeppni HM í fótbolta. Hún er glöð eftir að hafa gengið í raðir Fiorentina á Ítalíu en segist hafa lært afar mikið af dvöl sinni í Þýskalandi. Alexandra, sem er 22 ára, var á dögunum kynnt sem nýjasti leikmaður Fiorentina en hún kemur til félagsins eftir að hafa hafið atvinnumannsferilinn hjá Frankfurt í Þýskalandi. „Ég er mjög glöð og spennt fyrir nýju tímabili, og spennt fyrir ítölsku deildinni. Ég er ekki búin að vera þarna nema tvær vikur, eina með liðinu, en fyrstu kynnin eru alla vega mjög góð,“ sagði Alexandra í Garðabæ í gær, fyrir æfingu íslenska landsliðsins sem nú undirbýr sig fyrir leiki við Hvíta-Rússland og Holland. Alexandra viðurkennir að það sé strembið að ná tökum á ítölskunni, sem er auðvitað aðaltungumálið á æfingum Fiorentina: „Að skilja eitthvað á æfingu gengur ekki neitt,“ sagði hún hlæjandi, en þó ánægð með lífið hjá nýju liði og í borginni Flórens. „Borgin er ótrúlega falleg og það er alveg plús.“ Alexandra var tvö tímabil hjá Frankfurt en spilaði lítið fyrir liðið og var aðeins einu sinni í byrjunarliði í þýsku deildinni á síðustu leiktíð. Hún segir dvölina engu að síður hafa gert sér gott: „Ég sé ekki eftir neinu þegar ég horfi til baka. Maður getur ekkert gert það. Auðvitað er leiðinlegt að ná ekki markmiðum sínum en ég lærði helling og þroskaðist ótrúlega mikið á þessum tíma.“ Klippa: Alexandra um lífið í Flórens og landsleikina „Erum í svakalegri stöðu til að komast beint á HM“ Þessa þekkingu vonast Alexandra eflaust til að geta nýtt í leikjunum við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli á föstudag, og gegn Hollandi í Utrecht næsta þriðjudag. Ef Ísland vinnur lið Hvít-Rússa og nær að minnsta kosti jafntefli gegn Hollandi kemst liðið á HM í fyrsta sinn. „Þetta verða ótrúlega krefjandi leikir og ótrúlega mikilvægir. Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum að vinna þennan leik á föstudaginn og allur fókus hjá okkur er núna á hann. Við erum í svakalegri stöðu til að komast beint á HM. Við erum öruggar um umspilssæti en núna snýst þetta um að vinna leikinn á föstudaginn og fókusinn er þar,“ sagði Alexandra og bætti við: „Það var stór draumur að komast á EM og hann rættist í sumar. Ég held að það sé draumur allra að fara á stórmót með landsliðinu sínu og hvað þá að komast á HM í fyrsta skipti. Það væri algjör draumur,“ segir Alexandra en viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn. 30. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Sjá meira
Alexandra, sem er 22 ára, var á dögunum kynnt sem nýjasti leikmaður Fiorentina en hún kemur til félagsins eftir að hafa hafið atvinnumannsferilinn hjá Frankfurt í Þýskalandi. „Ég er mjög glöð og spennt fyrir nýju tímabili, og spennt fyrir ítölsku deildinni. Ég er ekki búin að vera þarna nema tvær vikur, eina með liðinu, en fyrstu kynnin eru alla vega mjög góð,“ sagði Alexandra í Garðabæ í gær, fyrir æfingu íslenska landsliðsins sem nú undirbýr sig fyrir leiki við Hvíta-Rússland og Holland. Alexandra viðurkennir að það sé strembið að ná tökum á ítölskunni, sem er auðvitað aðaltungumálið á æfingum Fiorentina: „Að skilja eitthvað á æfingu gengur ekki neitt,“ sagði hún hlæjandi, en þó ánægð með lífið hjá nýju liði og í borginni Flórens. „Borgin er ótrúlega falleg og það er alveg plús.“ Alexandra var tvö tímabil hjá Frankfurt en spilaði lítið fyrir liðið og var aðeins einu sinni í byrjunarliði í þýsku deildinni á síðustu leiktíð. Hún segir dvölina engu að síður hafa gert sér gott: „Ég sé ekki eftir neinu þegar ég horfi til baka. Maður getur ekkert gert það. Auðvitað er leiðinlegt að ná ekki markmiðum sínum en ég lærði helling og þroskaðist ótrúlega mikið á þessum tíma.“ Klippa: Alexandra um lífið í Flórens og landsleikina „Erum í svakalegri stöðu til að komast beint á HM“ Þessa þekkingu vonast Alexandra eflaust til að geta nýtt í leikjunum við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli á föstudag, og gegn Hollandi í Utrecht næsta þriðjudag. Ef Ísland vinnur lið Hvít-Rússa og nær að minnsta kosti jafntefli gegn Hollandi kemst liðið á HM í fyrsta sinn. „Þetta verða ótrúlega krefjandi leikir og ótrúlega mikilvægir. Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum að vinna þennan leik á föstudaginn og allur fókus hjá okkur er núna á hann. Við erum í svakalegri stöðu til að komast beint á HM. Við erum öruggar um umspilssæti en núna snýst þetta um að vinna leikinn á föstudaginn og fókusinn er þar,“ sagði Alexandra og bætti við: „Það var stór draumur að komast á EM og hann rættist í sumar. Ég held að það sé draumur allra að fara á stórmót með landsliðinu sínu og hvað þá að komast á HM í fyrsta skipti. Það væri algjör draumur,“ segir Alexandra en viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn. 30. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Sjá meira
Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn. 30. ágúst 2022 13:30
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð