Dennis Wise, fyrrverandi leikmaður Chelsea og núverandi framkvæmdastjóri Como, tilkynnti umheiminum að Thierry Henry væri nýr hluthafi í félaginu.
„Þetta er nýr kafli í lífi mínu. Ég veit að fólk hér elskar fótbolta. Fólk kemur frá Frakklandi og Spáni til að heimsækja bæinn. Þau hafa hingað til talað um fegurðina við vatnið og bæinn sjálfan en nú er kominn tími til að tala um félagið,“ sagði Henry við blaðamenn er hann var kynntur til leiks.
Thierry Henry is in the stands to watch Como hours after he was announced as a shareholder of the Italian Serie B side.
— B/R Football (@brfootball) August 29, 2022
His former Arsenal teammate Cesc Fábregas joined the club earlier this month as a player/shareholder pic.twitter.com/oOKgrY6IVK
Hinn 45 ára gamli Henry er í dag aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins en ætlar að reyna koma og sjá eins marga leiki og hann getur á leiktíðinni.
Como hefur risið hátt á undanförnum árum og er í dag í eigu Djarum, tóbaksrisa frá Indónesíu. Liðið var síðast í Serie A árið 2003 en varð gjaldþrota 13 árum síðar. Síðan þá hefur það verið að byggjast upp hægt og rólega og er nú í Serie B þar sem það endaði í 13. sæti á síðustu leiktíð.
Það ætlar sér stærri hluti nú og hefur ásamt því að fá Fàbregas inn sem bæði leikmann og hluthafa hefur félagið einnig nælt í framherjann Patrick Cutrone. Sá var samningsvundinn enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves en hefur verið lánaðar hingað og þangað undanfarin ár.
Hann er nú kominn aftur á heimaslóðir en hann er uppalinn í Como.

Þegar þrjár umferðir eru búnar er Como í 17. sæti af 20 með aðeins eitt stig.