Átt þú framrúðuplástur? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 08:02 Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stefnir í að umferðin í ár verði jafnmikil og metárið 2018. Umferðin virðist vera að ná fyrri styrk frá því fyrir Covid-19, árin 2020 og 2021, og mældist umferðin í júní síðastliðnum tæpum 6% meiri en í sama mánuði á síðasta ári. Auk þess var hún rétt rúmum 2% yfir gamla metinu sem sett var árið 2019. Nú stefnir í að umferðin geti aukist um 3,5% miðað við árið 2021. Ef sú spá gengur eftir yrði slegið nýtt met í umferðarmagni. Við þurfum því að vera vakandi í umferðinni og leita allra leiða til að forðast tjón og draga úr afleiðingum þeirra ef þau eiga sér stað. Aukinni umferð fylgir aukin áhætta Aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum og tjónum. Til að minnka líkur á árekstri er mikilvægt að virða hámarkshraða en fjölda slysa má rekja til hraðaksturs. Mikilvægt er að ökutæki séu í góðu standi og vel búin á góðum dekkjum sem henta aðstæðum. Athyglin þarf einnig að vera í lagi svo hægt sé að bregðast við mismunandi aðstæðum. Það fer ekki saman að stýra ökutæki og vera í símanum, auk þess sem um ólöglegt athæfi er að ræða ef ekki er notaður handfrjáls búnaður. Þegar þú notar símann undir stýri er margfalt líklegra að þú lendir í slysi. Sama má segja um akstur undir áhrifum sem er lögbrot og það af góðri ástæðu. Umferðin er samstarfsverkefni og það er því sameiginlegt verkefni okkar allra að stuðla að betri umferð. Mestu skiptir að allir komist heilir heim. En þó svo tjón á hlutum séu lítilvæg í samanburði við slys á fólki eru þau engu að síður hvimleið, kostnaðarsöm og geta sett strik í reikninginn. Komum í veg fyrir stærra tjón Öll viljum við forðast tjón. Við getum minnkað líkur á tjóni í umferðinni með því að vera ábyrgir ökumenn og vegfarendur því það eina sem við getum í raun stjórnað erum við sjálf. En það eru einnig til úrræði sem geta hjálpað okkur að koma í veg fyrir stærra tjón. Framrúðuplásturinn er slíkt úrræði. Nú hvá eflaust einhverjir og velta fyrir sér hvað í ósköpunum framrúðuplástur sé? Í raun gegnir hann svipuðu hlutverki og hefðbundinn plástur nema hann er notaður á framrúður bíla. Ef þú færð stein í framrúðuna og hún skemmist aukast líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna ef þú setur framrúðuplásturinn strax á skemmdina. Þá er byrjað á að þrífa skemmdina með klút og því næst er plásturinn settur yfir. Í framhaldi þarf að fara með bílinn á rúðuverkstæði við fyrsta tækifæri til að athuga hvort hægt sé að gera við skemmdina. Af hverju ætti ég að nota framrúðuplástur? Sífellt fleiri láta gera við framrúðuna í stað þess að skipta henni út og er það ánægjuleg þróun. Ef settur er framrúðuplástur strax á skemmd í rúðu er líklegra að hægt sé að gera við rúðuna. Framrúðuviðgerðir eru mun ódýrari en rúðuskipti, taka miklu skemmri tíma og eru 24.000 sinnum umhverfisvænni. Að skipta um meðalstóra bílrúðu losar 50,62 kíló af koldíoxíði (CO2 ) en að gera við sprungu á bílrúðu losar einungis 0,0022 kg af koldíoxíði. Því er um mun umhverfisvænni kost að ræða. Einnig er erfiðara að nálgast varahluti í dag á róstursömum tímum. Þessu til viðbótar er rétt að nefna að framrúðan er mikilvægur hluti af burðarvirki bílsins. Þegar skipta þarf um framrúðu þarf að gera það á tiltekinn hátt og gæta þess að nota réttu efnin þannig hún sitji rétt og tryggilega og gegni þannig hlutverki sínu sem hluti burðarvirkis og öryggishönnunar bílsins. Framrúðutjón setja strik í reikninginn Í grein eftir Hendrik Berndsen, formann bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar, kemur fram að framrúðutjón vega þungt í rekstri bílaleiga. Rúðusprungur og rúðubrot eru viðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast veldur og hefur kostnaður aukist til muna þar sem öryggistækni bifreiða liggur nú að stórum hluta í framrúðunni. Gagnrýnir hann þar m.a. verklag við slitlagsviðgerðir á vegum landsins og nefnir að fjárhæð framrúðutjóna á Íslandi hlaupi á milljörðum árlega. Kostnaður við framrúðutjón er því mikill bæði fyrir þjóðarbúið og umhverfið. Því eru margar góðar ástæður til að reyna að gera við framrúðu frekar en að skipta um. Ef viðgerð er möguleg verður rúðan sem ný og dýrmætur tími, fjárhæðir og útblástur sparast. Hvar fæ ég framrúðuplástur? Allir geta fengið ókeypis framrúðuplástur hjá tryggingafélögum, á rúðuverkstæðum og víðar. Gott er að hafa framrúðuplásturinn til taks í bílnum því við vitum aldrei hvenær við gætum þurft á honum að halda. Sjóvá greiðir viðgerðina að fullu hjá sínum viðskiptavinum, þeir sleppa við eigin áhættu og missa ekki árlega endurgreiðslu vegna tjónleysis ef þeir eru í Stofni vildarþjónustu. Þannig vill fyrirtækið stuðla að því að fleiri láti á það reyna að gera við framrúður sem verða fyrir hnjaski frekar en að skipta þeim út því það er allra hagur. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Umferðaröryggi Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stefnir í að umferðin í ár verði jafnmikil og metárið 2018. Umferðin virðist vera að ná fyrri styrk frá því fyrir Covid-19, árin 2020 og 2021, og mældist umferðin í júní síðastliðnum tæpum 6% meiri en í sama mánuði á síðasta ári. Auk þess var hún rétt rúmum 2% yfir gamla metinu sem sett var árið 2019. Nú stefnir í að umferðin geti aukist um 3,5% miðað við árið 2021. Ef sú spá gengur eftir yrði slegið nýtt met í umferðarmagni. Við þurfum því að vera vakandi í umferðinni og leita allra leiða til að forðast tjón og draga úr afleiðingum þeirra ef þau eiga sér stað. Aukinni umferð fylgir aukin áhætta Aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum og tjónum. Til að minnka líkur á árekstri er mikilvægt að virða hámarkshraða en fjölda slysa má rekja til hraðaksturs. Mikilvægt er að ökutæki séu í góðu standi og vel búin á góðum dekkjum sem henta aðstæðum. Athyglin þarf einnig að vera í lagi svo hægt sé að bregðast við mismunandi aðstæðum. Það fer ekki saman að stýra ökutæki og vera í símanum, auk þess sem um ólöglegt athæfi er að ræða ef ekki er notaður handfrjáls búnaður. Þegar þú notar símann undir stýri er margfalt líklegra að þú lendir í slysi. Sama má segja um akstur undir áhrifum sem er lögbrot og það af góðri ástæðu. Umferðin er samstarfsverkefni og það er því sameiginlegt verkefni okkar allra að stuðla að betri umferð. Mestu skiptir að allir komist heilir heim. En þó svo tjón á hlutum séu lítilvæg í samanburði við slys á fólki eru þau engu að síður hvimleið, kostnaðarsöm og geta sett strik í reikninginn. Komum í veg fyrir stærra tjón Öll viljum við forðast tjón. Við getum minnkað líkur á tjóni í umferðinni með því að vera ábyrgir ökumenn og vegfarendur því það eina sem við getum í raun stjórnað erum við sjálf. En það eru einnig til úrræði sem geta hjálpað okkur að koma í veg fyrir stærra tjón. Framrúðuplásturinn er slíkt úrræði. Nú hvá eflaust einhverjir og velta fyrir sér hvað í ósköpunum framrúðuplástur sé? Í raun gegnir hann svipuðu hlutverki og hefðbundinn plástur nema hann er notaður á framrúður bíla. Ef þú færð stein í framrúðuna og hún skemmist aukast líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna ef þú setur framrúðuplásturinn strax á skemmdina. Þá er byrjað á að þrífa skemmdina með klút og því næst er plásturinn settur yfir. Í framhaldi þarf að fara með bílinn á rúðuverkstæði við fyrsta tækifæri til að athuga hvort hægt sé að gera við skemmdina. Af hverju ætti ég að nota framrúðuplástur? Sífellt fleiri láta gera við framrúðuna í stað þess að skipta henni út og er það ánægjuleg þróun. Ef settur er framrúðuplástur strax á skemmd í rúðu er líklegra að hægt sé að gera við rúðuna. Framrúðuviðgerðir eru mun ódýrari en rúðuskipti, taka miklu skemmri tíma og eru 24.000 sinnum umhverfisvænni. Að skipta um meðalstóra bílrúðu losar 50,62 kíló af koldíoxíði (CO2 ) en að gera við sprungu á bílrúðu losar einungis 0,0022 kg af koldíoxíði. Því er um mun umhverfisvænni kost að ræða. Einnig er erfiðara að nálgast varahluti í dag á róstursömum tímum. Þessu til viðbótar er rétt að nefna að framrúðan er mikilvægur hluti af burðarvirki bílsins. Þegar skipta þarf um framrúðu þarf að gera það á tiltekinn hátt og gæta þess að nota réttu efnin þannig hún sitji rétt og tryggilega og gegni þannig hlutverki sínu sem hluti burðarvirkis og öryggishönnunar bílsins. Framrúðutjón setja strik í reikninginn Í grein eftir Hendrik Berndsen, formann bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar, kemur fram að framrúðutjón vega þungt í rekstri bílaleiga. Rúðusprungur og rúðubrot eru viðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast veldur og hefur kostnaður aukist til muna þar sem öryggistækni bifreiða liggur nú að stórum hluta í framrúðunni. Gagnrýnir hann þar m.a. verklag við slitlagsviðgerðir á vegum landsins og nefnir að fjárhæð framrúðutjóna á Íslandi hlaupi á milljörðum árlega. Kostnaður við framrúðutjón er því mikill bæði fyrir þjóðarbúið og umhverfið. Því eru margar góðar ástæður til að reyna að gera við framrúðu frekar en að skipta um. Ef viðgerð er möguleg verður rúðan sem ný og dýrmætur tími, fjárhæðir og útblástur sparast. Hvar fæ ég framrúðuplástur? Allir geta fengið ókeypis framrúðuplástur hjá tryggingafélögum, á rúðuverkstæðum og víðar. Gott er að hafa framrúðuplásturinn til taks í bílnum því við vitum aldrei hvenær við gætum þurft á honum að halda. Sjóvá greiðir viðgerðina að fullu hjá sínum viðskiptavinum, þeir sleppa við eigin áhættu og missa ekki árlega endurgreiðslu vegna tjónleysis ef þeir eru í Stofni vildarþjónustu. Þannig vill fyrirtækið stuðla að því að fleiri láti á það reyna að gera við framrúður sem verða fyrir hnjaski frekar en að skipta þeim út því það er allra hagur. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun