„Þetta veikindaleyfi fer í súginn og ég hef enga peninga“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. ágúst 2022 21:06 Tamás segir fyrirtækið sem hann starfaði hjá ekki ætla að greiða honum veikindadaga sem hann eigi rétt á. Vísir/Steingrímur Dúi Ungverskur maður sakar fyrrverandi vinnuveitanda sinn um að hafa af sér á annað hundrað þúsund krónur í vangreiddum veikindadögum. Fyrirtækið skráði hann ekki í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans þess efnis. Launaþjófnaður sem þessi getur hlaupið á milljónum króna, að sögn ASÍ. Tamás Albeck er frá Ungverjalandi, og kom hingað til lands síðasta sumar, til að starfa á hóteli á Vestfjörðum. Eftir síðasta sumar færði hann sig um set og lét nýlega af störfum hjá verktakafyrirtæki sem hann hafði verið hjá síðan í október. Að læknisráði var hann frá vinnu um stund, en fyrirtækið hefur ekki viljað greiða honum þá veikindadaga sem bæði hann og stéttarfélag hans segja hann eiga rétt á. „Svo þetta veikindaleyfi fer í súginn og ég hef enga peninga. Ég vil berjast gegn þessu, fyrir réttindum mínum.“ Tamás segir vinnuveitanda sinn þá ekki hafa greitt í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans um að vera skráður í verkalýðsfélagið Hlíf. Stéttarfélagið hefur engu að síður verið honum innan handar við að fá úrlausn sinna mála, ásamt ASÍ. „Svo ég þakka kærlega fyrir þetta og ég vil taka þátt í því. Frá september verð ég félagi í þessu verkalýðsfélagi.“ Í samtali við fréttastofu í vikunni sagði verkefnastjóri hjá vinnueftirliti ASÍ að launaþjófnaðarmálum færi fjölgandi. Stéttarfélagið áætlar að Tamas eigi inni á annað hundrað þúsund króna hjá fyrrverandi vinnuveitanda sínum, en í sumum málum hleypur tjón starfsfólks á milljónum króna. Tamás hefur heyrt af sams konar málum hjá samlöndum sínum, til að mynda að yfirvinna hafi ekki verið greidd út. Þrátt fyrir að standa í stappi við fyrrverandi vinnuveitanda sinn er Tamás ekki á förum frá Íslandi. „Þegar ég kom fyrst til Vestfjarða var það dásamlegt. Ég hafði átt í miklum erfiðleikum í Ungverjalandi vegna þunglyndis en Ísland læknar mig. Það er eins og himnaríki fyrir mig.“ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Fleiri fréttir Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Sjá meira
Tamás Albeck er frá Ungverjalandi, og kom hingað til lands síðasta sumar, til að starfa á hóteli á Vestfjörðum. Eftir síðasta sumar færði hann sig um set og lét nýlega af störfum hjá verktakafyrirtæki sem hann hafði verið hjá síðan í október. Að læknisráði var hann frá vinnu um stund, en fyrirtækið hefur ekki viljað greiða honum þá veikindadaga sem bæði hann og stéttarfélag hans segja hann eiga rétt á. „Svo þetta veikindaleyfi fer í súginn og ég hef enga peninga. Ég vil berjast gegn þessu, fyrir réttindum mínum.“ Tamás segir vinnuveitanda sinn þá ekki hafa greitt í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans um að vera skráður í verkalýðsfélagið Hlíf. Stéttarfélagið hefur engu að síður verið honum innan handar við að fá úrlausn sinna mála, ásamt ASÍ. „Svo ég þakka kærlega fyrir þetta og ég vil taka þátt í því. Frá september verð ég félagi í þessu verkalýðsfélagi.“ Í samtali við fréttastofu í vikunni sagði verkefnastjóri hjá vinnueftirliti ASÍ að launaþjófnaðarmálum færi fjölgandi. Stéttarfélagið áætlar að Tamas eigi inni á annað hundrað þúsund króna hjá fyrrverandi vinnuveitanda sínum, en í sumum málum hleypur tjón starfsfólks á milljónum króna. Tamás hefur heyrt af sams konar málum hjá samlöndum sínum, til að mynda að yfirvinna hafi ekki verið greidd út. Þrátt fyrir að standa í stappi við fyrrverandi vinnuveitanda sinn er Tamás ekki á förum frá Íslandi. „Þegar ég kom fyrst til Vestfjarða var það dásamlegt. Ég hafði átt í miklum erfiðleikum í Ungverjalandi vegna þunglyndis en Ísland læknar mig. Það er eins og himnaríki fyrir mig.“
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Fleiri fréttir Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Sjá meira
Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31
Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56