Söngvari Arcade Fire sakaður um kynferðisbrot Bjarki Sigurðsson skrifar 27. ágúst 2022 21:06 Arcade Fire hélt tónleika hér á landi árið 2018. Getty/Josh Brasted Fjórir einstaklingar hafa sakað Win Butler, söngvara kanadísku hljómsveitarinnar Arcade Fire, um að hafa brotið á sér kynferðislega. Atvikin áttu sér stað á árunum 2015 til 2020 en Butler hefur verið í hjónabandi með Régine Chassagne, meðlim Arcade Fire, síðan árið 2003. Einstaklingarnir fjórir stigu fram í samtali við fréttamiðilinn Pitchfork í dag en þrjár konur saka Butler um að hafa nýtt sér frægð sína og aldur til þess að sofa hjá sér. Butler hefur viðurkennt að hann hafi sofið hjá konunum en neitar að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað. Kynlíf þeirra hafi verið með samþykki beggja aðila. Allar konurnar eru mun yngri en Butler og miklir aðdáendur Arcade Fire. Fjórði einstaklingurinn sakar Butler um að hafa nauðgað sér tvisvar sinnum, einu sinni þegar þau voru saman í bíl og einu sinni þegar Butler mætti í íbúð einstaklingsins eftir að hán var búið að banna honum að koma þangað. Blaðamaður Pitchfork segist hafa skoðað samskipti milli einstaklinganna og Butler og gat þar með staðfest sögur þeirra. Í yfirlýsingu sem Butler sendi Pitchfork eftir að miðillinn setti sig í samband við hann vegna málsins staðfestir hann að hafa hitt einstaklingana og sofið hjá þeim öllum. Hann elski þó eiginkonu sína enn og segir framhjáhaldið hafa verið mistök. „Ég hef aldrei snert konu gegn hennar vilja og ef einhver gefur annað í skyn er það rangt. Ég neita því staðfastlega að ég hafi nauðgað konu eða heimtað kynferðislega greiða. Það er ótvírætt að það hefur aldrei gerst,“ segir í yfirlýsingu söngvarans. Arcade Fire hélt tónleika hér á landi árið 2018 í Laugardalshöll. Tónleikarnir voru með þeim síðustu í Evróputúr sveitarinnar eftir að hafa gefið út plötuna Everything Now árið áður. Tónlist Kynferðisofbeldi MeToo Kanada Hollywood Tengdar fréttir Söngvari Arcade Fire þeytir skífum á Húrra annað kvöld DJ Windows 98 mun þeyta skífum á Húrra annað kvöld en það er enginn annar er Win Butler úr hljómsveitinni Arcade Fire. 23. ágúst 2018 15:21 Arcade Fire á Íslandi: Hvetja fólk til að mæta á dansskónum Kanadíska indírokksveitin spilar í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld. Lofa skemmtilegum tónleikum og hvetja aðdáendur til að mæta á dansskónum. 18. ágúst 2018 07:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Einstaklingarnir fjórir stigu fram í samtali við fréttamiðilinn Pitchfork í dag en þrjár konur saka Butler um að hafa nýtt sér frægð sína og aldur til þess að sofa hjá sér. Butler hefur viðurkennt að hann hafi sofið hjá konunum en neitar að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað. Kynlíf þeirra hafi verið með samþykki beggja aðila. Allar konurnar eru mun yngri en Butler og miklir aðdáendur Arcade Fire. Fjórði einstaklingurinn sakar Butler um að hafa nauðgað sér tvisvar sinnum, einu sinni þegar þau voru saman í bíl og einu sinni þegar Butler mætti í íbúð einstaklingsins eftir að hán var búið að banna honum að koma þangað. Blaðamaður Pitchfork segist hafa skoðað samskipti milli einstaklinganna og Butler og gat þar með staðfest sögur þeirra. Í yfirlýsingu sem Butler sendi Pitchfork eftir að miðillinn setti sig í samband við hann vegna málsins staðfestir hann að hafa hitt einstaklingana og sofið hjá þeim öllum. Hann elski þó eiginkonu sína enn og segir framhjáhaldið hafa verið mistök. „Ég hef aldrei snert konu gegn hennar vilja og ef einhver gefur annað í skyn er það rangt. Ég neita því staðfastlega að ég hafi nauðgað konu eða heimtað kynferðislega greiða. Það er ótvírætt að það hefur aldrei gerst,“ segir í yfirlýsingu söngvarans. Arcade Fire hélt tónleika hér á landi árið 2018 í Laugardalshöll. Tónleikarnir voru með þeim síðustu í Evróputúr sveitarinnar eftir að hafa gefið út plötuna Everything Now árið áður.
Tónlist Kynferðisofbeldi MeToo Kanada Hollywood Tengdar fréttir Söngvari Arcade Fire þeytir skífum á Húrra annað kvöld DJ Windows 98 mun þeyta skífum á Húrra annað kvöld en það er enginn annar er Win Butler úr hljómsveitinni Arcade Fire. 23. ágúst 2018 15:21 Arcade Fire á Íslandi: Hvetja fólk til að mæta á dansskónum Kanadíska indírokksveitin spilar í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld. Lofa skemmtilegum tónleikum og hvetja aðdáendur til að mæta á dansskónum. 18. ágúst 2018 07:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Söngvari Arcade Fire þeytir skífum á Húrra annað kvöld DJ Windows 98 mun þeyta skífum á Húrra annað kvöld en það er enginn annar er Win Butler úr hljómsveitinni Arcade Fire. 23. ágúst 2018 15:21
Arcade Fire á Íslandi: Hvetja fólk til að mæta á dansskónum Kanadíska indírokksveitin spilar í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld. Lofa skemmtilegum tónleikum og hvetja aðdáendur til að mæta á dansskónum. 18. ágúst 2018 07:15