Segja rússneskan njósnara hafa heillað starfsfólk Nato upp úr skónum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. ágúst 2022 00:14 Rannsakendur segja njósnarann, sem gekk undir nafninu Maria Adela Kuhfeldt Rivera, hafa tekið virkan þátt í félagslífi í Napólí. bellingcat Hópur rannsóknarblaðamanna birti í dag grein þar sem því er haldið fram að rússneskur njósnari hafi árum saman þóst vera skartgripasali frá Perú. Hún hafi á endanum sest að í Napólí, skammt frá herstjórn Atlantshafssambandsins þar, og vingast við starfsfólk Nato, fengið vinnu sem móttökuritari og átt í stuttu ástarsambandi með starfsmanni sambandsins. Frá þessu greina rannsóknarblaðamenn í grein sem greint var fyrst frá á vef Guardian. Samkvæmt greininni kvaðst konan, sem gekk undir nafninu Maria Adela Kuhfeldt Rivera, fædd í Perú. Í raun hafi hún verið rússneskur njósnari sem bjó í um áratug í Róm, Möltu og París áður en hún settist loks að í Napólí. Þar hóf hún að selja skartgripi og tók virkan þátt í félagslífi. Í umfjölluninni kemur fram að„Rivera“ hafi verið þaulæfður njósnari sem gat þóst vera útlendingur án vandkvæða. Slík njósnarastarfsemi á rætur sínar að rekja til Sovíetríkjanna en með betri tækni og andlitsskönnum hefur Rússum reynst erfiðara að halda njósnurum sínum undir yfirborðinu. Í starfi sínu sem móttökuritari hjá Nato hafi „Riveru“ tekist að vingast við marga starfsmenn og meira að segja átt í stuttu ástarsambandi með einum þeirra. Rivera keypti flugmiða til Moskvu degi eftir að blaðamenn Bellingcat upplýstu um að tengsl gætu verið milli eitrunar í Salisbury árið 2018 og rússnesku leyniþjónustunnar.bellingcat Í viðtali við Guardian segir Christo Grozev yfirrannsakandi málsins frá því hvernig hann komst á snoðir um njósnarann. Hann hafi komist yfir farþegaupplýsingar, sem láku frá landamæragæslu Hvíta-Rússlands, þar sem eitt nafn hafi skorið sig úr hópnum, nafn Mariu Adelu Kuhfeldt Riveru. Hún hafi átt einkennileg ferðalög með mörgum rússneskum vegabréfum í gegnum landið, og með svipuð raðnúmer og aðrir alræmdir rússneskir njósnarar höfðu notað. Grozev hjó einnig eftir því að „Rivera“ keypti flugmiða frá Napólí til Moskvu þann 15. september 2018. Svo virðist sem að Rivera hafi ekki ferðast frá Rússlandi á ný frá þeim tímapunkti. Tveimur mánuðum frá skyndilegri brottför hennar frá Napólí gaf hún skýringar á hvarfinu á Facebook. „Ég verð að segja ykkur sannleikann.... hárið hefur vaxið aftur eftir krabbameinsmeðferð, mjög stutt en þarna er það. Ég sakna allra en ég er að reyna að anda,“ skrifaði „Rivera“. Margir njósnarar sinna einungis styttri verkefnum, leggja í stutt ferðalög og skipta reglulega um nafn. „Rivera“ virðist á hinn bóginn hafa eytt mörgum árum í sömu lygi. Það sem var sérkennilegt við hana, að sögn rannsakenda, var að hún hafi ferðast með rússneskt vegabréf, eftir að tilraunir með perúskt vegabréf hafi misheppnast. Í grein Bellingcat er greint frá því að með hjálp andlitsskanna og opinberra gagna hafi tekist að hafa uppi á raunverulegu manneskjunni á bakvið „Riveru“. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig við blaðamenn Guardian. Ítalía Rússland NATO Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Frá þessu greina rannsóknarblaðamenn í grein sem greint var fyrst frá á vef Guardian. Samkvæmt greininni kvaðst konan, sem gekk undir nafninu Maria Adela Kuhfeldt Rivera, fædd í Perú. Í raun hafi hún verið rússneskur njósnari sem bjó í um áratug í Róm, Möltu og París áður en hún settist loks að í Napólí. Þar hóf hún að selja skartgripi og tók virkan þátt í félagslífi. Í umfjölluninni kemur fram að„Rivera“ hafi verið þaulæfður njósnari sem gat þóst vera útlendingur án vandkvæða. Slík njósnarastarfsemi á rætur sínar að rekja til Sovíetríkjanna en með betri tækni og andlitsskönnum hefur Rússum reynst erfiðara að halda njósnurum sínum undir yfirborðinu. Í starfi sínu sem móttökuritari hjá Nato hafi „Riveru“ tekist að vingast við marga starfsmenn og meira að segja átt í stuttu ástarsambandi með einum þeirra. Rivera keypti flugmiða til Moskvu degi eftir að blaðamenn Bellingcat upplýstu um að tengsl gætu verið milli eitrunar í Salisbury árið 2018 og rússnesku leyniþjónustunnar.bellingcat Í viðtali við Guardian segir Christo Grozev yfirrannsakandi málsins frá því hvernig hann komst á snoðir um njósnarann. Hann hafi komist yfir farþegaupplýsingar, sem láku frá landamæragæslu Hvíta-Rússlands, þar sem eitt nafn hafi skorið sig úr hópnum, nafn Mariu Adelu Kuhfeldt Riveru. Hún hafi átt einkennileg ferðalög með mörgum rússneskum vegabréfum í gegnum landið, og með svipuð raðnúmer og aðrir alræmdir rússneskir njósnarar höfðu notað. Grozev hjó einnig eftir því að „Rivera“ keypti flugmiða frá Napólí til Moskvu þann 15. september 2018. Svo virðist sem að Rivera hafi ekki ferðast frá Rússlandi á ný frá þeim tímapunkti. Tveimur mánuðum frá skyndilegri brottför hennar frá Napólí gaf hún skýringar á hvarfinu á Facebook. „Ég verð að segja ykkur sannleikann.... hárið hefur vaxið aftur eftir krabbameinsmeðferð, mjög stutt en þarna er það. Ég sakna allra en ég er að reyna að anda,“ skrifaði „Rivera“. Margir njósnarar sinna einungis styttri verkefnum, leggja í stutt ferðalög og skipta reglulega um nafn. „Rivera“ virðist á hinn bóginn hafa eytt mörgum árum í sömu lygi. Það sem var sérkennilegt við hana, að sögn rannsakenda, var að hún hafi ferðast með rússneskt vegabréf, eftir að tilraunir með perúskt vegabréf hafi misheppnast. Í grein Bellingcat er greint frá því að með hjálp andlitsskanna og opinberra gagna hafi tekist að hafa uppi á raunverulegu manneskjunni á bakvið „Riveru“. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig við blaðamenn Guardian.
Ítalía Rússland NATO Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira