Segja rússneskan njósnara hafa heillað starfsfólk Nato upp úr skónum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. ágúst 2022 00:14 Rannsakendur segja njósnarann, sem gekk undir nafninu Maria Adela Kuhfeldt Rivera, hafa tekið virkan þátt í félagslífi í Napólí. bellingcat Hópur rannsóknarblaðamanna birti í dag grein þar sem því er haldið fram að rússneskur njósnari hafi árum saman þóst vera skartgripasali frá Perú. Hún hafi á endanum sest að í Napólí, skammt frá herstjórn Atlantshafssambandsins þar, og vingast við starfsfólk Nato, fengið vinnu sem móttökuritari og átt í stuttu ástarsambandi með starfsmanni sambandsins. Frá þessu greina rannsóknarblaðamenn í grein sem greint var fyrst frá á vef Guardian. Samkvæmt greininni kvaðst konan, sem gekk undir nafninu Maria Adela Kuhfeldt Rivera, fædd í Perú. Í raun hafi hún verið rússneskur njósnari sem bjó í um áratug í Róm, Möltu og París áður en hún settist loks að í Napólí. Þar hóf hún að selja skartgripi og tók virkan þátt í félagslífi. Í umfjölluninni kemur fram að„Rivera“ hafi verið þaulæfður njósnari sem gat þóst vera útlendingur án vandkvæða. Slík njósnarastarfsemi á rætur sínar að rekja til Sovíetríkjanna en með betri tækni og andlitsskönnum hefur Rússum reynst erfiðara að halda njósnurum sínum undir yfirborðinu. Í starfi sínu sem móttökuritari hjá Nato hafi „Riveru“ tekist að vingast við marga starfsmenn og meira að segja átt í stuttu ástarsambandi með einum þeirra. Rivera keypti flugmiða til Moskvu degi eftir að blaðamenn Bellingcat upplýstu um að tengsl gætu verið milli eitrunar í Salisbury árið 2018 og rússnesku leyniþjónustunnar.bellingcat Í viðtali við Guardian segir Christo Grozev yfirrannsakandi málsins frá því hvernig hann komst á snoðir um njósnarann. Hann hafi komist yfir farþegaupplýsingar, sem láku frá landamæragæslu Hvíta-Rússlands, þar sem eitt nafn hafi skorið sig úr hópnum, nafn Mariu Adelu Kuhfeldt Riveru. Hún hafi átt einkennileg ferðalög með mörgum rússneskum vegabréfum í gegnum landið, og með svipuð raðnúmer og aðrir alræmdir rússneskir njósnarar höfðu notað. Grozev hjó einnig eftir því að „Rivera“ keypti flugmiða frá Napólí til Moskvu þann 15. september 2018. Svo virðist sem að Rivera hafi ekki ferðast frá Rússlandi á ný frá þeim tímapunkti. Tveimur mánuðum frá skyndilegri brottför hennar frá Napólí gaf hún skýringar á hvarfinu á Facebook. „Ég verð að segja ykkur sannleikann.... hárið hefur vaxið aftur eftir krabbameinsmeðferð, mjög stutt en þarna er það. Ég sakna allra en ég er að reyna að anda,“ skrifaði „Rivera“. Margir njósnarar sinna einungis styttri verkefnum, leggja í stutt ferðalög og skipta reglulega um nafn. „Rivera“ virðist á hinn bóginn hafa eytt mörgum árum í sömu lygi. Það sem var sérkennilegt við hana, að sögn rannsakenda, var að hún hafi ferðast með rússneskt vegabréf, eftir að tilraunir með perúskt vegabréf hafi misheppnast. Í grein Bellingcat er greint frá því að með hjálp andlitsskanna og opinberra gagna hafi tekist að hafa uppi á raunverulegu manneskjunni á bakvið „Riveru“. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig við blaðamenn Guardian. Ítalía Rússland NATO Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Frá þessu greina rannsóknarblaðamenn í grein sem greint var fyrst frá á vef Guardian. Samkvæmt greininni kvaðst konan, sem gekk undir nafninu Maria Adela Kuhfeldt Rivera, fædd í Perú. Í raun hafi hún verið rússneskur njósnari sem bjó í um áratug í Róm, Möltu og París áður en hún settist loks að í Napólí. Þar hóf hún að selja skartgripi og tók virkan þátt í félagslífi. Í umfjölluninni kemur fram að„Rivera“ hafi verið þaulæfður njósnari sem gat þóst vera útlendingur án vandkvæða. Slík njósnarastarfsemi á rætur sínar að rekja til Sovíetríkjanna en með betri tækni og andlitsskönnum hefur Rússum reynst erfiðara að halda njósnurum sínum undir yfirborðinu. Í starfi sínu sem móttökuritari hjá Nato hafi „Riveru“ tekist að vingast við marga starfsmenn og meira að segja átt í stuttu ástarsambandi með einum þeirra. Rivera keypti flugmiða til Moskvu degi eftir að blaðamenn Bellingcat upplýstu um að tengsl gætu verið milli eitrunar í Salisbury árið 2018 og rússnesku leyniþjónustunnar.bellingcat Í viðtali við Guardian segir Christo Grozev yfirrannsakandi málsins frá því hvernig hann komst á snoðir um njósnarann. Hann hafi komist yfir farþegaupplýsingar, sem láku frá landamæragæslu Hvíta-Rússlands, þar sem eitt nafn hafi skorið sig úr hópnum, nafn Mariu Adelu Kuhfeldt Riveru. Hún hafi átt einkennileg ferðalög með mörgum rússneskum vegabréfum í gegnum landið, og með svipuð raðnúmer og aðrir alræmdir rússneskir njósnarar höfðu notað. Grozev hjó einnig eftir því að „Rivera“ keypti flugmiða frá Napólí til Moskvu þann 15. september 2018. Svo virðist sem að Rivera hafi ekki ferðast frá Rússlandi á ný frá þeim tímapunkti. Tveimur mánuðum frá skyndilegri brottför hennar frá Napólí gaf hún skýringar á hvarfinu á Facebook. „Ég verð að segja ykkur sannleikann.... hárið hefur vaxið aftur eftir krabbameinsmeðferð, mjög stutt en þarna er það. Ég sakna allra en ég er að reyna að anda,“ skrifaði „Rivera“. Margir njósnarar sinna einungis styttri verkefnum, leggja í stutt ferðalög og skipta reglulega um nafn. „Rivera“ virðist á hinn bóginn hafa eytt mörgum árum í sömu lygi. Það sem var sérkennilegt við hana, að sögn rannsakenda, var að hún hafi ferðast með rússneskt vegabréf, eftir að tilraunir með perúskt vegabréf hafi misheppnast. Í grein Bellingcat er greint frá því að með hjálp andlitsskanna og opinberra gagna hafi tekist að hafa uppi á raunverulegu manneskjunni á bakvið „Riveru“. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig við blaðamenn Guardian.
Ítalía Rússland NATO Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira