Aron var í byrjunarliði Horsens og lék allan leikinn. Sigurmarkið skoraði Aron úr vítaspyrnu á 78. mínútu.
Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Aron og félaga þar sem Patrick Mortensen kom gestunum frá Árósum yfir á 28. mínútu. Anders Jacobsen jafnaði leikinn fyrir Horsens á 60. mínútu áður en Aron fullkomnaði viðsnúning heimamanna.
Stigin þrjú þýða að nýliðar Horsens fara upp í fimmta sæti deildarinnar með 11 stig eftir sjö leiki. AGF missti hins vegar af tækifæri til að komast á topp deildarinnar með ósigrinum, AGF er í öðru sæti með 13 stig, jafn mörg stig og Silkeborg og Nordsjælland sem eru í fyrsta og þriðja sæti.