Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 20:01 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands brosir til Egils Levits, forseta Lettlands. utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar. Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. Í dag var þess minnst að þrjátíu og eitt ár er liðið síðan þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, bauð utanríkisráðherrum Eystrarsaltsríkjanna í Höfða til að undirrita samninga um endurnýjað stjórnmálasamband. Í Höfða í morgun var blásið til hátíðarsamkomu til að minnast atburðarins. Ræður forsetanna voru tilfinningaþrungnar enda um að ræða tíma þar sem ríkin losnuðu undan ánauð Sovétríkjanna. Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands,segir að hvert einasta mannsbarn Eystrasaltsríkjanna þekki framlag Íslendinga til sjálfstæðisbaráttu Eistlands, Lettlands og Litháens. „Við verðum ævinlega þakklát, um komandi aldir, fyrir þetta hugrekki litla Íslands og fólkið sem reyndist vera risar í ljósi sögunnar.“ Urmas Reinsalu vildi koma á framfæri djúpstæðu þakklæti til Íslensku þjóðarinnar. Hann sagði að hvert einasta mannsbarn í Eistlandi, Lettlandi og Litháen vissi um þátt Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni.Vísir/Ívar Egils Levits, forseti Lettlands, sagði þá að áfanginn fyrir rúmum þremur áratugum síðar hefði verið stór stund í lífi Letta en að hún hefði líka þýðingu fyrir Íslendinga. „Ísland breytti gangi sögunnar. Það er ekki á hverjum degi sem lítið land getur breytt gangi sögunnar.“ Á þessum tíma var Levits ráðgjafi þáverandi utanríkisráðherra landsins og man eftir þessu augnabliki eins og það hefði gerst í gær. Forseti Lettlands man afar vel eftir deginum örlagaríka fyrir þrjátíu og einu ári.Vísir/Ívar „Ég var viðstaddur þegar símbréfið kom frá Reykjavík og þetta var auðvitað mjög tilfinningaþrungin stund. Strax á eftir fylgdu fleiri símbréf en það fyrsta var íslenskt.“ Eystrasaltsríkin hafa undanfarið losað sig við ýmsa minnisvarða sem stóðu til heiðurs sovéskum hersveitum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu vildu þau ekkert með þá hafa. „Svona hegðun, svona yfirgang gegn öðrum ríkjum líðum við ekki.“ Eistland Lettland Litháen Innrás Rússa í Úkraínu Sovétríkin Kalda stríðið Tengdar fréttir Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. 26. ágúst 2022 14:42 Forsetar og fylgdarlið á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið Lögregluþjónar á mótorhjólum hafa sést víða á höfuðborgarsvæðinu í dag í fylgd rúta og annarra bíla. Götum hefur verið lokað um stuttan tíma og hafa margir borgarbúar orðið varir við umferðina. 25. ágúst 2022 20:08 Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Í dag var þess minnst að þrjátíu og eitt ár er liðið síðan þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, bauð utanríkisráðherrum Eystrarsaltsríkjanna í Höfða til að undirrita samninga um endurnýjað stjórnmálasamband. Í Höfða í morgun var blásið til hátíðarsamkomu til að minnast atburðarins. Ræður forsetanna voru tilfinningaþrungnar enda um að ræða tíma þar sem ríkin losnuðu undan ánauð Sovétríkjanna. Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands,segir að hvert einasta mannsbarn Eystrasaltsríkjanna þekki framlag Íslendinga til sjálfstæðisbaráttu Eistlands, Lettlands og Litháens. „Við verðum ævinlega þakklát, um komandi aldir, fyrir þetta hugrekki litla Íslands og fólkið sem reyndist vera risar í ljósi sögunnar.“ Urmas Reinsalu vildi koma á framfæri djúpstæðu þakklæti til Íslensku þjóðarinnar. Hann sagði að hvert einasta mannsbarn í Eistlandi, Lettlandi og Litháen vissi um þátt Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni.Vísir/Ívar Egils Levits, forseti Lettlands, sagði þá að áfanginn fyrir rúmum þremur áratugum síðar hefði verið stór stund í lífi Letta en að hún hefði líka þýðingu fyrir Íslendinga. „Ísland breytti gangi sögunnar. Það er ekki á hverjum degi sem lítið land getur breytt gangi sögunnar.“ Á þessum tíma var Levits ráðgjafi þáverandi utanríkisráðherra landsins og man eftir þessu augnabliki eins og það hefði gerst í gær. Forseti Lettlands man afar vel eftir deginum örlagaríka fyrir þrjátíu og einu ári.Vísir/Ívar „Ég var viðstaddur þegar símbréfið kom frá Reykjavík og þetta var auðvitað mjög tilfinningaþrungin stund. Strax á eftir fylgdu fleiri símbréf en það fyrsta var íslenskt.“ Eystrasaltsríkin hafa undanfarið losað sig við ýmsa minnisvarða sem stóðu til heiðurs sovéskum hersveitum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu vildu þau ekkert með þá hafa. „Svona hegðun, svona yfirgang gegn öðrum ríkjum líðum við ekki.“
Eistland Lettland Litháen Innrás Rússa í Úkraínu Sovétríkin Kalda stríðið Tengdar fréttir Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. 26. ágúst 2022 14:42 Forsetar og fylgdarlið á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið Lögregluþjónar á mótorhjólum hafa sést víða á höfuðborgarsvæðinu í dag í fylgd rúta og annarra bíla. Götum hefur verið lokað um stuttan tíma og hafa margir borgarbúar orðið varir við umferðina. 25. ágúst 2022 20:08 Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. 26. ágúst 2022 14:42
Forsetar og fylgdarlið á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið Lögregluþjónar á mótorhjólum hafa sést víða á höfuðborgarsvæðinu í dag í fylgd rúta og annarra bíla. Götum hefur verið lokað um stuttan tíma og hafa margir borgarbúar orðið varir við umferðina. 25. ágúst 2022 20:08
Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30