Örugg búseta? Heiða Björk Sturludóttir skrifar 26. ágúst 2022 10:00 Samfélag manna hefur tekið miklum breytingum í tímans rás. Margir guðir, einn guð, enginn guð. Ættbálkasamfélög, borgríki, lýðveldi. Hestvagnar, bifreiðar, geimflaugar. Breytingar eru óumflýjanlegar. Þær eru hluti af lífinu og við erum sífellt minnt á að ekkert varir að eilífu. Kerfi mannanna verð úrelt með tímanum. Þau vara ekki að eilífu. Tregða ríkisvaldsins gegn breytingum hefur valdið fólki óþarfa þjáningum í gegnum tíðina þegar úr sér gengnum kerfum er leyft að malla áfram. Síðasta árhundraðið og ríflega það, hafa Íslendingar búið við frelsi sem á fyrri öldum var óþekkt. Fólk má flytja á milli hreppa þegar því sýnist, versla við þann kaupmann sem þeim sýnist og má meira að segja ráða því hvort það trúir á Jesú, marga guði eða engan guð. En, ennþá er það samt þannig að fólk má ekki búa þar sem því sýnist. Það eru lög í landinu um það hvar fólk má eiga fasta búsetu. Þau heita Lög um lögheimili og eru frá 2018. Í þeim segir m.a. að ekki megi hafa fasta búsetu í skipulagðri frístundabyggð. Samt búa sennilega hundruðir Íslendinga í frístundahúsinu sínu og hafa þar sitt aðalheimili. Þessi hundruð manna geta samt ekki skráð lögheimili sitt þar sem þau sannarlega búa, sem er í sk frístundahúsi. Þessi pistill er skrifaður í tilefni þess að íbúar frístundahúsa í Grímnes- og grafningshreppi hafa nú tekið höndum saman og stofnað íbúasamtök sem berjast fyrir hagsmunum þessa hóps og reyna að ýta við úreltu kerfi og fá að skrá sig til húsa, þar sem þau sannarlega búa. Nú á að reyna að þoka málunum aðeins fram á við og bregðast við ákalli tímans. Nafn félagsins er Örugg búseta vegna þess að í dag býr hópurinn við óöryggi og minni réttindi en aðrir þegnar þessa lands. Á vefsíðu félagsins www.oruggbuseta.is má lesa um hagsmunamál félagsmanna sem hefur fjölgað úr 10 í rúmlega 40 á þremur mánuðum og mun halda áfram að vaxa á næstu mánuðum. Fyrsti félagsfundur hins nýja félags hefur verið boðaður í Félagsheimilinu að borg kl 19:30 þann 7. september næstkomandi. Í dag er engin leið til að nálgast stóran hluta íbúa því dvalarstaður fólks er ekki skráður ef það býr í frístundahúsi. Fyrrverandi sveitastjóri í Kjósarhreppi sendi bréf í apríl sl. til Sigurðar Inga Innviðaráðherra og Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og viðraði áhyggjur sínar af þessu fyrirkomulagi. Hann skrifaði: ,, Ekki er hægt að leita uppi þessa einstaklinga ef mikið liggur á sem hlýtur að vera öryggisatriði. T.d. ef bruni, jarðvegshrun eða annað kann að koma upp við eða í húsi sem viðkomandi býr í.“ Sveitarstjórinn stakk uppá fínum leiðum til að leysa málið. Vonandi bregst innviðaráðherra fljótt og vel við og hunsar ekki ákall breyttra tíma. Fólk vill ráða því hvort það býr í frístundahúsinu sínu, skútunni sinni eða í blokk í Grafarvoginum. Tímarnir breytast og kerfi mannanna ganga í endurnýjun lífdaga. Nú vill fólk fá að skrá fasta búsetu í húsin sín, sem oft á tíðum eru engin frístundahús heldur eina heimilið á Íslandi og gjarnan glæsileg einbýlishús utan við borgir og bæji umvafin náttúrufegurð og friðsæld. Höfundur er sagnfræðingur og umhverfisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Samfélag manna hefur tekið miklum breytingum í tímans rás. Margir guðir, einn guð, enginn guð. Ættbálkasamfélög, borgríki, lýðveldi. Hestvagnar, bifreiðar, geimflaugar. Breytingar eru óumflýjanlegar. Þær eru hluti af lífinu og við erum sífellt minnt á að ekkert varir að eilífu. Kerfi mannanna verð úrelt með tímanum. Þau vara ekki að eilífu. Tregða ríkisvaldsins gegn breytingum hefur valdið fólki óþarfa þjáningum í gegnum tíðina þegar úr sér gengnum kerfum er leyft að malla áfram. Síðasta árhundraðið og ríflega það, hafa Íslendingar búið við frelsi sem á fyrri öldum var óþekkt. Fólk má flytja á milli hreppa þegar því sýnist, versla við þann kaupmann sem þeim sýnist og má meira að segja ráða því hvort það trúir á Jesú, marga guði eða engan guð. En, ennþá er það samt þannig að fólk má ekki búa þar sem því sýnist. Það eru lög í landinu um það hvar fólk má eiga fasta búsetu. Þau heita Lög um lögheimili og eru frá 2018. Í þeim segir m.a. að ekki megi hafa fasta búsetu í skipulagðri frístundabyggð. Samt búa sennilega hundruðir Íslendinga í frístundahúsinu sínu og hafa þar sitt aðalheimili. Þessi hundruð manna geta samt ekki skráð lögheimili sitt þar sem þau sannarlega búa, sem er í sk frístundahúsi. Þessi pistill er skrifaður í tilefni þess að íbúar frístundahúsa í Grímnes- og grafningshreppi hafa nú tekið höndum saman og stofnað íbúasamtök sem berjast fyrir hagsmunum þessa hóps og reyna að ýta við úreltu kerfi og fá að skrá sig til húsa, þar sem þau sannarlega búa. Nú á að reyna að þoka málunum aðeins fram á við og bregðast við ákalli tímans. Nafn félagsins er Örugg búseta vegna þess að í dag býr hópurinn við óöryggi og minni réttindi en aðrir þegnar þessa lands. Á vefsíðu félagsins www.oruggbuseta.is má lesa um hagsmunamál félagsmanna sem hefur fjölgað úr 10 í rúmlega 40 á þremur mánuðum og mun halda áfram að vaxa á næstu mánuðum. Fyrsti félagsfundur hins nýja félags hefur verið boðaður í Félagsheimilinu að borg kl 19:30 þann 7. september næstkomandi. Í dag er engin leið til að nálgast stóran hluta íbúa því dvalarstaður fólks er ekki skráður ef það býr í frístundahúsi. Fyrrverandi sveitastjóri í Kjósarhreppi sendi bréf í apríl sl. til Sigurðar Inga Innviðaráðherra og Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og viðraði áhyggjur sínar af þessu fyrirkomulagi. Hann skrifaði: ,, Ekki er hægt að leita uppi þessa einstaklinga ef mikið liggur á sem hlýtur að vera öryggisatriði. T.d. ef bruni, jarðvegshrun eða annað kann að koma upp við eða í húsi sem viðkomandi býr í.“ Sveitarstjórinn stakk uppá fínum leiðum til að leysa málið. Vonandi bregst innviðaráðherra fljótt og vel við og hunsar ekki ákall breyttra tíma. Fólk vill ráða því hvort það býr í frístundahúsinu sínu, skútunni sinni eða í blokk í Grafarvoginum. Tímarnir breytast og kerfi mannanna ganga í endurnýjun lífdaga. Nú vill fólk fá að skrá fasta búsetu í húsin sín, sem oft á tíðum eru engin frístundahús heldur eina heimilið á Íslandi og gjarnan glæsileg einbýlishús utan við borgir og bæji umvafin náttúrufegurð og friðsæld. Höfundur er sagnfræðingur og umhverfisfræðingur.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun