Örugg búseta? Heiða Björk Sturludóttir skrifar 26. ágúst 2022 10:00 Samfélag manna hefur tekið miklum breytingum í tímans rás. Margir guðir, einn guð, enginn guð. Ættbálkasamfélög, borgríki, lýðveldi. Hestvagnar, bifreiðar, geimflaugar. Breytingar eru óumflýjanlegar. Þær eru hluti af lífinu og við erum sífellt minnt á að ekkert varir að eilífu. Kerfi mannanna verð úrelt með tímanum. Þau vara ekki að eilífu. Tregða ríkisvaldsins gegn breytingum hefur valdið fólki óþarfa þjáningum í gegnum tíðina þegar úr sér gengnum kerfum er leyft að malla áfram. Síðasta árhundraðið og ríflega það, hafa Íslendingar búið við frelsi sem á fyrri öldum var óþekkt. Fólk má flytja á milli hreppa þegar því sýnist, versla við þann kaupmann sem þeim sýnist og má meira að segja ráða því hvort það trúir á Jesú, marga guði eða engan guð. En, ennþá er það samt þannig að fólk má ekki búa þar sem því sýnist. Það eru lög í landinu um það hvar fólk má eiga fasta búsetu. Þau heita Lög um lögheimili og eru frá 2018. Í þeim segir m.a. að ekki megi hafa fasta búsetu í skipulagðri frístundabyggð. Samt búa sennilega hundruðir Íslendinga í frístundahúsinu sínu og hafa þar sitt aðalheimili. Þessi hundruð manna geta samt ekki skráð lögheimili sitt þar sem þau sannarlega búa, sem er í sk frístundahúsi. Þessi pistill er skrifaður í tilefni þess að íbúar frístundahúsa í Grímnes- og grafningshreppi hafa nú tekið höndum saman og stofnað íbúasamtök sem berjast fyrir hagsmunum þessa hóps og reyna að ýta við úreltu kerfi og fá að skrá sig til húsa, þar sem þau sannarlega búa. Nú á að reyna að þoka málunum aðeins fram á við og bregðast við ákalli tímans. Nafn félagsins er Örugg búseta vegna þess að í dag býr hópurinn við óöryggi og minni réttindi en aðrir þegnar þessa lands. Á vefsíðu félagsins www.oruggbuseta.is má lesa um hagsmunamál félagsmanna sem hefur fjölgað úr 10 í rúmlega 40 á þremur mánuðum og mun halda áfram að vaxa á næstu mánuðum. Fyrsti félagsfundur hins nýja félags hefur verið boðaður í Félagsheimilinu að borg kl 19:30 þann 7. september næstkomandi. Í dag er engin leið til að nálgast stóran hluta íbúa því dvalarstaður fólks er ekki skráður ef það býr í frístundahúsi. Fyrrverandi sveitastjóri í Kjósarhreppi sendi bréf í apríl sl. til Sigurðar Inga Innviðaráðherra og Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og viðraði áhyggjur sínar af þessu fyrirkomulagi. Hann skrifaði: ,, Ekki er hægt að leita uppi þessa einstaklinga ef mikið liggur á sem hlýtur að vera öryggisatriði. T.d. ef bruni, jarðvegshrun eða annað kann að koma upp við eða í húsi sem viðkomandi býr í.“ Sveitarstjórinn stakk uppá fínum leiðum til að leysa málið. Vonandi bregst innviðaráðherra fljótt og vel við og hunsar ekki ákall breyttra tíma. Fólk vill ráða því hvort það býr í frístundahúsinu sínu, skútunni sinni eða í blokk í Grafarvoginum. Tímarnir breytast og kerfi mannanna ganga í endurnýjun lífdaga. Nú vill fólk fá að skrá fasta búsetu í húsin sín, sem oft á tíðum eru engin frístundahús heldur eina heimilið á Íslandi og gjarnan glæsileg einbýlishús utan við borgir og bæji umvafin náttúrufegurð og friðsæld. Höfundur er sagnfræðingur og umhverfisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Samfélag manna hefur tekið miklum breytingum í tímans rás. Margir guðir, einn guð, enginn guð. Ættbálkasamfélög, borgríki, lýðveldi. Hestvagnar, bifreiðar, geimflaugar. Breytingar eru óumflýjanlegar. Þær eru hluti af lífinu og við erum sífellt minnt á að ekkert varir að eilífu. Kerfi mannanna verð úrelt með tímanum. Þau vara ekki að eilífu. Tregða ríkisvaldsins gegn breytingum hefur valdið fólki óþarfa þjáningum í gegnum tíðina þegar úr sér gengnum kerfum er leyft að malla áfram. Síðasta árhundraðið og ríflega það, hafa Íslendingar búið við frelsi sem á fyrri öldum var óþekkt. Fólk má flytja á milli hreppa þegar því sýnist, versla við þann kaupmann sem þeim sýnist og má meira að segja ráða því hvort það trúir á Jesú, marga guði eða engan guð. En, ennþá er það samt þannig að fólk má ekki búa þar sem því sýnist. Það eru lög í landinu um það hvar fólk má eiga fasta búsetu. Þau heita Lög um lögheimili og eru frá 2018. Í þeim segir m.a. að ekki megi hafa fasta búsetu í skipulagðri frístundabyggð. Samt búa sennilega hundruðir Íslendinga í frístundahúsinu sínu og hafa þar sitt aðalheimili. Þessi hundruð manna geta samt ekki skráð lögheimili sitt þar sem þau sannarlega búa, sem er í sk frístundahúsi. Þessi pistill er skrifaður í tilefni þess að íbúar frístundahúsa í Grímnes- og grafningshreppi hafa nú tekið höndum saman og stofnað íbúasamtök sem berjast fyrir hagsmunum þessa hóps og reyna að ýta við úreltu kerfi og fá að skrá sig til húsa, þar sem þau sannarlega búa. Nú á að reyna að þoka málunum aðeins fram á við og bregðast við ákalli tímans. Nafn félagsins er Örugg búseta vegna þess að í dag býr hópurinn við óöryggi og minni réttindi en aðrir þegnar þessa lands. Á vefsíðu félagsins www.oruggbuseta.is má lesa um hagsmunamál félagsmanna sem hefur fjölgað úr 10 í rúmlega 40 á þremur mánuðum og mun halda áfram að vaxa á næstu mánuðum. Fyrsti félagsfundur hins nýja félags hefur verið boðaður í Félagsheimilinu að borg kl 19:30 þann 7. september næstkomandi. Í dag er engin leið til að nálgast stóran hluta íbúa því dvalarstaður fólks er ekki skráður ef það býr í frístundahúsi. Fyrrverandi sveitastjóri í Kjósarhreppi sendi bréf í apríl sl. til Sigurðar Inga Innviðaráðherra og Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og viðraði áhyggjur sínar af þessu fyrirkomulagi. Hann skrifaði: ,, Ekki er hægt að leita uppi þessa einstaklinga ef mikið liggur á sem hlýtur að vera öryggisatriði. T.d. ef bruni, jarðvegshrun eða annað kann að koma upp við eða í húsi sem viðkomandi býr í.“ Sveitarstjórinn stakk uppá fínum leiðum til að leysa málið. Vonandi bregst innviðaráðherra fljótt og vel við og hunsar ekki ákall breyttra tíma. Fólk vill ráða því hvort það býr í frístundahúsinu sínu, skútunni sinni eða í blokk í Grafarvoginum. Tímarnir breytast og kerfi mannanna ganga í endurnýjun lífdaga. Nú vill fólk fá að skrá fasta búsetu í húsin sín, sem oft á tíðum eru engin frístundahús heldur eina heimilið á Íslandi og gjarnan glæsileg einbýlishús utan við borgir og bæji umvafin náttúrufegurð og friðsæld. Höfundur er sagnfræðingur og umhverfisfræðingur.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar