„Við erum á algerlega rangri braut“: Strákarnir okkar brjótast inn og stelpurnar selja sig Snorri Másson skrifar 25. ágúst 2022 09:13 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari segir að íslensk stjórnvöld eigi að gefa það frjálst hvaða vímuefna menn neyta; lögleiða vímuefni, með öðrum orðum. Bannstefnan hafi valdið meiri skaða en hún hefur skilað árangri. „Ég fullyrði að við fáum betra og viðfelldnara samfélag út úr þessu heldur en þessu lögregluríki sem við erum að reyna að beita á neyslu annarra efna heldur en áfengis,“ segir Jón Steinar. Hæstaréttarlögmaðurinn hefur um áratugaskeið talað fyrir breyttri nálgun í fíkniefnastríðinu, enda segir hann koma æ betur í ljós að enginn árangur sé af stríðinu, hvorki hér né annars staðar. Vissulega takist einstaka sinnum að refsa einum eða öðrum, oft ungu fólki sem hefur villst af leið. En að uppræta vandann tekst ekki. Jón Steinar ræddi þessi mál í Íslandi í dag sem má horfa á hér að ofan. Þar var einnig farið yfir nýlega haldlagningu lögreglunnar á hundrað kílóum af kókaíni, sem yfirlögregluþjónn hefur þó sagt að muni ekki endilega hafa áhrif á verðið á kókaíni. Þau ummæli hafa vakið athygli og þykja til marks um að stríðið gegn fíkniefnum sé ekki að skila þeim árangri sem miðað var að. Jón Steinar Gunnlaugsson segir tímabært að nálgast vímuefnavandann eftir nýjum leiðum. Bannstefnan sé ekki að bera árangur.Vísir/Egill Fólk vill drekka áfengið sitt með góðri samvisku Á sama tíma og fíkniefni eru ólögleg; kannabis, kókaín, ofskynjunarlyf; er áfengi löglegt. Jón segir erfitt að fá það til að ganga upp og tekur dæmi af því þegar hann hefur varið brotamenn í fíkniefnamálum. „Ég, verjandinn, og ákærandinn förum inn í réttarsal og flytjum málin og förum svo saman á barinn á eftir. Og fáum okkur áfengi. Þetta er auðvitað tvískinnungur sem á ekki að vera boðlegur í neinu samfélagi,“ segir Jón Steinar. Enda þótt margir sjái að bannstefnan skili ekki tilætluðum árangri geta fæstir séð fyrir sér að leyfa allt. „Ég hef hugmynd um það hvers vegna svona margir taka þessa afstöðu,“ segir Jón Steinar. „Það er vegna þess að þeir hafa ákveðna nautn af áfengisneyslu og finnst þeir réttlæta gjörðir sínar í því efni með því að vera á móti öðrum vímugjöfum. Þeir segja: Sjáðu, ég er svo góður. Ég nota bara áfengi og ég er á móti hinu. En þetta er auðvitað í eðli sínu það sama. Hvort sem þetta heitir áfengi eða eitthvað annað, þá er þetta auðvitað bara efni sem menn taka inn til þess að komast í vímu,“ segir Jón Steinar. Fangar eigin hugsana Heilbrigðisráðherra hefur stefnt að því að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta en forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa þó lýst miklum efasemdum um að stíga skrefið til fulls og gera fíkniefni almennt lögleg. Jón Steinar segir ríkisstjórnina fanga eigin hugsana. „Hugsaðu þér bara ungmenni sem leiðist út í að taka fíkniefni. Hann þarf þá að fjármagna það, hvernig gerir hann það? Jú. Hann brýst inn. Stelpurnar selja sig. Dætur okkar. Þetta er nú aldeilis geðslegt eða hitt þó heldur. Og við eigum bara að höggva á hnútinn. Ég held að það séu æ fleiri sem eru að átta sig á að við erum á algerlega rangri braut með þetta,“ segir Jón Steinar. Fíkniefnabrot Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
„Ég fullyrði að við fáum betra og viðfelldnara samfélag út úr þessu heldur en þessu lögregluríki sem við erum að reyna að beita á neyslu annarra efna heldur en áfengis,“ segir Jón Steinar. Hæstaréttarlögmaðurinn hefur um áratugaskeið talað fyrir breyttri nálgun í fíkniefnastríðinu, enda segir hann koma æ betur í ljós að enginn árangur sé af stríðinu, hvorki hér né annars staðar. Vissulega takist einstaka sinnum að refsa einum eða öðrum, oft ungu fólki sem hefur villst af leið. En að uppræta vandann tekst ekki. Jón Steinar ræddi þessi mál í Íslandi í dag sem má horfa á hér að ofan. Þar var einnig farið yfir nýlega haldlagningu lögreglunnar á hundrað kílóum af kókaíni, sem yfirlögregluþjónn hefur þó sagt að muni ekki endilega hafa áhrif á verðið á kókaíni. Þau ummæli hafa vakið athygli og þykja til marks um að stríðið gegn fíkniefnum sé ekki að skila þeim árangri sem miðað var að. Jón Steinar Gunnlaugsson segir tímabært að nálgast vímuefnavandann eftir nýjum leiðum. Bannstefnan sé ekki að bera árangur.Vísir/Egill Fólk vill drekka áfengið sitt með góðri samvisku Á sama tíma og fíkniefni eru ólögleg; kannabis, kókaín, ofskynjunarlyf; er áfengi löglegt. Jón segir erfitt að fá það til að ganga upp og tekur dæmi af því þegar hann hefur varið brotamenn í fíkniefnamálum. „Ég, verjandinn, og ákærandinn förum inn í réttarsal og flytjum málin og förum svo saman á barinn á eftir. Og fáum okkur áfengi. Þetta er auðvitað tvískinnungur sem á ekki að vera boðlegur í neinu samfélagi,“ segir Jón Steinar. Enda þótt margir sjái að bannstefnan skili ekki tilætluðum árangri geta fæstir séð fyrir sér að leyfa allt. „Ég hef hugmynd um það hvers vegna svona margir taka þessa afstöðu,“ segir Jón Steinar. „Það er vegna þess að þeir hafa ákveðna nautn af áfengisneyslu og finnst þeir réttlæta gjörðir sínar í því efni með því að vera á móti öðrum vímugjöfum. Þeir segja: Sjáðu, ég er svo góður. Ég nota bara áfengi og ég er á móti hinu. En þetta er auðvitað í eðli sínu það sama. Hvort sem þetta heitir áfengi eða eitthvað annað, þá er þetta auðvitað bara efni sem menn taka inn til þess að komast í vímu,“ segir Jón Steinar. Fangar eigin hugsana Heilbrigðisráðherra hefur stefnt að því að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta en forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa þó lýst miklum efasemdum um að stíga skrefið til fulls og gera fíkniefni almennt lögleg. Jón Steinar segir ríkisstjórnina fanga eigin hugsana. „Hugsaðu þér bara ungmenni sem leiðist út í að taka fíkniefni. Hann þarf þá að fjármagna það, hvernig gerir hann það? Jú. Hann brýst inn. Stelpurnar selja sig. Dætur okkar. Þetta er nú aldeilis geðslegt eða hitt þó heldur. Og við eigum bara að höggva á hnútinn. Ég held að það séu æ fleiri sem eru að átta sig á að við erum á algerlega rangri braut með þetta,“ segir Jón Steinar.
Fíkniefnabrot Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira