Án lykilmanns í úrslitaleiknum við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 09:01 Lieke Martens meiddist á Evrópumótinu í Englandi í sumar og verður ekki með gegn Íslandi. Getty Glænýr landsliðsþjálfari Hollands hefur valið 26 leikmenn í landsliðshóp fyrir leikinn við Ísland í Utrecht 6. september, sem verður úrslitaleikur um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári. Andries Jonker var í gær kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Hollands en hann kemur í stað Marks Parsons sem var rekinn eftir að Holland náði „aðeins“ í 8-liða úrslit á EM í Englandi. Jonker þarf að vera fljótur að koma sér inn í hlutina en fær einn vináttulandsleik, gegn Skotum, áður en að úrslitaleiknum við Ísland kemur. Hann er þó með sömu aðstoðarmenn og Parsons hafði. Eitt fyrsta verk Jonkers var að velja landsliðshóp en hann gat ekki valið hina frábæru Lieke Martens, kantmanninn sem PSG var að fá frá Barcelona og valin var best í heimi árið 2017. Bondscoach Andries Jonker heeft geselecteerd voor het oefenduel tegen Schotland (2/9) en het beslissende WK-kwalificatieduel tegen IJsland (6/9). Zien we jullie daar? #NEDSCO #NEDISL pic.twitter.com/xgeDqxcgoG— OranjeLeeuwinnen (@oranjevrouwen) August 24, 2022 Martens meiddist á Evrópumótinu og hefur ekki náð að jafna sig af þeim meiðslum. Markvörðurinn Lize Kop snýr hins vegar aftur eftir árs fjarveru en Sari van Veenendaal, sem var fyrirliði og aðalmarkvörður Hollands, lagði skóna á hilluna eftir EM. Skærasta stjarna Hollands, af mörgum góðum, er Vivianne Miedema, sóknarmaður Arsenal, sem skorað hefur 94 mörk í 113 A-landsleikjum. Hún missti af leikjum á EM vegna kórónuveirusmits en spilaði í tapinu gegn Frökkum í 8-liða úrslitunum. Holland vann 2-0 sigur gegn Íslandi á Laugardalsvelli í fyrra en engu að síður er það svo, vegna jafntefla Hollands við Tékkland, að ef Ísland vinnur Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli 2. september dugar liðinu jafntefli í lokaleiknum gegn Hollandi, til að komast á HM í fyrsta sinn. Tapi liðið fer það í umspil. Landsliðshópur Hollands: Lineth Beerensteyn, Juventus Esmee Brugts, PSV Kerstin Casparij, Manchester City Caitlin Dijkstra, FC Twente Merel van Dongen, Atletico Madrid Danielle van de Donk, Olympique Lyon Daphne van Domselaar, FC Twente Kayleigh van Dooren, FC Twente Damaris Egurrola, Olympique Lyon Kika from Es, PSV Stefanie van der Gragt, Internazionale Jackie Groenen, Manchester United Renate Jansen, FC Twente Dominique Janssen, VfL Wolfsburg Fenna Kalmac, FC Twente Lize Kop, Ajax Romee Leuchter, Ajax Barbara Lorsheyd, Ado den Haag Vivianne Miedema, Arsenal Aniek Nouwen, Chelsea Marisa Olislagers, FC Twente Victoria Pelova, Ajax Jill Roord, VfL Wolfsburg Shanice van de Sanden, Liverpool Sherida Spitse, Ajax Lynn Wilms, VfL Wolfsburg HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Andries Jonker var í gær kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Hollands en hann kemur í stað Marks Parsons sem var rekinn eftir að Holland náði „aðeins“ í 8-liða úrslit á EM í Englandi. Jonker þarf að vera fljótur að koma sér inn í hlutina en fær einn vináttulandsleik, gegn Skotum, áður en að úrslitaleiknum við Ísland kemur. Hann er þó með sömu aðstoðarmenn og Parsons hafði. Eitt fyrsta verk Jonkers var að velja landsliðshóp en hann gat ekki valið hina frábæru Lieke Martens, kantmanninn sem PSG var að fá frá Barcelona og valin var best í heimi árið 2017. Bondscoach Andries Jonker heeft geselecteerd voor het oefenduel tegen Schotland (2/9) en het beslissende WK-kwalificatieduel tegen IJsland (6/9). Zien we jullie daar? #NEDSCO #NEDISL pic.twitter.com/xgeDqxcgoG— OranjeLeeuwinnen (@oranjevrouwen) August 24, 2022 Martens meiddist á Evrópumótinu og hefur ekki náð að jafna sig af þeim meiðslum. Markvörðurinn Lize Kop snýr hins vegar aftur eftir árs fjarveru en Sari van Veenendaal, sem var fyrirliði og aðalmarkvörður Hollands, lagði skóna á hilluna eftir EM. Skærasta stjarna Hollands, af mörgum góðum, er Vivianne Miedema, sóknarmaður Arsenal, sem skorað hefur 94 mörk í 113 A-landsleikjum. Hún missti af leikjum á EM vegna kórónuveirusmits en spilaði í tapinu gegn Frökkum í 8-liða úrslitunum. Holland vann 2-0 sigur gegn Íslandi á Laugardalsvelli í fyrra en engu að síður er það svo, vegna jafntefla Hollands við Tékkland, að ef Ísland vinnur Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli 2. september dugar liðinu jafntefli í lokaleiknum gegn Hollandi, til að komast á HM í fyrsta sinn. Tapi liðið fer það í umspil. Landsliðshópur Hollands: Lineth Beerensteyn, Juventus Esmee Brugts, PSV Kerstin Casparij, Manchester City Caitlin Dijkstra, FC Twente Merel van Dongen, Atletico Madrid Danielle van de Donk, Olympique Lyon Daphne van Domselaar, FC Twente Kayleigh van Dooren, FC Twente Damaris Egurrola, Olympique Lyon Kika from Es, PSV Stefanie van der Gragt, Internazionale Jackie Groenen, Manchester United Renate Jansen, FC Twente Dominique Janssen, VfL Wolfsburg Fenna Kalmac, FC Twente Lize Kop, Ajax Romee Leuchter, Ajax Barbara Lorsheyd, Ado den Haag Vivianne Miedema, Arsenal Aniek Nouwen, Chelsea Marisa Olislagers, FC Twente Victoria Pelova, Ajax Jill Roord, VfL Wolfsburg Shanice van de Sanden, Liverpool Sherida Spitse, Ajax Lynn Wilms, VfL Wolfsburg
Lineth Beerensteyn, Juventus Esmee Brugts, PSV Kerstin Casparij, Manchester City Caitlin Dijkstra, FC Twente Merel van Dongen, Atletico Madrid Danielle van de Donk, Olympique Lyon Daphne van Domselaar, FC Twente Kayleigh van Dooren, FC Twente Damaris Egurrola, Olympique Lyon Kika from Es, PSV Stefanie van der Gragt, Internazionale Jackie Groenen, Manchester United Renate Jansen, FC Twente Dominique Janssen, VfL Wolfsburg Fenna Kalmac, FC Twente Lize Kop, Ajax Romee Leuchter, Ajax Barbara Lorsheyd, Ado den Haag Vivianne Miedema, Arsenal Aniek Nouwen, Chelsea Marisa Olislagers, FC Twente Victoria Pelova, Ajax Jill Roord, VfL Wolfsburg Shanice van de Sanden, Liverpool Sherida Spitse, Ajax Lynn Wilms, VfL Wolfsburg
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira