Hrafnhildur mun fara út fyrir Íslands hönd í Miss Universe keppnina sem fer fram í San José á Kosta Ríka í ár. Í öðru sæti var Ísabella Þorvaldsdóttir, Miss Northern Iceland.
Sextán stúlkur kepptu um titilinn í ár. Keppendur komu fram í dansatriði og svo komu þær fram bæði á sundfötum og í síðkjólum. Dagana fyrir keppni höfðu þær farið í dómaraviðtöl á hótelinu sem þær dvöldu saman á.
Fyrst var tilkynnt um efstu tíu stelpurnar, þar á eftir topp fimm og alþjóðlega dómnefndin valdi svo að lokum Hrafnhildi sem var krýnd Miss Universe Iceland árið 2022. Með henn í topp fimm voru Þorbjörg Kristinsdóttir, Alexandra Andreyeva Tomasdottir, Ísabella Þorvaldsdóttir og Elva Björk Jónsdóttir.
Sjá má myndband af krýningunni í myndbandinu hér að neðan.