Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Jakob Bjarnar skrifar 24. ágúst 2022 13:42 Þorsteinn Víglundsson er talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi. Hann dregur ekki dul á að um sé að ræða risavaxið verkefni á íslenskan mælikvarða. En það sé á algjöru frumstigi og ekkert verði gert án samráðs við íbúa Þorlákshafnar. vísir/vilhelm/egill Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. Vísir hefur að undanförnu fjallað ítarlega um tröllaukið verkefni sem nú er í burðarliðnum og snýr að stórfelldum efnisflutningum og afleiddum áhrifum. Til stendur að moka í burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Verkefnið hefur þegar valdið verulegri ólgu í Þorlákshöfn en Þorsteinn segir, sem talsmaður HeidlebergCement, að ekki standi til að blanda sér í bæjarmálapólitíkina í Þorlákshöfn. Slíkt sé fjarri lagi, hann segir gott að umræðan sé komin fram og hann leggur á það áherslu að enn sé verkefnið á forhönnunarstigi. Nú er verið að skoða útfærslur. Ekkert verði gert án samráðs við íbúa, þar liggi fyrir einlægur vilji af hálfu Heidelbergs. Og fyrirtækið sé boðið og búið í að upplýsa um framgang málsins á öllum stigum. Felur í sér sparnað sem nemur milljón tonnum á ári Þorsteinn segir að það verði vitaskuld ekki fram hjá því litið að um sé að ræða afar umfangsmikla starfsemi á íslenskan mælikvarða, flutnings- og námuvinnslu. Og leitast verði við að lágmarka umhverfisáhrif. „En við höfum horft til loftslagsmálanna. Notkun móbergs, sem finna má á Íslandi og í nágrenni Þorlákshafnar, og vinnsla þess með endurnýtanlegri orku á Íslandi er til þess fallið að breyta og draga verulega úr neikvæðum loftslagsáhrifum sementsframleiðslu á heimsvísu. Þetta verkefni er til þess fallið að lækka gríðarlega kolefnisspor í norðanverðri Evrópu, og hið augljósa er að þetta er hnattrænt verkefni. Þorsteinn segir að vega þurfi að meta kosti og galla, og það verði gert en verkefnið sé sem slíkt umhverfisvænt á heimsvísu og spari milljón tonna losun kolefnisspors í norðanverðri Evrópu.vísir/vilhelm Útflutningur á 1,5 milljón tonna af efni á ári, samsvarar þá sparnaði í losun uppá milljón tonn á ári, sem er á pari við fimmtung losunar Íslands. Samkvæmt okkar samningi eru þau áhrif jákvæð, og það þarf að vega þetta og meta,“ segir Þorsteinn. En sem áður segir þá dregur Þorsteinn ekki fjöður yfir að verkefnið eitt og sér hafi mikil staðaráhrif og það þurfi að taka inn í myndina. En engar ákvarðanir hafi enn verið teknar, verkefnið sé á byrjunarstigi og aðeins liggi fyrir vilyrði fyrir lóðum í Þorlákshöfn á þessu stigi máls. Vilja vera góður nágranni Að sögn Þorsteins er næst á dagskrá að kanna frekar fýsileika verkefnisins. „Eingöngu grunnhönnun er hafin og verið er að skoða hvaða leiðir gætu verið mögulegar varðandi flutning efnisins. Ekki hefur því þótt tímabært að hefja kynningar og samráð við nærsamfélagið en það er alveg skýrt af hálfu HeidelbergCement að verði farið í svona vegferð verði allt kapp lagt á að tryggja góða sátt við nærumhverfið.“ Um leið og fullnægjandi grunngögn liggja fyrir hyggur fyrirtækið á kynningu á áformum sínum með hlutaðeigendum og samráð bæði við yfirvöld og íbúa Ölfuss. „Ef af verkefninu verður er það einlægur vilji fyrirtækisins að vinna það í góðri sátt við samfélagið, bæði íbúa þess og náttúru, og mun Heidelberg kappkosta að vera í hvívetna góður nágranni,“ segir Þorsteinn. Ölfus Samgöngur Stóriðja Umhverfismál Skipulag Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Vísir hefur að undanförnu fjallað ítarlega um tröllaukið verkefni sem nú er í burðarliðnum og snýr að stórfelldum efnisflutningum og afleiddum áhrifum. Til stendur að moka í burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Verkefnið hefur þegar valdið verulegri ólgu í Þorlákshöfn en Þorsteinn segir, sem talsmaður HeidlebergCement, að ekki standi til að blanda sér í bæjarmálapólitíkina í Þorlákshöfn. Slíkt sé fjarri lagi, hann segir gott að umræðan sé komin fram og hann leggur á það áherslu að enn sé verkefnið á forhönnunarstigi. Nú er verið að skoða útfærslur. Ekkert verði gert án samráðs við íbúa, þar liggi fyrir einlægur vilji af hálfu Heidelbergs. Og fyrirtækið sé boðið og búið í að upplýsa um framgang málsins á öllum stigum. Felur í sér sparnað sem nemur milljón tonnum á ári Þorsteinn segir að það verði vitaskuld ekki fram hjá því litið að um sé að ræða afar umfangsmikla starfsemi á íslenskan mælikvarða, flutnings- og námuvinnslu. Og leitast verði við að lágmarka umhverfisáhrif. „En við höfum horft til loftslagsmálanna. Notkun móbergs, sem finna má á Íslandi og í nágrenni Þorlákshafnar, og vinnsla þess með endurnýtanlegri orku á Íslandi er til þess fallið að breyta og draga verulega úr neikvæðum loftslagsáhrifum sementsframleiðslu á heimsvísu. Þetta verkefni er til þess fallið að lækka gríðarlega kolefnisspor í norðanverðri Evrópu, og hið augljósa er að þetta er hnattrænt verkefni. Þorsteinn segir að vega þurfi að meta kosti og galla, og það verði gert en verkefnið sé sem slíkt umhverfisvænt á heimsvísu og spari milljón tonna losun kolefnisspors í norðanverðri Evrópu.vísir/vilhelm Útflutningur á 1,5 milljón tonna af efni á ári, samsvarar þá sparnaði í losun uppá milljón tonn á ári, sem er á pari við fimmtung losunar Íslands. Samkvæmt okkar samningi eru þau áhrif jákvæð, og það þarf að vega þetta og meta,“ segir Þorsteinn. En sem áður segir þá dregur Þorsteinn ekki fjöður yfir að verkefnið eitt og sér hafi mikil staðaráhrif og það þurfi að taka inn í myndina. En engar ákvarðanir hafi enn verið teknar, verkefnið sé á byrjunarstigi og aðeins liggi fyrir vilyrði fyrir lóðum í Þorlákshöfn á þessu stigi máls. Vilja vera góður nágranni Að sögn Þorsteins er næst á dagskrá að kanna frekar fýsileika verkefnisins. „Eingöngu grunnhönnun er hafin og verið er að skoða hvaða leiðir gætu verið mögulegar varðandi flutning efnisins. Ekki hefur því þótt tímabært að hefja kynningar og samráð við nærsamfélagið en það er alveg skýrt af hálfu HeidelbergCement að verði farið í svona vegferð verði allt kapp lagt á að tryggja góða sátt við nærumhverfið.“ Um leið og fullnægjandi grunngögn liggja fyrir hyggur fyrirtækið á kynningu á áformum sínum með hlutaðeigendum og samráð bæði við yfirvöld og íbúa Ölfuss. „Ef af verkefninu verður er það einlægur vilji fyrirtækisins að vinna það í góðri sátt við samfélagið, bæði íbúa þess og náttúru, og mun Heidelberg kappkosta að vera í hvívetna góður nágranni,“ segir Þorsteinn.
Ölfus Samgöngur Stóriðja Umhverfismál Skipulag Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent