Stikla fyrir nýja „Knives Out“ ráðgátu: Benoit Blanc er mættur aftur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 9. september 2022 23:56 Daniel Craig á frumsýningu fyrstu Knives out myndarinnar árið 2019. Getty/Axelle/Bauer-Griffin Ný stikla hefur litið dagsins ljós vegna nýju „Knives Out“ kvikmyndarinnar. Myndin er í leikstjórn Rian Johnson. Aðdáendur kvikmyndarinnar „Knives Out“ geta tekið gleði sína á ný því framhaldsmyndin „Glass onion: A Knives Out Mystery“ mun birtast á Netflix 23. desember næstkomandi. Í fyrri „Knives Out“ kvikmyndinni gerir einkaspæjarinn Benoit Blanc tilraun til þess að varpa ljósi á dularfullan dauðdaga rithöfundarins Harlan Thrombey. Þegar Blanc mætir á svæðið er sérkennileg og marglaga fjölskylda Thrombey í sárum en Blanc grunar þau um. Nýja myndin gerist á grískri eyju en milljarðamæringurinn Miles Bron býður sínum nánustu í frí á einkaeyju sinni. Eins og svo oft áður er ekki allt sem sýnist og andlát setur strik í reikninginn. Daniel Craig fór með hlutverk Benoit Blanc í myndinni árið 2019 og mun nú endurtaka leikinn. Meðal leikara í „Glass onion: A Knives Out Mystery“ eru Ethan Hawke, Kathryn Hahn, Edward Norton, Kate Hudson og Dave Bautista ásamt fleirum. Hér að neðan má sjá stiklu nýju myndarinnar. Hollywood Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Aðdáendur kvikmyndarinnar „Knives Out“ geta tekið gleði sína á ný því framhaldsmyndin „Glass onion: A Knives Out Mystery“ mun birtast á Netflix 23. desember næstkomandi. Í fyrri „Knives Out“ kvikmyndinni gerir einkaspæjarinn Benoit Blanc tilraun til þess að varpa ljósi á dularfullan dauðdaga rithöfundarins Harlan Thrombey. Þegar Blanc mætir á svæðið er sérkennileg og marglaga fjölskylda Thrombey í sárum en Blanc grunar þau um. Nýja myndin gerist á grískri eyju en milljarðamæringurinn Miles Bron býður sínum nánustu í frí á einkaeyju sinni. Eins og svo oft áður er ekki allt sem sýnist og andlát setur strik í reikninginn. Daniel Craig fór með hlutverk Benoit Blanc í myndinni árið 2019 og mun nú endurtaka leikinn. Meðal leikara í „Glass onion: A Knives Out Mystery“ eru Ethan Hawke, Kathryn Hahn, Edward Norton, Kate Hudson og Dave Bautista ásamt fleirum. Hér að neðan má sjá stiklu nýju myndarinnar.
Hollywood Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira