Engar pappaskeiðar með skyri frá MS í Hollandi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 24. ágúst 2022 08:50 Skyrið og tréskeiðin sem fæst í Hollandi. Aðsent Pappaskeiðar sem fylgja skyri frá Ísey skyr hafa verið umdeildar um nokkurt skeið, það sama má segja um tréskeiðar sem hafa dúkkað upp á síðustu misserum. Þó virðast pappaskeiðarnar valda sérstökum ama ef marka má ummæli netverja. Á dögunum barst Vísi ábending þess efnis að annars staðar í Evrópu væri boðið upp á tréskeiðar með skyrinu í stað þeirra úr pappa sem Íslendingar kannast við. Nokkur óánægja hefur ríkt hér á landi vegna breytinga í kjölfar tilskipunar frá Evrópusambandinu gerða til þess að minnka plast í sjónum. Þetta hafði það í för með sér að ekki var lengur hægt að fá ýmsar vörur með aukahlutum úr plasti eins og þekkt hafði verið lengi heldur aðeins úr pappa. Dæmi um þær vörur sem tóku breytingum er hin ástsæla Kókómjólk og Ísey skyr. Einhver munur virðist þó ríkja á milli landa hvað varðar skeiðarnar sem fylgja með skyrinu en tréskeiðar fylgja skyrinu í Hollandi í stað pappaskeiða. Í skriflegu svari til fréttastofu vegna málsins segir Erna Erlendsdóttir sölu- og markaðsstjóri á erlendum markaði hjá Mjólkursamsölunni pappaskeiðarnar henta illa til útflutnings. „Pappaskeiðin hentar illa erlendis þar sem skyrið fer bæði lengri leið í flutningum og veltuhraðinn úr verslunum á skyrinu ekki sá sami og hér heima, þá sérstaklega í minni verslunum erlendis og kælingin til lengri tíma á pappaskeiðinni kemur sér ekki vel og því var ákveðið að notast við tréskeið,“ segir Erna. Breytingarnar sem urðu á aukahlutum úr plasti.Vísir/Óttar Þó sé búið að fjarlægja skeiðina og lokið af skyri í verslunum erlendis og stærri verslunarkeðjur hafi gripið til þess að bjóða upp á skeiðar í versluninni fyrir þá sem ætli ekki að taka skyrið með sér heim og borða þar. Á svörum Ernu að dæma virðist pappaskeiðin aðeins eiga að stoppa stutt og framtíðin bjóði mögulega upp á skyrdollur án skeiða og auka plasts. Aðalsteinn H. Magnússon, sölu- og markaðsstjóri á innlendum markaði hjá Mjólkursamsölunni segir annarra lausna en pappa- og tréskeiða hafa verið leitað síðan síðasta sumar þegar umbúðunum var breytt og leit standi enn yfir. „Við höfum fengið allskonar lausnir frá birgjum og fengum í aðdraganda þess að það mátti ekki nota plastskeiðarnar. Þessi pappaskeið sem varð fyrir valinu á endanum kom best út í prófunum hjá okkur. Við erum bara alveg síðan síðasta sumar, á fullu að finna nýjar lausnir og þær hafa bara ekki alveg borist,“ segir Aðalsteinn. Matur Íslendingar erlendis Holland Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Nokkur óánægja hefur ríkt hér á landi vegna breytinga í kjölfar tilskipunar frá Evrópusambandinu gerða til þess að minnka plast í sjónum. Þetta hafði það í för með sér að ekki var lengur hægt að fá ýmsar vörur með aukahlutum úr plasti eins og þekkt hafði verið lengi heldur aðeins úr pappa. Dæmi um þær vörur sem tóku breytingum er hin ástsæla Kókómjólk og Ísey skyr. Einhver munur virðist þó ríkja á milli landa hvað varðar skeiðarnar sem fylgja með skyrinu en tréskeiðar fylgja skyrinu í Hollandi í stað pappaskeiða. Í skriflegu svari til fréttastofu vegna málsins segir Erna Erlendsdóttir sölu- og markaðsstjóri á erlendum markaði hjá Mjólkursamsölunni pappaskeiðarnar henta illa til útflutnings. „Pappaskeiðin hentar illa erlendis þar sem skyrið fer bæði lengri leið í flutningum og veltuhraðinn úr verslunum á skyrinu ekki sá sami og hér heima, þá sérstaklega í minni verslunum erlendis og kælingin til lengri tíma á pappaskeiðinni kemur sér ekki vel og því var ákveðið að notast við tréskeið,“ segir Erna. Breytingarnar sem urðu á aukahlutum úr plasti.Vísir/Óttar Þó sé búið að fjarlægja skeiðina og lokið af skyri í verslunum erlendis og stærri verslunarkeðjur hafi gripið til þess að bjóða upp á skeiðar í versluninni fyrir þá sem ætli ekki að taka skyrið með sér heim og borða þar. Á svörum Ernu að dæma virðist pappaskeiðin aðeins eiga að stoppa stutt og framtíðin bjóði mögulega upp á skyrdollur án skeiða og auka plasts. Aðalsteinn H. Magnússon, sölu- og markaðsstjóri á innlendum markaði hjá Mjólkursamsölunni segir annarra lausna en pappa- og tréskeiða hafa verið leitað síðan síðasta sumar þegar umbúðunum var breytt og leit standi enn yfir. „Við höfum fengið allskonar lausnir frá birgjum og fengum í aðdraganda þess að það mátti ekki nota plastskeiðarnar. Þessi pappaskeið sem varð fyrir valinu á endanum kom best út í prófunum hjá okkur. Við erum bara alveg síðan síðasta sumar, á fullu að finna nýjar lausnir og þær hafa bara ekki alveg borist,“ segir Aðalsteinn.
Matur Íslendingar erlendis Holland Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira