Mikkel Hansen um veikindin sín: Sjokk fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 11:30 Mikkel Hansen í leik á móti Spánverjum á Evrópumeistaramótinu í ár. EPA-EFE/Tibor Illyes Danski handboltamaðurinn Mikkel Hansen var kynntur í gær sem nýr leikmaður danska félagsins Aalborg Handball en hann kemur til liðsins frá franska liðinu Paris Saint Germain. Þetta hefur verið viðburðaríkt ár fyrir Hansen, sem endaði tíu ára feril sinn með PSG á óhuggulegan hátt. Hansen hefur ekki mikið talað um veikindin sín en gerði það í gær. Hansen er nefnilega á batavegi eftir að hafa fengið blóðtappa í lungun í mars. „Það er alveg á hreinu að þetta var sjokk. Það er aftur á móti minna sjokk þegar þú ert sjálfur í miðju alls því þú ert með fullt af góðu fólki til að hugsa um þig,“ sagði Mikkel Hansen við TV2. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) „Þetta var samt sjokk fyrir mig og það var mjög erfitt fyrir mig að enda tíu ár hjá félaginu svona eftir að hafa verið mjög ánægður þar,“ sagði Hansen. Hér fyrir ofan má einnig sjá hann í viðtali við danska ríkissjónvarpið. Hansen gat ekki klárað síðustu mánuði tímabilsins en hefur unnið að því að koma sér aftur til baka á handboltavöllinn. Hann hefur líkamlega verið endurhæfingu og á blóðþynningarlyfjum. En þetta hefur auðvitað líka reynt á hann andlega. „Þú kemst í gegnum svona með því að tala um það. Það var mjög gott að hafa fjölskylduna með þér og börn sem elska þig sama hvað gerist. Ég fæ nýjan dag með þeim á hverjum degi þar sem við getum gert eitthvað skemmtilegt. Ég eyddi miklum tíma með þeim,“ sagði Hansen. „Ég hef líka hugsað um æfingarnar en það hefur verið mikill tími fyrir eitthvað annað. Það hefur verið gott andlega að geta komist aðeins frá handboltanum. Það eru nefnilega svo mörg ár síðan ég fékk almennilegt frí,“ sagði Hansen en óttast hann að fá annað blóðtappa? „Þannig lifi ég ekki mínu lífi. Ef það væri þannig þá gæti ég alveg eins hætt þessu,“ sagði Hansen. Hann býst við því að byrja að spila um miðjan september. Þangað til má hann ekki spila af því að það er hætta á innvortis blæðingum. View this post on Instagram A post shared by Aalborg Ha ndbold (@aalborghaandbold) Danski handboltinn Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira
Þetta hefur verið viðburðaríkt ár fyrir Hansen, sem endaði tíu ára feril sinn með PSG á óhuggulegan hátt. Hansen hefur ekki mikið talað um veikindin sín en gerði það í gær. Hansen er nefnilega á batavegi eftir að hafa fengið blóðtappa í lungun í mars. „Það er alveg á hreinu að þetta var sjokk. Það er aftur á móti minna sjokk þegar þú ert sjálfur í miðju alls því þú ert með fullt af góðu fólki til að hugsa um þig,“ sagði Mikkel Hansen við TV2. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) „Þetta var samt sjokk fyrir mig og það var mjög erfitt fyrir mig að enda tíu ár hjá félaginu svona eftir að hafa verið mjög ánægður þar,“ sagði Hansen. Hér fyrir ofan má einnig sjá hann í viðtali við danska ríkissjónvarpið. Hansen gat ekki klárað síðustu mánuði tímabilsins en hefur unnið að því að koma sér aftur til baka á handboltavöllinn. Hann hefur líkamlega verið endurhæfingu og á blóðþynningarlyfjum. En þetta hefur auðvitað líka reynt á hann andlega. „Þú kemst í gegnum svona með því að tala um það. Það var mjög gott að hafa fjölskylduna með þér og börn sem elska þig sama hvað gerist. Ég fæ nýjan dag með þeim á hverjum degi þar sem við getum gert eitthvað skemmtilegt. Ég eyddi miklum tíma með þeim,“ sagði Hansen. „Ég hef líka hugsað um æfingarnar en það hefur verið mikill tími fyrir eitthvað annað. Það hefur verið gott andlega að geta komist aðeins frá handboltanum. Það eru nefnilega svo mörg ár síðan ég fékk almennilegt frí,“ sagði Hansen en óttast hann að fá annað blóðtappa? „Þannig lifi ég ekki mínu lífi. Ef það væri þannig þá gæti ég alveg eins hætt þessu,“ sagði Hansen. Hann býst við því að byrja að spila um miðjan september. Þangað til má hann ekki spila af því að það er hætta á innvortis blæðingum. View this post on Instagram A post shared by Aalborg Ha ndbold (@aalborghaandbold)
Danski handboltinn Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira