Mikkel Hansen um veikindin sín: Sjokk fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 11:30 Mikkel Hansen í leik á móti Spánverjum á Evrópumeistaramótinu í ár. EPA-EFE/Tibor Illyes Danski handboltamaðurinn Mikkel Hansen var kynntur í gær sem nýr leikmaður danska félagsins Aalborg Handball en hann kemur til liðsins frá franska liðinu Paris Saint Germain. Þetta hefur verið viðburðaríkt ár fyrir Hansen, sem endaði tíu ára feril sinn með PSG á óhuggulegan hátt. Hansen hefur ekki mikið talað um veikindin sín en gerði það í gær. Hansen er nefnilega á batavegi eftir að hafa fengið blóðtappa í lungun í mars. „Það er alveg á hreinu að þetta var sjokk. Það er aftur á móti minna sjokk þegar þú ert sjálfur í miðju alls því þú ert með fullt af góðu fólki til að hugsa um þig,“ sagði Mikkel Hansen við TV2. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) „Þetta var samt sjokk fyrir mig og það var mjög erfitt fyrir mig að enda tíu ár hjá félaginu svona eftir að hafa verið mjög ánægður þar,“ sagði Hansen. Hér fyrir ofan má einnig sjá hann í viðtali við danska ríkissjónvarpið. Hansen gat ekki klárað síðustu mánuði tímabilsins en hefur unnið að því að koma sér aftur til baka á handboltavöllinn. Hann hefur líkamlega verið endurhæfingu og á blóðþynningarlyfjum. En þetta hefur auðvitað líka reynt á hann andlega. „Þú kemst í gegnum svona með því að tala um það. Það var mjög gott að hafa fjölskylduna með þér og börn sem elska þig sama hvað gerist. Ég fæ nýjan dag með þeim á hverjum degi þar sem við getum gert eitthvað skemmtilegt. Ég eyddi miklum tíma með þeim,“ sagði Hansen. „Ég hef líka hugsað um æfingarnar en það hefur verið mikill tími fyrir eitthvað annað. Það hefur verið gott andlega að geta komist aðeins frá handboltanum. Það eru nefnilega svo mörg ár síðan ég fékk almennilegt frí,“ sagði Hansen en óttast hann að fá annað blóðtappa? „Þannig lifi ég ekki mínu lífi. Ef það væri þannig þá gæti ég alveg eins hætt þessu,“ sagði Hansen. Hann býst við því að byrja að spila um miðjan september. Þangað til má hann ekki spila af því að það er hætta á innvortis blæðingum. View this post on Instagram A post shared by Aalborg Ha ndbold (@aalborghaandbold) Danski handboltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Þetta hefur verið viðburðaríkt ár fyrir Hansen, sem endaði tíu ára feril sinn með PSG á óhuggulegan hátt. Hansen hefur ekki mikið talað um veikindin sín en gerði það í gær. Hansen er nefnilega á batavegi eftir að hafa fengið blóðtappa í lungun í mars. „Það er alveg á hreinu að þetta var sjokk. Það er aftur á móti minna sjokk þegar þú ert sjálfur í miðju alls því þú ert með fullt af góðu fólki til að hugsa um þig,“ sagði Mikkel Hansen við TV2. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) „Þetta var samt sjokk fyrir mig og það var mjög erfitt fyrir mig að enda tíu ár hjá félaginu svona eftir að hafa verið mjög ánægður þar,“ sagði Hansen. Hér fyrir ofan má einnig sjá hann í viðtali við danska ríkissjónvarpið. Hansen gat ekki klárað síðustu mánuði tímabilsins en hefur unnið að því að koma sér aftur til baka á handboltavöllinn. Hann hefur líkamlega verið endurhæfingu og á blóðþynningarlyfjum. En þetta hefur auðvitað líka reynt á hann andlega. „Þú kemst í gegnum svona með því að tala um það. Það var mjög gott að hafa fjölskylduna með þér og börn sem elska þig sama hvað gerist. Ég fæ nýjan dag með þeim á hverjum degi þar sem við getum gert eitthvað skemmtilegt. Ég eyddi miklum tíma með þeim,“ sagði Hansen. „Ég hef líka hugsað um æfingarnar en það hefur verið mikill tími fyrir eitthvað annað. Það hefur verið gott andlega að geta komist aðeins frá handboltanum. Það eru nefnilega svo mörg ár síðan ég fékk almennilegt frí,“ sagði Hansen en óttast hann að fá annað blóðtappa? „Þannig lifi ég ekki mínu lífi. Ef það væri þannig þá gæti ég alveg eins hætt þessu,“ sagði Hansen. Hann býst við því að byrja að spila um miðjan september. Þangað til má hann ekki spila af því að það er hætta á innvortis blæðingum. View this post on Instagram A post shared by Aalborg Ha ndbold (@aalborghaandbold)
Danski handboltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira