Úkraínska fótboltadeildin snýr aftur í miðju stríði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 09:30 Leikmenn Shakhtar Donetsk stilla sér upp fyrir æfingarleik á móti ítalska félaginu AS Roma á Ítalíu á dögunum. Getty/Luciano Rossi Allar keppnisíþróttir stöðvuðust í Úkraínu þegar Rússar réðust inn í landið í febrúar og þar á meðal fótboltadeildin. Úkraínustríðið stendur enn en Úkraínumenn ætla engu að síður að hefja nýtt fótboltatímabil í dag. Deildarkeppnin fer af stað með leik á sjálfum Ólympíuleikvanginum í Kiev en þar mætast ekki lið frá höfuðborginni heldur verður þarna á ferðinni táknrænn leikur á milli liða út Austurhluta landsins sem hefur orðið hvað verst út úr stríðinu. It is against the backdrop of war that, remarkably, the Ukraine Premier League re-opens on Tuesday. It is one of the most extraordinary sports stories of the year. A game of football while the fighting goes on | @henrywinter https://t.co/bUKjNcdHbg— The Times and The Sunday Times (@thetimes) August 22, 2022 Liðin sem mætast eru Shakhtar Donetsk og Metalist 1925 Kharkiv, félög sem eru bókstaflega að berjast fyrir lífi sínu í miðju stríði á þeirra heimavígstöðvum. Þau munu spila fyrsta leikinn eftir 255 daga hlé. Ólympíuleikvangurinn hefur hýst marga stórleiki í gegnum tíðina og tekur 65 þúsund manns í sæti. Engir áhorfendur verða hins vegar leyfðir á þessum leik. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir hádegi og leikmönnum verður hraðað í neðanjarðarbyrgi ef loftvarnaflauturnar fara að óma. Matchday! Ukrainian Premier League is back after 255 days! Shakhtar Vs Metalist192ALL the matches will be played in Ukraine, but without any fans. In the event of an air raid over the stadiums, the players, coaches and staff present head straight to a bomb shelter. pic.twitter.com/qlOBsKtH7x— All Sportz (@Allsportztv) August 23, 2022 „Við erum með reglur í gildi ef loftvarnaflauturnar fara í gang og við þurfum að fara í byrgin. Ég held samt að leikmenn séu stoltir af því að taka þátt í þessum leik,“ sagði Taras Stepanenko, fyrirliði Shakhtar. Þetta er merkisdagur fyrir Úkraínu því þetta er fánadagur landsins og á morgun halda þeir upp á þegar þeir fengu sjálfstæði frá Sovétríkjunum (Rússum) árið 1991. „Ég talaði við forseta okkar, Volodymyr Zelenskyy, um hversu mikilvægur fótboltinn getur verið til að dreifa huganum. Við töluðum saman um hvort að það væri mögulegt að fótboltinn gæti hjálpað okkur til að hugsa um framtíðina,“ sagði Andriy Pavelko, forseti úkraínska knattspyrnusambandsins. Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Úkraína Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira
Deildarkeppnin fer af stað með leik á sjálfum Ólympíuleikvanginum í Kiev en þar mætast ekki lið frá höfuðborginni heldur verður þarna á ferðinni táknrænn leikur á milli liða út Austurhluta landsins sem hefur orðið hvað verst út úr stríðinu. It is against the backdrop of war that, remarkably, the Ukraine Premier League re-opens on Tuesday. It is one of the most extraordinary sports stories of the year. A game of football while the fighting goes on | @henrywinter https://t.co/bUKjNcdHbg— The Times and The Sunday Times (@thetimes) August 22, 2022 Liðin sem mætast eru Shakhtar Donetsk og Metalist 1925 Kharkiv, félög sem eru bókstaflega að berjast fyrir lífi sínu í miðju stríði á þeirra heimavígstöðvum. Þau munu spila fyrsta leikinn eftir 255 daga hlé. Ólympíuleikvangurinn hefur hýst marga stórleiki í gegnum tíðina og tekur 65 þúsund manns í sæti. Engir áhorfendur verða hins vegar leyfðir á þessum leik. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir hádegi og leikmönnum verður hraðað í neðanjarðarbyrgi ef loftvarnaflauturnar fara að óma. Matchday! Ukrainian Premier League is back after 255 days! Shakhtar Vs Metalist192ALL the matches will be played in Ukraine, but without any fans. In the event of an air raid over the stadiums, the players, coaches and staff present head straight to a bomb shelter. pic.twitter.com/qlOBsKtH7x— All Sportz (@Allsportztv) August 23, 2022 „Við erum með reglur í gildi ef loftvarnaflauturnar fara í gang og við þurfum að fara í byrgin. Ég held samt að leikmenn séu stoltir af því að taka þátt í þessum leik,“ sagði Taras Stepanenko, fyrirliði Shakhtar. Þetta er merkisdagur fyrir Úkraínu því þetta er fánadagur landsins og á morgun halda þeir upp á þegar þeir fengu sjálfstæði frá Sovétríkjunum (Rússum) árið 1991. „Ég talaði við forseta okkar, Volodymyr Zelenskyy, um hversu mikilvægur fótboltinn getur verið til að dreifa huganum. Við töluðum saman um hvort að það væri mögulegt að fótboltinn gæti hjálpað okkur til að hugsa um framtíðina,“ sagði Andriy Pavelko, forseti úkraínska knattspyrnusambandsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Úkraína Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira