Gæði nýrra mynda af Júpíter komu á óvart Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2022 22:17 Þessi mynd var sett saman úr þremur ljósmyndum sem teknar voru með mismunandi innrauðum skynjurum. Á myndinni má meðal annars greinnilega sjá segulljós á báðum hvelum reikisstjörnunnar. NASA, ESA, CSA, Jupiter ERS og Judy Schmidt Geimvísindamenn birtu í dag nýjar myndir af gasrisanum Júpíter sem teknar voru með James Webb-geimsjónaukanum. Júpíter er áhugaverð reikistjarna og vonast vísindamenn til þess að skilja hana mun betur með gögnunum frá James Webb. Á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) er haft eftir stjarnfræðingnum Imke de Pater, að gæði myndanna hafi komið sér og öðrum á óvart. „Það er ótrúlegt að við getum séð smáatriði á Júpíter með hringjum reikisstjörnunnar og smáum tunglum, meira að segja stjörnuþokum, í einni mynd," segir de Pater. Á Stjörnufræðivefnum segir að Júpíter sé 142.984 kílómetrar í þvermál. Gasrisinn sé það stór að massi hans sé 2,5 sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, fylgitungla, smástirna, loftsteina og halastjarna í sólkerfinu. Þrettán hundruð jarðir kæmust fyrir inn í Júpíter væri hann holur að inna. Ljósi bletturinn á Júpíter kallast „Stóri rauði bletturinn“. Hann er að vísu hvítur á þessum myndum vegna þess hve miklu sólarljósi þeir endurspegluðu í skynjara Webb. Þarna er um að ræða stærðarinnar storm sem gæti gleypt jörðina en bletturinn hefur verið sýnilegur á Júpíter frá að minnsta kosti 1831. Á þessari mynd má sjá Júpíter í meiri fjarlægð og tungl reikistjörnunnar.NASA, ESA, CSA, Jupiter ERS og Judy Schmidt Áhugasamir geta skoðað myndirnar í hárri upplausn og frekari upplýsingar um þær hér á vef NASA. Mikla vinnu þarf til að vinna myndir James Webb-sjónaukans, eins og farið er yfir á vef NASA. Myndir af Júpíter eru þó sérstaklega erfiðar vegna þess hve hratt reikisstjarnan snýst. James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum. Hann var gerður af geimvísindastofnunum Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft í fyrra og kostaði í heild um tíu milljarða dala. Geimurinn Júpíter Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) er haft eftir stjarnfræðingnum Imke de Pater, að gæði myndanna hafi komið sér og öðrum á óvart. „Það er ótrúlegt að við getum séð smáatriði á Júpíter með hringjum reikisstjörnunnar og smáum tunglum, meira að segja stjörnuþokum, í einni mynd," segir de Pater. Á Stjörnufræðivefnum segir að Júpíter sé 142.984 kílómetrar í þvermál. Gasrisinn sé það stór að massi hans sé 2,5 sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, fylgitungla, smástirna, loftsteina og halastjarna í sólkerfinu. Þrettán hundruð jarðir kæmust fyrir inn í Júpíter væri hann holur að inna. Ljósi bletturinn á Júpíter kallast „Stóri rauði bletturinn“. Hann er að vísu hvítur á þessum myndum vegna þess hve miklu sólarljósi þeir endurspegluðu í skynjara Webb. Þarna er um að ræða stærðarinnar storm sem gæti gleypt jörðina en bletturinn hefur verið sýnilegur á Júpíter frá að minnsta kosti 1831. Á þessari mynd má sjá Júpíter í meiri fjarlægð og tungl reikistjörnunnar.NASA, ESA, CSA, Jupiter ERS og Judy Schmidt Áhugasamir geta skoðað myndirnar í hárri upplausn og frekari upplýsingar um þær hér á vef NASA. Mikla vinnu þarf til að vinna myndir James Webb-sjónaukans, eins og farið er yfir á vef NASA. Myndir af Júpíter eru þó sérstaklega erfiðar vegna þess hve hratt reikisstjarnan snýst. James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum. Hann var gerður af geimvísindastofnunum Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft í fyrra og kostaði í heild um tíu milljarða dala.
Geimurinn Júpíter Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira