Hákon lék allan leikinn í liði FCK, en Ísak Bergmann var tekinn af velli eftir tæplega klukkutíma leik. Sævar Atli Magnússon var hins vegar ónotaður varamaður í liði Lyngby.
Gestirnir í FCK tóku forystuna strax á 15. mínútu leiksins áður en liðið tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik.
Gestirnir gerðu svo út um leikinn með marki á 53. mínútu og niðurstaðan því 0-3 sigur FCK. Liðið situr nú í fjórða sæti deildarinnar með níu stig eftir sex leiki, sjö stigum meira en nýliðar Lyngby sem sitja í næst neðsta sæti.