„Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2022 16:31 Það var fjölmenni í Iðnó er Kristrún flutti ræðu sína. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti rétt í þessu að hún gæfi kost á sér í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins þann 28. október næstkomandi. Hún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda. Kristrún greindi frá framboði sínu á opnum fundi í Iðnó í dag. Logi Einarsson, formaður flokksins, tilkynnti fyrr í sumar frá því að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Samfylkingarinnar eftir að hafa gegnt embættinu síðan í október árið 2016. Kristrún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda en hún kom ansi bratt inn í pólitíkina fyrir Alþingiskosningarnar í september á síðasta ári eftir að hafa starfað sem hagfræðingur hjá Kviku banka. Síðan hún var kjörin inn á þing hefur hún ferðast um landið og haldið opna fundi þar sem hún hefur rætt við landsmenn. „Þetta gerði ég til þess að ná betri tengingu við alls konar fólk. Mig langaði að kynnast kjörum og aðstæðum þess. Fá betri tilfinningu fyrir því hvernig fólk hefur það, hvernig það sér fyrir sér framtíðina og til hvers það ætlast af okkur sem erum í stjórnmálum og þá ekki síst okkur sem sitjum fyrir hönd þjóðarinnar á Alþingi,“ sagði Kristrún í ræðu sinni á fundinum. Þegar hún tilkynnti svo um framboð sitt klappaði allur salurinn og fögnuðu stuðningsmenn hennar ákaft. Hún sagðist ekki getað ímyndað sér meiri heiður en að leiða flokk jafnaðarmanna. Hún sé ánægð með ákvörðun sína og er glöð að vera búin að deila henni með fólki. Það var margmenni í Iðnó í dag, á meðal gesta var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður og ráðherra Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Ég væri nefnilega ekki að þessu nema vegna þess að ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur en nú er gert. Það er hægt, fólkið í landinu veit að það er hægt, og ég treysti mér til þess. Þess vegna er ég að bjóða mig fram í þetta verkefni,“ sagði Kristrún. Samstaða og samkennd Sem formaður vill hún byggja meiri samstöðu og samkennd í pólitíkinni því áherslan á einstaklingshyggjuna hafi ekki góð áhrif á fólk. Jafnaðarmenn þurfi að stunda jákvæða pólitík og tala fyrir lausnum á þeim áskorunum sem standa frammi fyrir þeim. „Það er spilað mikið inn á pólitík óhjákvæmileika þessa dagana hér á landi. Af orðræðu ráðamanna mætti halda að sé einfaldlega ekki hægt að gera betur í húsnæðismálum, heilbrigðismálum, samgöngum, gagnvart fólki sem reiðir sig á almannatryggingar,“ sagði Kristrún sem telur fólkið í landinu vita að hægt sé að leysa þessi mál. Klippa: Kristrún tilkynnir framboð til formanns Samylkingar Kristrún vill leggja ofuráherslu á kjarnamál jafnaðarmanna sem að hennar sögn er kjör venjulegs fólks. Þá vilji hún gera Samfylkinguna að því afli í stjórnmálum sem veitir efnahagsmálum trúverðuga forystu. „Ég vil að það sé alveg á hreinu fyrir hvað flokkurinn stendur og af hverju hann á erindi við fólkið í landinu,“ sagði Kristrún. Vill fjölga samtölum við fólkið í landinu Hún sagði Samfylkinguna þurfa að ná virkari tengingu við hinn almenna launamann á Íslandi. Það verði ekki gert með öðrum hætti en að ræða beint við fólk. „Við sem flokkur munum aldrei geta lagt fram svör við áskorunum venjulegs fólks án þess styrkja tengslin, fjölga samtölunum,“ sagði Kristrún. Hún er fullviss um að Samfylkingin geti unnið kosningar á ný og orðið ráðandi afl í ríkisstjórn en til þess þurfi skýrar áherslur sem taka mið af daglegu lífi fólks í landinu. Annar formaður flokksins, Össur Skarphéðinsson, var einnig á fundinum.Vísir/Vilhelm Nú reynir á eftir áratug af óbreyttu stjórnarfari Að lokum sagði Kristrún að jafnaðarmenn þurfi að draga línu í sandinn um hvað verður liðið. Það þurfi að sameinast um fullfjármagnað heilbrigðiskerfi, taka ábyrgð á húsnæðismarkaðnum, sameinast um að fólk á lágum tekjum beri ekki hitann og þungan af verðbólgunni og um að styrkja almannaþjónustu og grunninnviði samfélagsins um land allt. „Nú er áratugur óbreytts stjórnarfars er liðinn, og annar slíkur má ekki líða við verðum að fara að gera eitthvað í þessu. Það er kominn tími á nýja kynslóð og nýju tegund forystu, og þar, kæru vinir reynir á jafnaðarmannaflokk Íslands, með stuðningi fólksins í landinu, að vísa veginn,“ sagði Kristrún. Samfylkingin Alþingi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Kristrún greindi frá framboði sínu á opnum fundi í Iðnó í dag. Logi Einarsson, formaður flokksins, tilkynnti fyrr í sumar frá því að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Samfylkingarinnar eftir að hafa gegnt embættinu síðan í október árið 2016. Kristrún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda en hún kom ansi bratt inn í pólitíkina fyrir Alþingiskosningarnar í september á síðasta ári eftir að hafa starfað sem hagfræðingur hjá Kviku banka. Síðan hún var kjörin inn á þing hefur hún ferðast um landið og haldið opna fundi þar sem hún hefur rætt við landsmenn. „Þetta gerði ég til þess að ná betri tengingu við alls konar fólk. Mig langaði að kynnast kjörum og aðstæðum þess. Fá betri tilfinningu fyrir því hvernig fólk hefur það, hvernig það sér fyrir sér framtíðina og til hvers það ætlast af okkur sem erum í stjórnmálum og þá ekki síst okkur sem sitjum fyrir hönd þjóðarinnar á Alþingi,“ sagði Kristrún í ræðu sinni á fundinum. Þegar hún tilkynnti svo um framboð sitt klappaði allur salurinn og fögnuðu stuðningsmenn hennar ákaft. Hún sagðist ekki getað ímyndað sér meiri heiður en að leiða flokk jafnaðarmanna. Hún sé ánægð með ákvörðun sína og er glöð að vera búin að deila henni með fólki. Það var margmenni í Iðnó í dag, á meðal gesta var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður og ráðherra Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Ég væri nefnilega ekki að þessu nema vegna þess að ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur en nú er gert. Það er hægt, fólkið í landinu veit að það er hægt, og ég treysti mér til þess. Þess vegna er ég að bjóða mig fram í þetta verkefni,“ sagði Kristrún. Samstaða og samkennd Sem formaður vill hún byggja meiri samstöðu og samkennd í pólitíkinni því áherslan á einstaklingshyggjuna hafi ekki góð áhrif á fólk. Jafnaðarmenn þurfi að stunda jákvæða pólitík og tala fyrir lausnum á þeim áskorunum sem standa frammi fyrir þeim. „Það er spilað mikið inn á pólitík óhjákvæmileika þessa dagana hér á landi. Af orðræðu ráðamanna mætti halda að sé einfaldlega ekki hægt að gera betur í húsnæðismálum, heilbrigðismálum, samgöngum, gagnvart fólki sem reiðir sig á almannatryggingar,“ sagði Kristrún sem telur fólkið í landinu vita að hægt sé að leysa þessi mál. Klippa: Kristrún tilkynnir framboð til formanns Samylkingar Kristrún vill leggja ofuráherslu á kjarnamál jafnaðarmanna sem að hennar sögn er kjör venjulegs fólks. Þá vilji hún gera Samfylkinguna að því afli í stjórnmálum sem veitir efnahagsmálum trúverðuga forystu. „Ég vil að það sé alveg á hreinu fyrir hvað flokkurinn stendur og af hverju hann á erindi við fólkið í landinu,“ sagði Kristrún. Vill fjölga samtölum við fólkið í landinu Hún sagði Samfylkinguna þurfa að ná virkari tengingu við hinn almenna launamann á Íslandi. Það verði ekki gert með öðrum hætti en að ræða beint við fólk. „Við sem flokkur munum aldrei geta lagt fram svör við áskorunum venjulegs fólks án þess styrkja tengslin, fjölga samtölunum,“ sagði Kristrún. Hún er fullviss um að Samfylkingin geti unnið kosningar á ný og orðið ráðandi afl í ríkisstjórn en til þess þurfi skýrar áherslur sem taka mið af daglegu lífi fólks í landinu. Annar formaður flokksins, Össur Skarphéðinsson, var einnig á fundinum.Vísir/Vilhelm Nú reynir á eftir áratug af óbreyttu stjórnarfari Að lokum sagði Kristrún að jafnaðarmenn þurfi að draga línu í sandinn um hvað verður liðið. Það þurfi að sameinast um fullfjármagnað heilbrigðiskerfi, taka ábyrgð á húsnæðismarkaðnum, sameinast um að fólk á lágum tekjum beri ekki hitann og þungan af verðbólgunni og um að styrkja almannaþjónustu og grunninnviði samfélagsins um land allt. „Nú er áratugur óbreytts stjórnarfars er liðinn, og annar slíkur má ekki líða við verðum að fara að gera eitthvað í þessu. Það er kominn tími á nýja kynslóð og nýju tegund forystu, og þar, kæru vinir reynir á jafnaðarmannaflokk Íslands, með stuðningi fólksins í landinu, að vísa veginn,“ sagði Kristrún.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira