Berum virðingu, vöndum okkur Gestur Þór Kristjánsson, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson, Erla Sif Markúsdóttir og Guðlaug Einarsdóttir skrifa 19. ágúst 2022 14:32 Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags viljum við undirrituð koma eftirfarandi á framfæri. Það er rétt að til skoðunar er að koma upp framleiðslufyrirtæki sem hyggur á útflutning á unnum jarðefnum sem stórlækkar kolefnisspor mannvirkjagerðar. Auglýstum lóðum, sem allir gátu sótt um, var úthlutað í samræmi við almennar reglur þar að lútandi. Engin fyrirgreiðsla hefur verið og engin fyrirheit um annað en vilja til að skoða málin faglega. Fyrir liggur að fyrir hver 100 tonn sem eru framleidd sparast útblástur um 70 tonna af gróðurhúsaloftegundum. Það fellur að áherslu sveitarfélgsins í loftslagsmálum. Áætlað er að starfsemin skapi 60 til 80 störf og miklar tekjur (skattaspor upp á rúmlega hálfan milljarð á ári) sem nýtast til samfélagslegra verkefna. Það er rangt að eitthvað hafi verið ákveðið. Málin eru til skoðunar og eingöngu verið að kanna hvort að hagsmunir samfélagsins hér og þessa loftslagsverkefnis fara saman. Það er rangt að þetta mál sé á forræði meirihlutans. Málin hafa ýmist verið samþykkt með 6 atkvæðum gegn einu í bæjarstjórn (eingöngu Guðmundur Oddgeirsson fulltrúi O lista var mótfallinn) eða með öllum greiddum atkvæðum í skipulagsnefnd án mótatkvæða. Það er rangt að ákveðið hafi verið að aka með jarðefni eftir Þrengslunum og til Þorlákshafnar. Til athugunar er til að mynda að flytja efnið í lokuðum kerfum eftir færiböndum. Það er rangt að heimilað hafi verið að vera með 50m há mannvirki við Þorlákshöfn. Komið hefur fram ósk um slíkt hjá framkvæmdaraðila en heimild hefur ekki verið veitt. Þessi mál eru á forræði skipulagsnefndar og verða skoðuð með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Það er rangt að fyrir liggi útlit mannvirkja og að þau verði þannig að ósómi verði af. Engin mannvirki hafa verið hönnuð, ekkert útlit hefur verið ákveðið, engu skipulagi hefur verið breytt. Það eina sem hefur verið gert er að úthluta lóðum sem áður voru auglýstar í samræmi við reglur sveitarfélagsins. Þvert á móti hefur rík krafa verið gerð um að hönnun mannvirkja falli að metnaði sveitarfélagsins í umhverfismálum. Af því verður ekki gefinn afsláttur. Það er rangt að rykmengun verði frá starfseminni. Öll vinnsla er í lokuðum kerfum og engin efnisgeymsla undir berum himnir. Frá því að efnið er tekið upp úr námunni kemur það ekki aftur undir bert loft hér á landi. Skýr ákvæði verða um rykmengun í starfsleyfi og skipulagi lóðanna. Það er rangt að hávaðamengun verði af starfseminni. Vinnslan er í lokuðum og einangruðum rýmum sem lágmarka allan mögulegan hljóðleka. Skýr ákvæði verða í starfsleyfi og skipulagi lóða um hámarks hljóð sem berast mega frá starfseminni. Ekki stendur til að lækka þær kröfur frá því sem nú er. Verði þeim breytt verður það til að herða enn frekar þar á. Við undirrituð hörmum framgöngu fulltrúa H-lista í umræðu um þessi mál. Orð hennar um að okkar fallegi bær, Þorlákshöfn, sé að breytast í ruslahauga eru skaðleg okkur öllum. Hið sanna er að fyrrgreint mál er til efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. Enn er mörgum spurningum ósvarað og allt eins líklegt að ekkert verði af verkefninu. Við kjósum að fara þá ábyrgu leið að byrja á því að skoða alla fleti málsins, síðan að meta hagsmuni íbúa og að lokum taka afstöðu. Eins og komið hefur fram snúa efasemdir okkar að flutningum á efninu til Þorlákshafnar og sjónrænum áhrifum framkvæmda. Verði kröfum okkar þar að lútandi mætt erum við viljug til að skoða verkefnið áfram. Verði matið það að hagsmunir íbúa og hagsmunir fyrirtækisins fari ekki saman er verkefninu sjálf hætt. Í því samhengi kemur vel til greina að þegar forsendur fyrirtækisins liggja fyrir verði málið sett í atkvæðagreiðslu meðal íbúa. Spörum stóru orðin, vöndum okkur. Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Erla Sif Markúsdóttir, bæjarfulltrúi Guðlaug Einarsdóttir, fyrsti varabæjarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Umhverfismál Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun „Words are wind“ Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Sjá meira
Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags viljum við undirrituð koma eftirfarandi á framfæri. Það er rétt að til skoðunar er að koma upp framleiðslufyrirtæki sem hyggur á útflutning á unnum jarðefnum sem stórlækkar kolefnisspor mannvirkjagerðar. Auglýstum lóðum, sem allir gátu sótt um, var úthlutað í samræmi við almennar reglur þar að lútandi. Engin fyrirgreiðsla hefur verið og engin fyrirheit um annað en vilja til að skoða málin faglega. Fyrir liggur að fyrir hver 100 tonn sem eru framleidd sparast útblástur um 70 tonna af gróðurhúsaloftegundum. Það fellur að áherslu sveitarfélgsins í loftslagsmálum. Áætlað er að starfsemin skapi 60 til 80 störf og miklar tekjur (skattaspor upp á rúmlega hálfan milljarð á ári) sem nýtast til samfélagslegra verkefna. Það er rangt að eitthvað hafi verið ákveðið. Málin eru til skoðunar og eingöngu verið að kanna hvort að hagsmunir samfélagsins hér og þessa loftslagsverkefnis fara saman. Það er rangt að þetta mál sé á forræði meirihlutans. Málin hafa ýmist verið samþykkt með 6 atkvæðum gegn einu í bæjarstjórn (eingöngu Guðmundur Oddgeirsson fulltrúi O lista var mótfallinn) eða með öllum greiddum atkvæðum í skipulagsnefnd án mótatkvæða. Það er rangt að ákveðið hafi verið að aka með jarðefni eftir Þrengslunum og til Þorlákshafnar. Til athugunar er til að mynda að flytja efnið í lokuðum kerfum eftir færiböndum. Það er rangt að heimilað hafi verið að vera með 50m há mannvirki við Þorlákshöfn. Komið hefur fram ósk um slíkt hjá framkvæmdaraðila en heimild hefur ekki verið veitt. Þessi mál eru á forræði skipulagsnefndar og verða skoðuð með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Það er rangt að fyrir liggi útlit mannvirkja og að þau verði þannig að ósómi verði af. Engin mannvirki hafa verið hönnuð, ekkert útlit hefur verið ákveðið, engu skipulagi hefur verið breytt. Það eina sem hefur verið gert er að úthluta lóðum sem áður voru auglýstar í samræmi við reglur sveitarfélagsins. Þvert á móti hefur rík krafa verið gerð um að hönnun mannvirkja falli að metnaði sveitarfélagsins í umhverfismálum. Af því verður ekki gefinn afsláttur. Það er rangt að rykmengun verði frá starfseminni. Öll vinnsla er í lokuðum kerfum og engin efnisgeymsla undir berum himnir. Frá því að efnið er tekið upp úr námunni kemur það ekki aftur undir bert loft hér á landi. Skýr ákvæði verða um rykmengun í starfsleyfi og skipulagi lóðanna. Það er rangt að hávaðamengun verði af starfseminni. Vinnslan er í lokuðum og einangruðum rýmum sem lágmarka allan mögulegan hljóðleka. Skýr ákvæði verða í starfsleyfi og skipulagi lóða um hámarks hljóð sem berast mega frá starfseminni. Ekki stendur til að lækka þær kröfur frá því sem nú er. Verði þeim breytt verður það til að herða enn frekar þar á. Við undirrituð hörmum framgöngu fulltrúa H-lista í umræðu um þessi mál. Orð hennar um að okkar fallegi bær, Þorlákshöfn, sé að breytast í ruslahauga eru skaðleg okkur öllum. Hið sanna er að fyrrgreint mál er til efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. Enn er mörgum spurningum ósvarað og allt eins líklegt að ekkert verði af verkefninu. Við kjósum að fara þá ábyrgu leið að byrja á því að skoða alla fleti málsins, síðan að meta hagsmuni íbúa og að lokum taka afstöðu. Eins og komið hefur fram snúa efasemdir okkar að flutningum á efninu til Þorlákshafnar og sjónrænum áhrifum framkvæmda. Verði kröfum okkar þar að lútandi mætt erum við viljug til að skoða verkefnið áfram. Verði matið það að hagsmunir íbúa og hagsmunir fyrirtækisins fari ekki saman er verkefninu sjálf hætt. Í því samhengi kemur vel til greina að þegar forsendur fyrirtækisins liggja fyrir verði málið sett í atkvæðagreiðslu meðal íbúa. Spörum stóru orðin, vöndum okkur. Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Erla Sif Markúsdóttir, bæjarfulltrúi Guðlaug Einarsdóttir, fyrsti varabæjarfulltrúi
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun