Vésteinn setur alla pressuna á Slóvenann og er ekki á móti rigningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2022 16:00 Daniel Stahl og Simon Pettersson fagna gulli og silfri á Ólympíuleikunum í Tókýó í fyrra. Getty/Maja Hitij Ísland á ekki bara Guðna Val Guðnason í úrslitum kringlukastsins á EM í frjálsum í kvöld heldur er íslenski þjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson með tvo menn í úrslitunum. Mennirnir hans Vésteins, Daniel Ståhl og Simon Pettersson, unnu gull og silfur á Ólympíuleikunum í fyrra en Vésteinn segir að slóvenski heimsmeistarinn Kristjan Ceh sé langsigurstranglegastur í úrslitunum í kvöld. Kristjan Ceh varð heimsmeistari í Eugene í Bandaríkjunum í júlí með kast upp á 71,13 metra en þá voru strákarnir hans Vésteins í fjórða (Ståhl) og fimmta sæti (Pettersson). Það er búist við rigningu í München í kvöld og Vésteinn grætur það ekkert. Hann segir að þeir Daniel og Simon hafi undirbúið sig fyrir bleytuna. View this post on Instagram A post shared by Radiosporten (@radiosporten) „Kristjan Ceh er betri en allir aðrir og hefur verið það allt þetta ár. Hinir fimm munu keppa um silfur og brons,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson við Radiosporten. „Ef það byrjar að rigna þá getur þetta farið í allar áttir. Við erum samt hrifnir af því að fá rigningu af því að við höfum undirbúið okkur vel fyrir það,“ sagði Vésteinn. „Ég hef væntingar til þess að Daniel komist á pall en það verður erfiðara fyrir Simon,“ sagði Vésteinn. Í undankeppninni þá kastaði Kristjan Ceh lengst eða 69,06 metra en Litháinn Andrius Gudzius Mykolas Alekna var næstur með kast upp á 66,70 metra. Daniel var þriðji með 65,49 metra kast en Simon var tíundi með 63,39 metra kast. Guðni Valur kastaði 61,80 metra og var tólfti og síðastur inn í úrslitin. Keppnin í kvöld hefst klukkan 18.20 að íslenskum tíma og verður fylgst með henni á Vísi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Mennirnir hans Vésteins, Daniel Ståhl og Simon Pettersson, unnu gull og silfur á Ólympíuleikunum í fyrra en Vésteinn segir að slóvenski heimsmeistarinn Kristjan Ceh sé langsigurstranglegastur í úrslitunum í kvöld. Kristjan Ceh varð heimsmeistari í Eugene í Bandaríkjunum í júlí með kast upp á 71,13 metra en þá voru strákarnir hans Vésteins í fjórða (Ståhl) og fimmta sæti (Pettersson). Það er búist við rigningu í München í kvöld og Vésteinn grætur það ekkert. Hann segir að þeir Daniel og Simon hafi undirbúið sig fyrir bleytuna. View this post on Instagram A post shared by Radiosporten (@radiosporten) „Kristjan Ceh er betri en allir aðrir og hefur verið það allt þetta ár. Hinir fimm munu keppa um silfur og brons,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson við Radiosporten. „Ef það byrjar að rigna þá getur þetta farið í allar áttir. Við erum samt hrifnir af því að fá rigningu af því að við höfum undirbúið okkur vel fyrir það,“ sagði Vésteinn. „Ég hef væntingar til þess að Daniel komist á pall en það verður erfiðara fyrir Simon,“ sagði Vésteinn. Í undankeppninni þá kastaði Kristjan Ceh lengst eða 69,06 metra en Litháinn Andrius Gudzius Mykolas Alekna var næstur með kast upp á 66,70 metra. Daniel var þriðji með 65,49 metra kast en Simon var tíundi með 63,39 metra kast. Guðni Valur kastaði 61,80 metra og var tólfti og síðastur inn í úrslitin. Keppnin í kvöld hefst klukkan 18.20 að íslenskum tíma og verður fylgst með henni á Vísi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira