Guðni hafnaði í ellefta sæti á EM Sindri Sverrisson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa 19. ágúst 2022 19:00 Guðni Valur Guðnason keppir á EM í München. Getty/Simon Hofmann Guðni Valur Guðnason hafnaði í ellefta sæti í úrslitum kringlukasts á EM í frjálsum íþróttum sem nú fer fram í München. Þetta var í fyrsta sinn sem að Guðni keppir í úrslitum á stórmóti en Ísland á tvo fulltrúa í úrslitum á EM í ár því í gær keppti Hilmar Örn Jónsson í sleggjukasti. Guðni atti meðal annars kappi við lærisveina frjálsíþróttaþjálfarans Vésteins Hafsteinssonar, þá Daniel Ståhl og Simon Pettersson. Guðni átti erfitt uppdráttar í kvöld og fyrstu tvö köstin hans voru ógild. Það fyrra fór í netið og þá rann Guðni til í öðru kasti sínu. Þriðja kast hans var þó gilt þar sem hann kastaði sléttann 61 meter, en það dugði honum aðeins í ellefta sæti. Það var Litháinn Mykolas Alekna sem bar sigur úr býtun, en hann bætti meistaramótsmetið þegar hann kastaði 69,78m. Annar varð Slóveninn Kristjan Ceh með kast upp á 68,28 og Bretinn Lawrence Okoye átti þriðja lengsta kast kvöldsins þegar hann kastaði 67,14m. Svíarnir Simon Petterssen og Daniel Ståhl, lærisveinar Vésteins Hafsteinssonar, höfnuðu í fjórða og fimmta sæti. Pettersson kastaði 67,12m og Ståhl 66,39m.
Þetta var í fyrsta sinn sem að Guðni keppir í úrslitum á stórmóti en Ísland á tvo fulltrúa í úrslitum á EM í ár því í gær keppti Hilmar Örn Jónsson í sleggjukasti. Guðni atti meðal annars kappi við lærisveina frjálsíþróttaþjálfarans Vésteins Hafsteinssonar, þá Daniel Ståhl og Simon Pettersson. Guðni átti erfitt uppdráttar í kvöld og fyrstu tvö köstin hans voru ógild. Það fyrra fór í netið og þá rann Guðni til í öðru kasti sínu. Þriðja kast hans var þó gilt þar sem hann kastaði sléttann 61 meter, en það dugði honum aðeins í ellefta sæti. Það var Litháinn Mykolas Alekna sem bar sigur úr býtun, en hann bætti meistaramótsmetið þegar hann kastaði 69,78m. Annar varð Slóveninn Kristjan Ceh með kast upp á 68,28 og Bretinn Lawrence Okoye átti þriðja lengsta kast kvöldsins þegar hann kastaði 67,14m. Svíarnir Simon Petterssen og Daniel Ståhl, lærisveinar Vésteins Hafsteinssonar, höfnuðu í fjórða og fimmta sæti. Pettersson kastaði 67,12m og Ståhl 66,39m.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira