Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli 2. september og fer svo til Hollands í úrslitaleik 6. september um efsta sæti riðilsins, og þar með öruggt sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.
Hópurinn hefur verið tilkynntur og má sjá hann hér að neðan en mesta athygli vekur að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er ekki með.
Þetta er fyrsti landsliðshópurinn sem kynntur er eftir Evrópumótið í Englandi í sumar. Auk sætisins sem Karólína skildi eftir losnaði annað sæti því Hallbera Guðný Gísladóttir lagði skóna á hilluna eftir mótið. Varnarmaðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir og kantmaðurinn Hlín Eiríksdóttir koma nýjar inn í hópinn.
Blaðamannafund KSÍ í dag, þar sem Þorsteinn landsliðsþjálfari sat fyrir svörum, má sjá hér að neðan.
Hópurinn
- Markmenn:
- Sandra Sigurðardóttir - Valur - 45 leikir
- Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - ÍBV
- Íris Dögg Gunnarsdóttir - Þróttur R.
-
Varnarmenn:
- Elísa Viðarsdóttir - Valur - 48 leikir
- Guðný Árnadóttir - AC Milan - 16 leikir
- Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munchen - 105 leikir, 6 mörk
- Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 46 leikir
- Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 21 leikur, 1 mark
- Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark
- Sif Atladóttir - Selfoss - 90 leikir
- Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 8 leikir
-
Miðjumenn:
- Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 105 leikir, 35 mörk
- Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 93 leikir, 14 mörk
- Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 26 leikir, 3 mörk
- Sara Björk Gunnarsdóttir - Juventus - 142 leikir, 22 mörk
- Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 18 leikir, 2 mörk
-
Sóknarmenn:
- Berglind Björg Þorvaldsdóttir - SK Brann - 66 leikir, 12 mörk
- Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 50 leikir, 4 mörk
- Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 22 leikir, 7 mörk
- Svava Rós Guðmundsdóttir - SK Brann - 39 leikir, 2 mörk
- Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 7 leikir
- Elín Metta Jensen - Valur - 60 leikir, 16 mörk
- Hlín Eiríksdóttir - Pitea IF - 20 leikir, 3 mörk