Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir útskýringum á launum stjórnenda á matvörumarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2022 19:30 Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar er með þrjár komma tvær milljónir á mánuði, Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinner er með tæpar fimm. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna (fyrir miðju) kallar eftir útskýringum á slíkum launum hjá stjórnum fyrirtækjanna. Vísir Framkvæmdastjórar lágvöruverslanna hér á landi eru með allt að fjórtánföld lágmarkslaun. Framkvæmdastjóri Costco á Íslandi var með tuttugu og fjórar milljónir á mánuði á síðasta ári. Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir útskýringum frá stjórnum fyrirtækjanna. Forstjóri Costco á Íslandi sker sig úr á matvörumarkaði en hann var með tuttugu og fjórar milljónir á mánuði á síðasta ári. Mánaðartekjur framkvæmdastjóra lágvöruverslunarinnar Bónus eru um fimm milljónir króna. Forstjóri Samkaupa var með um þrjár komma fimm. Þá er framkvæmdastjóri Krónunnar með um þrjár komma tvær milljónir króna. Laun nokkurra stjórnenda matvöruverslana samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.Vísir/Kristján Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þar segir að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á síðasta ári. Skattfrjálsir dagpeningar, bílastyrkir, greiðslur í lífeyrissjóði og fjármagnstekjur séu hins vegar ekki inn í þessum tölum. Margföld lágmarkslaun Þetta eru margföld lágmarkslaun sem eru í dag um þrjú hundruð og sjötíu þúsund krónur. Lauslegur samanburður við árslaun framkvæmdastjóra hjá Aldi stórar lágvöruverslunarkeðju í Bandaríkjunum sýnir mun lægri laun þar eða um 196 þúsund dollara. Það samsvarar um tveimur komma þremur milljónum króna á mánuði. Forstjórar heildsala og annarra fyrirtækja sem tengjast smásölurisunum eru líka með margföld lágmarkslaun. Þannig er forstjóri Ölgerðarinnar með um fimm milljónir á mánuði. Forstjórar MS, Innes Sláturfélags Suðurlands, Aðfanga og Gæðabaksturs eru með mánaðartekjur á bilinu þrjár til tæplega fjórar milljónir króna. Laun forstjóra og framkvæmdastjóra í heildsölum, matvælaiðnaði og dreifingarfyrirtækjum.Vísir/Kristján Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna vill að stjórnir fyrirtækjanna færi rök fyrir slíkum launum. „Atvinnurekendur höfða oft til ábyrgðar stéttarfélaga þegar samið er um laun á almennum markaði. Að sama skapi vil ég höfða til ábyrgðar stjórna þessara fyrirtækja sem ákvarða laun þessara stjórnenda, að þau færi rök fyrir því að þessi laun þurfi að vera svona himinhá. Við neytendur borgum jú brúsann á endanum og því kalla ég eftir sáttmála um hver þessi launamunur eigi eða megi vera,“ segir Breki. Hann segir Neytendasamtökin reiðubúin að taka þátt í samtali um málið. Við erum til í að koma að því borði og þar yrði tekin skynsamleg ákvörðun um hvað launamunurinn milli hæstu og lægstu launa í slíkum fyrirtækjum ætti að vera. Kjaramál Tekjur Verslun Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Forstjóri Costco á Íslandi sker sig úr á matvörumarkaði en hann var með tuttugu og fjórar milljónir á mánuði á síðasta ári. Mánaðartekjur framkvæmdastjóra lágvöruverslunarinnar Bónus eru um fimm milljónir króna. Forstjóri Samkaupa var með um þrjár komma fimm. Þá er framkvæmdastjóri Krónunnar með um þrjár komma tvær milljónir króna. Laun nokkurra stjórnenda matvöruverslana samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.Vísir/Kristján Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þar segir að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á síðasta ári. Skattfrjálsir dagpeningar, bílastyrkir, greiðslur í lífeyrissjóði og fjármagnstekjur séu hins vegar ekki inn í þessum tölum. Margföld lágmarkslaun Þetta eru margföld lágmarkslaun sem eru í dag um þrjú hundruð og sjötíu þúsund krónur. Lauslegur samanburður við árslaun framkvæmdastjóra hjá Aldi stórar lágvöruverslunarkeðju í Bandaríkjunum sýnir mun lægri laun þar eða um 196 þúsund dollara. Það samsvarar um tveimur komma þremur milljónum króna á mánuði. Forstjórar heildsala og annarra fyrirtækja sem tengjast smásölurisunum eru líka með margföld lágmarkslaun. Þannig er forstjóri Ölgerðarinnar með um fimm milljónir á mánuði. Forstjórar MS, Innes Sláturfélags Suðurlands, Aðfanga og Gæðabaksturs eru með mánaðartekjur á bilinu þrjár til tæplega fjórar milljónir króna. Laun forstjóra og framkvæmdastjóra í heildsölum, matvælaiðnaði og dreifingarfyrirtækjum.Vísir/Kristján Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna vill að stjórnir fyrirtækjanna færi rök fyrir slíkum launum. „Atvinnurekendur höfða oft til ábyrgðar stéttarfélaga þegar samið er um laun á almennum markaði. Að sama skapi vil ég höfða til ábyrgðar stjórna þessara fyrirtækja sem ákvarða laun þessara stjórnenda, að þau færi rök fyrir því að þessi laun þurfi að vera svona himinhá. Við neytendur borgum jú brúsann á endanum og því kalla ég eftir sáttmála um hver þessi launamunur eigi eða megi vera,“ segir Breki. Hann segir Neytendasamtökin reiðubúin að taka þátt í samtali um málið. Við erum til í að koma að því borði og þar yrði tekin skynsamleg ákvörðun um hvað launamunurinn milli hæstu og lægstu launa í slíkum fyrirtækjum ætti að vera.
Kjaramál Tekjur Verslun Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30