Kristrún var fremst í flokki hjá Samfylkingunni í sveitarstjórnarkosningunum fyrir ári og greinilegt að flokkurinn tefldi henni fram frekar en formanninum Loga Einarssyni.
Þingkonan fór á flakk um landið í febrúar og ræddi við fólk. Það er ekki algengt að þingmenn Reykjavíkur auglýsi fundaferð um landið eins og Kristrún gerði fjórum mánuðum eftir kosningar undir slagorðinu Samræða um framtíðina. Hún var kjörin í fyrsta skipti á Alþingi fyrir Reykjavík suður í haust. Ljóst að margir telja að hún sé framtíðar formannsefni flokksins.
Logi tilkynnti í júní að hann ætlaði að láta af störfum sem formaður í haust. Hann sagði að velja þyrfti „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan í formannsstólinn. Logi hefur verið formaður flokksins í tæp sex ár, frá október 2016, sem gerir hann að þaulsætnasta formanni Samfylkingarinnar frá upphafi.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri útilokaði í morgun framboð til formanns.
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði velti fyrir sér stöðuna í Samfylkingunni í fréttum Stöðvar 2 í júní þegar Logi tilkynnti að hann myndi hætta.